Ég er líka hugsi!! Elínborg Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2018 13:07 „Maður bara skilur þetta ekki" segir fólk gjarnan þegar kjaradeilu ljósmæðra ber á góma og ég lái það engum. Hvernig á að skilja það að lækka í launum við að bæta við sig námi? Skýringa er oft að leita í fortíðinni. Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í starfi þá var nám til starfsréttinda í ljósmóðurfræði tveggja ára grunnnám frá Ljósmæðraskóla Íslands. Nám til starfsréttinda í hjúkrunarfræði var þá 3 ár og fór fram í Hjúkrunarskóla Íslands. Þegar ég útskrifaðist sem ljósmóðir árið 1976 eftir að hafa áður lokið hjúkrunarnámi vorum við fáar sem höfðum farið þá leið. Starfandi ljósmæður í landinu voru þá með tveggja ára grunnnám til starfsréttinda. Síðan fóru fleiri hjúkrunarfræðingar í ljósmæðranám og ljósmæður fóru að bæta við sig hjúkrunarnámi. Þegar þessi hópur með báða skólana kom til ljósmóðurstarfa þótti ekki við hæfi að launa þær mikið hærra en þær reyndu ljósmæður sem fyrir voru og kenndu þeim og leiðbeindu. Ekki var talið tímabært að hækka grunnlaun allra ljósmæðra meðan meirihluti starfandi ljósmæðra væri eingöngu með ljósmæðranám. Við sem höfðum lengra námið yrðum að bíða þar til hlutföll breyttust í stéttinni og lengra námið yrði ríkjandi, þá myndi vera hægt að hækka grunnlaun allra ljósmæðra eins og eðlilegt væri fyrir það nám sem nú var að verða algilt. Svo kom að því að nám til starfsréttinda varð ljósmæðranám eftir hjúkrunarnám og hefur síðan færst á háskólastig. Mjög fáar ljósmæður með eingöngu ljósmæðranám eru enn starfandi og flestar þeirra við starfslok. Hlutfall þeirra er því að nálgast núllið og því ætti ekki að vera nein fyrirstaða fyrir því að laga nú grunnlaunasetningu ljósmæðra til þess sem eðlilegt getur talist með tilliti til menntunar og leiðrétta þennan halla í eitt skipti fyrir öll sem til kom vegna aðstæðna sem eru ekki lengur fyrir hendi. Ég held að það sé þjóðarsátt um það að lækka ekki í launum við það að bæta við sig námi. Ljósmæður hafa sýnt langlundargeð en nú er það á þrotum.Elínborg Jónsdóttir, ljósmóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
„Maður bara skilur þetta ekki" segir fólk gjarnan þegar kjaradeilu ljósmæðra ber á góma og ég lái það engum. Hvernig á að skilja það að lækka í launum við að bæta við sig námi? Skýringa er oft að leita í fortíðinni. Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í starfi þá var nám til starfsréttinda í ljósmóðurfræði tveggja ára grunnnám frá Ljósmæðraskóla Íslands. Nám til starfsréttinda í hjúkrunarfræði var þá 3 ár og fór fram í Hjúkrunarskóla Íslands. Þegar ég útskrifaðist sem ljósmóðir árið 1976 eftir að hafa áður lokið hjúkrunarnámi vorum við fáar sem höfðum farið þá leið. Starfandi ljósmæður í landinu voru þá með tveggja ára grunnnám til starfsréttinda. Síðan fóru fleiri hjúkrunarfræðingar í ljósmæðranám og ljósmæður fóru að bæta við sig hjúkrunarnámi. Þegar þessi hópur með báða skólana kom til ljósmóðurstarfa þótti ekki við hæfi að launa þær mikið hærra en þær reyndu ljósmæður sem fyrir voru og kenndu þeim og leiðbeindu. Ekki var talið tímabært að hækka grunnlaun allra ljósmæðra meðan meirihluti starfandi ljósmæðra væri eingöngu með ljósmæðranám. Við sem höfðum lengra námið yrðum að bíða þar til hlutföll breyttust í stéttinni og lengra námið yrði ríkjandi, þá myndi vera hægt að hækka grunnlaun allra ljósmæðra eins og eðlilegt væri fyrir það nám sem nú var að verða algilt. Svo kom að því að nám til starfsréttinda varð ljósmæðranám eftir hjúkrunarnám og hefur síðan færst á háskólastig. Mjög fáar ljósmæður með eingöngu ljósmæðranám eru enn starfandi og flestar þeirra við starfslok. Hlutfall þeirra er því að nálgast núllið og því ætti ekki að vera nein fyrirstaða fyrir því að laga nú grunnlaunasetningu ljósmæðra til þess sem eðlilegt getur talist með tilliti til menntunar og leiðrétta þennan halla í eitt skipti fyrir öll sem til kom vegna aðstæðna sem eru ekki lengur fyrir hendi. Ég held að það sé þjóðarsátt um það að lækka ekki í launum við það að bæta við sig námi. Ljósmæður hafa sýnt langlundargeð en nú er það á þrotum.Elínborg Jónsdóttir, ljósmóðir.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar