KR-ingar elstir og með fæsta uppalda í Pepsi-deildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júlí 2018 13:30 Pálmi Rafn Pálmason er einn af eldri leikmönnum KR en hann er uppalinn á Húsavík. vísir/bára KR er með lang elsta liðið í Pepsi-deild karla í fótbolta miðað við spilaðar mínútur þegar tólf umferðum er lokið og þá spilar liðið á fæstum uppöldum leikmönnum. Þetta hefur fótboltaáhugamaðurinn og Húsvíkingurinn Leifur Grímsson tekið saman en hann birtir reglulega skemmtilega tölfræði um íslenskan fótbolta og þá helst Pepsi-deildina. KR-liðið er með meðalaldurinn 29,3 ár og er ríflega ári eldra FH-liðið sem er með 28,2 ára meðalaldur. Íslandsmeistarar Vals eru í þriðja sæti með 28,1 árs meðalaldur og Stjarnan rétt á eftir en meðalaldur Garðabæjarliðsins miðað við spilaðar mínútur eru 28 ár.Valsliðið er gamalt en nær árangri.vísir/báraGamlir oftast góðir Það sést greinilega að almennt er hár meðalaldur lykillinn að árangri í Pepsi-deildinni en Valur og Stjarnan eru í tveimur efstu sætum deildarinnar, á sama stað og liðin enduðu í fyrra. FH-liðið hafnaði í þriðja sæti í fyrra og er í fjórða sæti núna með þennan háa meðalaldur en hann er ekki að gera mikið fyrir KR-liðið sem er í sjötta sæti eftir að enda síðasta mót í fjórða sæti og missa af Evrópu í fyrsta sinn í áratug. Blikarnir eru yngsta liðið í toppbaráttunni en meðalaldur Kópavogsliðsins er 25,9 ár. Þrátt fyrir það sem að margir kannski halda er það ekki yngsta liðið en fjögur lið eru yngri miðað við spilaðar mínútur. Fylkir, Víkingur, Fjölnir og ÍBV eru öll fyrir neðan Blikana en Eyjamenn eru yngstir. Meðalaldur ÍBV miðað við spilaðar mínútur er 24,7 ár.Það vantar ekki hjartað í Fylkisliðið enda flestir uppaldir.vísir/báraUppaldir á botninum Þegar kemur að uppöldum leikmönnum tróna Fylkismenn á toppnum er varðar notkun þeirra. Aftur er miðað við spilaðar mínútur. Fylkismenn nota 86 prósent heimamenn, tíu prósent leikmenn sem eru íslenskir en koma frá öðrum liðum og aðeins fjögur prósent Fylkisliðsins eru erlendir leikmenn. Keflavík er í öðru sæti en samt sem áður vel á eftir Fylkisliðinu. Keflavík hefur notast við 71 prósent heimamenn og 27 prósent erlenda leikmenn. Það er ekki alltaf samasem merki milli þess að spila á uppöldum og ná árangri en þetta eru tvö neðstu lið Pepsi-deildarinnar. KR-ingar eru neðstir á listanum með aðeins fjögur prósent heimamenn miðað við spilaðar mínútur. KA-liðið er skammt á undan með ellefu prósent, Grindavík 17 prósent og Valsmenn 18 prósent. Grindavík er með hæst hlutfall erlendra leikmanna eða 49 prósent, þar á eftir koma ÍBV með 44 prósent, FH með 41 prósent og Víkingur með 38 prósent.Eftir 12 umf í Pepsi deild karla. ÍBV með yngsta liðið en KR það langelsta. Fylkir spilar mest á uppöldum #fotboltinet pic.twitter.com/15SNqWpAIu— Leifur Grímsson (@lgrims) July 20, 2018 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
KR er með lang elsta liðið í Pepsi-deild karla í fótbolta miðað við spilaðar mínútur þegar tólf umferðum er lokið og þá spilar liðið á fæstum uppöldum leikmönnum. Þetta hefur fótboltaáhugamaðurinn og Húsvíkingurinn Leifur Grímsson tekið saman en hann birtir reglulega skemmtilega tölfræði um íslenskan fótbolta og þá helst Pepsi-deildina. KR-liðið er með meðalaldurinn 29,3 ár og er ríflega ári eldra FH-liðið sem er með 28,2 ára meðalaldur. Íslandsmeistarar Vals eru í þriðja sæti með 28,1 árs meðalaldur og Stjarnan rétt á eftir en meðalaldur Garðabæjarliðsins miðað við spilaðar mínútur eru 28 ár.Valsliðið er gamalt en nær árangri.vísir/báraGamlir oftast góðir Það sést greinilega að almennt er hár meðalaldur lykillinn að árangri í Pepsi-deildinni en Valur og Stjarnan eru í tveimur efstu sætum deildarinnar, á sama stað og liðin enduðu í fyrra. FH-liðið hafnaði í þriðja sæti í fyrra og er í fjórða sæti núna með þennan háa meðalaldur en hann er ekki að gera mikið fyrir KR-liðið sem er í sjötta sæti eftir að enda síðasta mót í fjórða sæti og missa af Evrópu í fyrsta sinn í áratug. Blikarnir eru yngsta liðið í toppbaráttunni en meðalaldur Kópavogsliðsins er 25,9 ár. Þrátt fyrir það sem að margir kannski halda er það ekki yngsta liðið en fjögur lið eru yngri miðað við spilaðar mínútur. Fylkir, Víkingur, Fjölnir og ÍBV eru öll fyrir neðan Blikana en Eyjamenn eru yngstir. Meðalaldur ÍBV miðað við spilaðar mínútur er 24,7 ár.Það vantar ekki hjartað í Fylkisliðið enda flestir uppaldir.vísir/báraUppaldir á botninum Þegar kemur að uppöldum leikmönnum tróna Fylkismenn á toppnum er varðar notkun þeirra. Aftur er miðað við spilaðar mínútur. Fylkismenn nota 86 prósent heimamenn, tíu prósent leikmenn sem eru íslenskir en koma frá öðrum liðum og aðeins fjögur prósent Fylkisliðsins eru erlendir leikmenn. Keflavík er í öðru sæti en samt sem áður vel á eftir Fylkisliðinu. Keflavík hefur notast við 71 prósent heimamenn og 27 prósent erlenda leikmenn. Það er ekki alltaf samasem merki milli þess að spila á uppöldum og ná árangri en þetta eru tvö neðstu lið Pepsi-deildarinnar. KR-ingar eru neðstir á listanum með aðeins fjögur prósent heimamenn miðað við spilaðar mínútur. KA-liðið er skammt á undan með ellefu prósent, Grindavík 17 prósent og Valsmenn 18 prósent. Grindavík er með hæst hlutfall erlendra leikmanna eða 49 prósent, þar á eftir koma ÍBV með 44 prósent, FH með 41 prósent og Víkingur með 38 prósent.Eftir 12 umf í Pepsi deild karla. ÍBV með yngsta liðið en KR það langelsta. Fylkir spilar mest á uppöldum #fotboltinet pic.twitter.com/15SNqWpAIu— Leifur Grímsson (@lgrims) July 20, 2018
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira