Sú skömm mun lifa með yður lengi er þér reynduð að knésetja ljósmæður Þorleifur Kr. Níelsson skrifar 20. júlí 2018 12:11 Ákall frá fjölskyldu ljósmóðurUndirritaður er eiginmaður ljósmóður. Þessi pistill er ákall frá fjölskyldu ljósmóður. Við höfum ekki heyrt mikið frá fólkinu sem stendur á bakvið ljósmæður en það er ljóst að þetta er hópur sem hefur áhyggjur og fylgist náið með og vonar að kjaradeila ljósmæðra við ríkið leysist hið snarasta. Þann 19. júlí sl. sagði kona undirritaðs upp vinnu sinni sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna óánægju með starfskjör og það hversu illa gengur að semja um kaup og kjör við ríkisvaldið. Vegna skorts á sérfræðistöðum á landsbyggðinni, hafa ljósmæður hingað til, veigrað sér við að segja þar upp störfum. Nú er hins vegar svo komið í þessari ömurlegu deilu, að einnig þær sjá ekki annan kost í stöðunni, en að segja upp störfum. Þær láta ekki bjóða sér þessa lítilsvirðingu lengur og ekki er ólíklegt að uppsögnum fjölgi á næstunni úti á landi.Kjarabarátta ljósmæðra orðin að margslungnu máli Segja má að ljósmæður og ríkið séu í viðskiptastríði. Eins og fram hefur komið undanfarið vinnur enginn slíkt stríð. Allir tapa á endanum. Það er það sem er að gerast í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Allir eru að tapa. Samninganefnd ríkisins hefur dregið ljósmæður á asnaeyrum í 10 mánuði. Þessu samningaferli verður eflaust gert skil síðar og það verður forvitnilegt. Hafa ber í huga að hroki, fyrirlitning og fordómar hafa aldrei leitt til góðrar niðurstöðu. Undirritaður hefur dáðst að ljósmæðrum og samstöðu þeirra. Nú þegar deilan virðist vera í rembihnút þá standa ljósmæður saman allar sem ein með formann kjaranefndar þeirra í fararbroddi. Samningatækni samninganefndar ríkisins er að lenda á þéttum ljósmæðravegg sem ekki brotnar svo létt. Ljósmæður virðast styrkjast við hverja raun. Kjaraviðræður ljósmæðra við ríkið, eru að mati undirritaðs, orðnar að mjög langvinnu, margslungnu og pólitísku máli sem snýst um svo miklu meira en kaup og kjör. Þetta mál snýst orðið um það hvaða gildi íslenskt þjóðfélag vill hafa í sínu samfélagi, hvernig viljum við meta mikilvægi starfa og menntunar. Þetta er orðið að kynja- og jafnréttismáli og ekki síst miklu réttlætismáli. Ljósmæður sem ennþá eiga inni ógreidd laun fyrir unna vinnu í verkfalli sínu árið 2015, þrátt fyrir að hafa unnið dómsmál um óréttmæti þess, eru eðlilega reiðar. Nú er beðið dóms Hæstaréttar. Þetta sár er ennþá galopið innan ljósmæðrastéttarinnar.Dæmisaga frá Akureyri Árið 2008 bjuggum við hjónin í Reykjavík og áttum von á okkar fyrsta barni. Við fluttum til Akureyrar um vorið til að vera nær okkar sterkasta stuðningsneti. Þegar við fluttum norður þá datt okkur ekki annað í hug en að konan fengi vinnu sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri eða í það minnsta sem hjúkrunarfræðingur að loknu fæðingarorlofi. Um haustið varð fjármálahrunið og þegar til kom var enga vinnu að fá við hæfi á Akureyri. Niðurskurður og ráðningarbönn blöstu við. Konan minnkaði starfshutfall sitt sem ljósmóðir í Reyjavík og flaug suður, á eigin kostnað, þriðju hverju helgi í langar vinnutarnir. Tíminn leið, réttar sagt átta ár. Árið 2016 fékk konan loksins 70% vinnu sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Nú var hátíð í bæ, starfsöryggi var tryggt og hún komin með starf norðan heiða í samræmi við menntun. Síðan gerist það að ljósmæður fara í réttmæta kjarabaráttu en ekkert semst við ríkið. Konan fékk að lokum nóg og sagði upp vinnu sinni sem ljósmóðir á Akureyri, vinnu sem hún ann mjög mikið og beið eftir í átta ár. Þvílíkt og annað eins! Sem eiginmaður ljósmóður þá finnst undirrituðum þetta forkastanleg staða. Stjórnvöld eru að neyða ljósmæður til að segja upp til að þrýsta á réttmæta kjaraleiðréttingu. Að baki hverri ljósmóður sem segir upp er fjölskylda. Þessar fjölskyldur lifa nú í mikilli óvissu um það hvað framtíðin beri í skauti sér. Þetta er óboðleg staða og algjörlega á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.Vaknið ríkisstjórn vaknið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, þetta er að gerast á þinni vakt! Þú hefur endanlegt vald í þessu máli eins og staðan er í dag. Allt tal um annað er marklaust. Hvað hefur breyst hjá ykkur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra? Hvar eru þau gildi og sú stefna sem þið þykist standa fyrir? Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Ríkisstjórn þessa lands ætti að fara semja við ljósmæður. Það er spá undirritaðs að líf ríkisstjórnarinnar geti orðið styttra en stefnt var að ef hún fer ekki að hafa forgangsröðun sína í takt við vilja þjóðarinnar. Það er nefnilega þannig að þjóðin stendur með ljósmæðrum og þið starfið í umboði þjóðarinnar. Þorleifur Kr. Níelsson eiginmaður ljósmóður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ákall frá fjölskyldu ljósmóðurUndirritaður er eiginmaður ljósmóður. Þessi pistill er ákall frá fjölskyldu ljósmóður. Við höfum ekki heyrt mikið frá fólkinu sem stendur á bakvið ljósmæður en það er ljóst að þetta er hópur sem hefur áhyggjur og fylgist náið með og vonar að kjaradeila ljósmæðra við ríkið leysist hið snarasta. Þann 19. júlí sl. sagði kona undirritaðs upp vinnu sinni sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna óánægju með starfskjör og það hversu illa gengur að semja um kaup og kjör við ríkisvaldið. Vegna skorts á sérfræðistöðum á landsbyggðinni, hafa ljósmæður hingað til, veigrað sér við að segja þar upp störfum. Nú er hins vegar svo komið í þessari ömurlegu deilu, að einnig þær sjá ekki annan kost í stöðunni, en að segja upp störfum. Þær láta ekki bjóða sér þessa lítilsvirðingu lengur og ekki er ólíklegt að uppsögnum fjölgi á næstunni úti á landi.Kjarabarátta ljósmæðra orðin að margslungnu máli Segja má að ljósmæður og ríkið séu í viðskiptastríði. Eins og fram hefur komið undanfarið vinnur enginn slíkt stríð. Allir tapa á endanum. Það er það sem er að gerast í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Allir eru að tapa. Samninganefnd ríkisins hefur dregið ljósmæður á asnaeyrum í 10 mánuði. Þessu samningaferli verður eflaust gert skil síðar og það verður forvitnilegt. Hafa ber í huga að hroki, fyrirlitning og fordómar hafa aldrei leitt til góðrar niðurstöðu. Undirritaður hefur dáðst að ljósmæðrum og samstöðu þeirra. Nú þegar deilan virðist vera í rembihnút þá standa ljósmæður saman allar sem ein með formann kjaranefndar þeirra í fararbroddi. Samningatækni samninganefndar ríkisins er að lenda á þéttum ljósmæðravegg sem ekki brotnar svo létt. Ljósmæður virðast styrkjast við hverja raun. Kjaraviðræður ljósmæðra við ríkið, eru að mati undirritaðs, orðnar að mjög langvinnu, margslungnu og pólitísku máli sem snýst um svo miklu meira en kaup og kjör. Þetta mál snýst orðið um það hvaða gildi íslenskt þjóðfélag vill hafa í sínu samfélagi, hvernig viljum við meta mikilvægi starfa og menntunar. Þetta er orðið að kynja- og jafnréttismáli og ekki síst miklu réttlætismáli. Ljósmæður sem ennþá eiga inni ógreidd laun fyrir unna vinnu í verkfalli sínu árið 2015, þrátt fyrir að hafa unnið dómsmál um óréttmæti þess, eru eðlilega reiðar. Nú er beðið dóms Hæstaréttar. Þetta sár er ennþá galopið innan ljósmæðrastéttarinnar.Dæmisaga frá Akureyri Árið 2008 bjuggum við hjónin í Reykjavík og áttum von á okkar fyrsta barni. Við fluttum til Akureyrar um vorið til að vera nær okkar sterkasta stuðningsneti. Þegar við fluttum norður þá datt okkur ekki annað í hug en að konan fengi vinnu sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri eða í það minnsta sem hjúkrunarfræðingur að loknu fæðingarorlofi. Um haustið varð fjármálahrunið og þegar til kom var enga vinnu að fá við hæfi á Akureyri. Niðurskurður og ráðningarbönn blöstu við. Konan minnkaði starfshutfall sitt sem ljósmóðir í Reyjavík og flaug suður, á eigin kostnað, þriðju hverju helgi í langar vinnutarnir. Tíminn leið, réttar sagt átta ár. Árið 2016 fékk konan loksins 70% vinnu sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Nú var hátíð í bæ, starfsöryggi var tryggt og hún komin með starf norðan heiða í samræmi við menntun. Síðan gerist það að ljósmæður fara í réttmæta kjarabaráttu en ekkert semst við ríkið. Konan fékk að lokum nóg og sagði upp vinnu sinni sem ljósmóðir á Akureyri, vinnu sem hún ann mjög mikið og beið eftir í átta ár. Þvílíkt og annað eins! Sem eiginmaður ljósmóður þá finnst undirrituðum þetta forkastanleg staða. Stjórnvöld eru að neyða ljósmæður til að segja upp til að þrýsta á réttmæta kjaraleiðréttingu. Að baki hverri ljósmóður sem segir upp er fjölskylda. Þessar fjölskyldur lifa nú í mikilli óvissu um það hvað framtíðin beri í skauti sér. Þetta er óboðleg staða og algjörlega á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.Vaknið ríkisstjórn vaknið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, þetta er að gerast á þinni vakt! Þú hefur endanlegt vald í þessu máli eins og staðan er í dag. Allt tal um annað er marklaust. Hvað hefur breyst hjá ykkur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra? Hvar eru þau gildi og sú stefna sem þið þykist standa fyrir? Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Ríkisstjórn þessa lands ætti að fara semja við ljósmæður. Það er spá undirritaðs að líf ríkisstjórnarinnar geti orðið styttra en stefnt var að ef hún fer ekki að hafa forgangsröðun sína í takt við vilja þjóðarinnar. Það er nefnilega þannig að þjóðin stendur með ljósmæðrum og þið starfið í umboði þjóðarinnar. Þorleifur Kr. Níelsson eiginmaður ljósmóður
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun