Segir alla tapa á viðskiptastríði Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2018 23:46 Steven Mnuchin og Bruno Le Maire. Vísir/AP Fjármálaráðherra Frakklands, Bruno Le Maire, segir raunverulegt viðskiptastríð vera skollið á. Það sé raunveruleikinn sem blasir við þjóðum heimsins í dag. Þetta sagði Le Maire á Buenos Aires í Argentínu þar sem fjármálaráðherra G20 ríkjanna, tuttugu stærstu hagkerfa heimsins, eru að koma saman fyrir fundi. Le Maire hvatti ríkisstjórn Bandaríkjanna til að átta sig á alvarleika stöðunnar. Í samtali við AFP sagði Le Maire að „þetta viðskiptastríð“ myndi leiða til þess að allir töpuðu. Það myndir fækka störfum og hægja á hagvexti. Hann sagði enn fremur að Evrópusambandið myndi ekki semja við Bandaríkin án þess að tollar Bandaríkjanna á stál og ál yrðu felldir niður.Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði hins vegar að Kína og Evrópusambandið yrðu að virða „frjáls, sanngjörn og gagnkvæm“ milliríkjaviðskipti. Mnuchin sagði Bandaríkin tilbúin til að semja við Evrópubúa um algerlega frjáls viðskipti, án allra tolla og niðurgreiðslna. Annað kæmi ekki til greina. Le Maire sagði að lög frumskógarins, lög hinna sterkustu, gætu ekki stjórnað alþjóðaviðskiptum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði nýverið að vel kæmi til greina að setja tolla á allar vörur frá Kína. Mnuchin tók undir það. „Við viljum betra jafnvægi á viðskipti okkar og Kína og það jafnvægi fæst með því að við seljum fleiri vörur til Kína,“ sagði Mnuchin. Árið 2017 var viðskiptahalli ríkjanna tæpir 376 milljarðar dala. Mnuchin sagði að Kína yrði að opna markaði sína og sýna sanngirni. Það gæti verið stærðarinnar tækifæri fyrir bæði Bandaríkin og Kína. Argentína Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fjármálaráðherra Frakklands, Bruno Le Maire, segir raunverulegt viðskiptastríð vera skollið á. Það sé raunveruleikinn sem blasir við þjóðum heimsins í dag. Þetta sagði Le Maire á Buenos Aires í Argentínu þar sem fjármálaráðherra G20 ríkjanna, tuttugu stærstu hagkerfa heimsins, eru að koma saman fyrir fundi. Le Maire hvatti ríkisstjórn Bandaríkjanna til að átta sig á alvarleika stöðunnar. Í samtali við AFP sagði Le Maire að „þetta viðskiptastríð“ myndi leiða til þess að allir töpuðu. Það myndir fækka störfum og hægja á hagvexti. Hann sagði enn fremur að Evrópusambandið myndi ekki semja við Bandaríkin án þess að tollar Bandaríkjanna á stál og ál yrðu felldir niður.Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði hins vegar að Kína og Evrópusambandið yrðu að virða „frjáls, sanngjörn og gagnkvæm“ milliríkjaviðskipti. Mnuchin sagði Bandaríkin tilbúin til að semja við Evrópubúa um algerlega frjáls viðskipti, án allra tolla og niðurgreiðslna. Annað kæmi ekki til greina. Le Maire sagði að lög frumskógarins, lög hinna sterkustu, gætu ekki stjórnað alþjóðaviðskiptum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði nýverið að vel kæmi til greina að setja tolla á allar vörur frá Kína. Mnuchin tók undir það. „Við viljum betra jafnvægi á viðskipti okkar og Kína og það jafnvægi fæst með því að við seljum fleiri vörur til Kína,“ sagði Mnuchin. Árið 2017 var viðskiptahalli ríkjanna tæpir 376 milljarðar dala. Mnuchin sagði að Kína yrði að opna markaði sína og sýna sanngirni. Það gæti verið stærðarinnar tækifæri fyrir bæði Bandaríkin og Kína.
Argentína Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira