Yfir 6000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista til stuðnings ljósmæðrum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 08:41 Efnt var til mótmæla á Austurvelli vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra þar sem ríkisstjórninni var gefið rauða spjaldið vegna málsins. fréttablaðið/anton brink Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 6.300 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista sem ber yfirskriftina „Semjum við ljósmæður strax!“ Byrjað var að safna undirskriftum á listann snemma í gærkvöldi og hefur hann verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum en undirskriftunum er beint gegn fjármálaráðuneytinu og samninganefnd ríkisins. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins er enn í algjörum hnút eftir að samninganefnd ljósmæðra hafnaði því í gær að ríkissáttasemjari fengi að leggja fram miðlunartillögu í deilunni.Sjá einnig:Vildi vísa ágreiningi um launasetningu ljósmæðra inn í gerðardóm Eftir að ljóst var að ekki yrði samið tilkynnti Landspítalinn aðgerðir sem stofnunin þarf að grípa til vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem hófst í vikunni og þeirra uppsagna sem tóku gildi um síðustu mánaðamót. Þannig lokar meðgöngu- og sængurlegudeild í dag og verður sameinuð kvenlækningadeild. Frá og með komandi mánudegi falla niður fyrstu ómskoðanir þungaðra kvenna sem eru vanalega gerðar í kringum 12. viku meðgöngu. Á vefsíðu undirskriftasöfnunarinnar segir að ljósmæður vinni einhver mikilvægustu störf í þjóðfélaginu, það er að koma börnum öruggum í heiminn og hlúa að þeim og foreldrum þeirra á meðgöngu og viðkvæmustu stundum þeirra. „Ljósmæður standa í harðri kjarabaráttu við ríkið til að fá viðurkennda menntun sína og ábyrgð. Það er ekkert eðlilegt við það að lækka í launum við aukna menntun og ábyrgð. Við megum ekki missa þessa dýrmætu starfskrafta úr stéttinni, framtíðin er of mikils virði. Við krefjumst þess að gengið sé að kröfum þeirra STRAX! Það má engan tíma missa! Við styðjum ljósmæður og látum ekki bjóða okkur þessi vinnubrögð af hálfu ríkisins og samningarnefndar þess. VIÐ erum ríkið. Við krefjumst þess að samið sé við þessa dýrmætu og mikilvægu stétt í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð!“ segir á vefsíðu undirskriftalistans. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Skella í lás á meðgöngu-og sængurlegudeild vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. 19. júlí 2018 15:44 Fundi lokið í ljósmæðradeilu Enn stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. júlí 2018 14:05 Ráðherra hugsi yfir því að lausnum sé hafnað Þjónusta við verðandi mæður hefur verið skert á Landspítala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hugsi þar sem ljósmæður "hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru“. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 6.300 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista sem ber yfirskriftina „Semjum við ljósmæður strax!“ Byrjað var að safna undirskriftum á listann snemma í gærkvöldi og hefur hann verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum en undirskriftunum er beint gegn fjármálaráðuneytinu og samninganefnd ríkisins. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins er enn í algjörum hnút eftir að samninganefnd ljósmæðra hafnaði því í gær að ríkissáttasemjari fengi að leggja fram miðlunartillögu í deilunni.Sjá einnig:Vildi vísa ágreiningi um launasetningu ljósmæðra inn í gerðardóm Eftir að ljóst var að ekki yrði samið tilkynnti Landspítalinn aðgerðir sem stofnunin þarf að grípa til vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem hófst í vikunni og þeirra uppsagna sem tóku gildi um síðustu mánaðamót. Þannig lokar meðgöngu- og sængurlegudeild í dag og verður sameinuð kvenlækningadeild. Frá og með komandi mánudegi falla niður fyrstu ómskoðanir þungaðra kvenna sem eru vanalega gerðar í kringum 12. viku meðgöngu. Á vefsíðu undirskriftasöfnunarinnar segir að ljósmæður vinni einhver mikilvægustu störf í þjóðfélaginu, það er að koma börnum öruggum í heiminn og hlúa að þeim og foreldrum þeirra á meðgöngu og viðkvæmustu stundum þeirra. „Ljósmæður standa í harðri kjarabaráttu við ríkið til að fá viðurkennda menntun sína og ábyrgð. Það er ekkert eðlilegt við það að lækka í launum við aukna menntun og ábyrgð. Við megum ekki missa þessa dýrmætu starfskrafta úr stéttinni, framtíðin er of mikils virði. Við krefjumst þess að gengið sé að kröfum þeirra STRAX! Það má engan tíma missa! Við styðjum ljósmæður og látum ekki bjóða okkur þessi vinnubrögð af hálfu ríkisins og samningarnefndar þess. VIÐ erum ríkið. Við krefjumst þess að samið sé við þessa dýrmætu og mikilvægu stétt í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð!“ segir á vefsíðu undirskriftalistans.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Skella í lás á meðgöngu-og sængurlegudeild vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. 19. júlí 2018 15:44 Fundi lokið í ljósmæðradeilu Enn stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. júlí 2018 14:05 Ráðherra hugsi yfir því að lausnum sé hafnað Þjónusta við verðandi mæður hefur verið skert á Landspítala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hugsi þar sem ljósmæður "hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru“. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Skella í lás á meðgöngu-og sængurlegudeild vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. 19. júlí 2018 15:44
Ráðherra hugsi yfir því að lausnum sé hafnað Þjónusta við verðandi mæður hefur verið skert á Landspítala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hugsi þar sem ljósmæður "hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru“. 20. júlí 2018 06:00