Fallast ekki á tillögur Haga Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júlí 2018 08:25 Finnur Árnason er forstjóri Haga Vísir/eyþór Samkeppniseftirlitið fellst ekki á þær tillögur sem Hagar lögðu fram til að liðka fyrir samruna samsteypunnar við Olíuverzlun Íslands og DGV. Þetta var niðurstaða fundar milli fulltrúa Haga og Samkeppniseftirlitsins, en frá þessu er greint í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar.Fram kom í upphafi mánaðarins að Hagar væru reiðubúnir til þess að selja tvær Bónusverslanir, tvær Olís-stöðvar og eina ÓB-stöð svo að koma mætti í veg fyrir samkeppnishindranir, sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna Haga og Olís. Kaupsamningur vegna kaupa Haga, sem á og rekur meðal annars verslanir Hagkaupa og Bónuss, á öllu hlutafé Olís og fasteignafélagsins DGV var undirritaður í apríl á síðasta ári.Samkeppniseftirlitið tók kaupin til skoðunar en á ýmsu hefur gengið við skoðun eftirlitsins á kaupunum. Eftirlitið samþykkti ekki kaupin án skilyrða og gengið var til sáttaviðræðna. Í vor var samrunatilkynningin hins vegar afturkölluð rétt áður en ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins var að vænta. Hagar sendu þá inni nýjar tillögur, sem fólu í sér fyrrnefnda sölu verslana, sem eftirlitið féllst ekki á eins og fram kom í tilkynningunni til Kauphallarinnar. Stjórnendur Haga hafa þó ekki gefist upp og ætla að reyna að teikna upp nýjar tillögur til að liðka fyrir samrunanum. Tengdar fréttir Hækka verðmat sitt á Högum Greinendur ráðgjafarfyrirtækisins Capacent hafa hækkað verðmat sitt á Högum um tólf prósent og telja hlutabréf verslanarisans undirverðlögð á markaði um 26 prósent. 25. maí 2018 06:00 Hagar tilbúið til að selja Bónusverslanir og bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Olís Hagar er meðal annars reiðubúið til þess að selja tvær Bónusverslanir, tvær Olís-stöðvar og eina ÓB-stöð til þess að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna Haga og Olís. 3. júlí 2018 17:51 Innreið Costco breytir ekki stöðu Haga Samkeppniseftirlitið telur ekki að innkoma Costco á innlendan dagvörumarkað hafi breytt stöðu Haga á markaðinum í grundvallaratriðum. Hagar telja "alls ekki rök fyrir umfangsmeiri ráðstöfun eigna“ en lagt er til í sáttatillögum félagsins vegna kaupa þess á Olís. 5. júlí 2018 08:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Samkeppniseftirlitið fellst ekki á þær tillögur sem Hagar lögðu fram til að liðka fyrir samruna samsteypunnar við Olíuverzlun Íslands og DGV. Þetta var niðurstaða fundar milli fulltrúa Haga og Samkeppniseftirlitsins, en frá þessu er greint í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar.Fram kom í upphafi mánaðarins að Hagar væru reiðubúnir til þess að selja tvær Bónusverslanir, tvær Olís-stöðvar og eina ÓB-stöð svo að koma mætti í veg fyrir samkeppnishindranir, sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna Haga og Olís. Kaupsamningur vegna kaupa Haga, sem á og rekur meðal annars verslanir Hagkaupa og Bónuss, á öllu hlutafé Olís og fasteignafélagsins DGV var undirritaður í apríl á síðasta ári.Samkeppniseftirlitið tók kaupin til skoðunar en á ýmsu hefur gengið við skoðun eftirlitsins á kaupunum. Eftirlitið samþykkti ekki kaupin án skilyrða og gengið var til sáttaviðræðna. Í vor var samrunatilkynningin hins vegar afturkölluð rétt áður en ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins var að vænta. Hagar sendu þá inni nýjar tillögur, sem fólu í sér fyrrnefnda sölu verslana, sem eftirlitið féllst ekki á eins og fram kom í tilkynningunni til Kauphallarinnar. Stjórnendur Haga hafa þó ekki gefist upp og ætla að reyna að teikna upp nýjar tillögur til að liðka fyrir samrunanum.
Tengdar fréttir Hækka verðmat sitt á Högum Greinendur ráðgjafarfyrirtækisins Capacent hafa hækkað verðmat sitt á Högum um tólf prósent og telja hlutabréf verslanarisans undirverðlögð á markaði um 26 prósent. 25. maí 2018 06:00 Hagar tilbúið til að selja Bónusverslanir og bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Olís Hagar er meðal annars reiðubúið til þess að selja tvær Bónusverslanir, tvær Olís-stöðvar og eina ÓB-stöð til þess að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna Haga og Olís. 3. júlí 2018 17:51 Innreið Costco breytir ekki stöðu Haga Samkeppniseftirlitið telur ekki að innkoma Costco á innlendan dagvörumarkað hafi breytt stöðu Haga á markaðinum í grundvallaratriðum. Hagar telja "alls ekki rök fyrir umfangsmeiri ráðstöfun eigna“ en lagt er til í sáttatillögum félagsins vegna kaupa þess á Olís. 5. júlí 2018 08:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Hækka verðmat sitt á Högum Greinendur ráðgjafarfyrirtækisins Capacent hafa hækkað verðmat sitt á Högum um tólf prósent og telja hlutabréf verslanarisans undirverðlögð á markaði um 26 prósent. 25. maí 2018 06:00
Hagar tilbúið til að selja Bónusverslanir og bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Olís Hagar er meðal annars reiðubúið til þess að selja tvær Bónusverslanir, tvær Olís-stöðvar og eina ÓB-stöð til þess að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna Haga og Olís. 3. júlí 2018 17:51
Innreið Costco breytir ekki stöðu Haga Samkeppniseftirlitið telur ekki að innkoma Costco á innlendan dagvörumarkað hafi breytt stöðu Haga á markaðinum í grundvallaratriðum. Hagar telja "alls ekki rök fyrir umfangsmeiri ráðstöfun eigna“ en lagt er til í sáttatillögum félagsins vegna kaupa þess á Olís. 5. júlí 2018 08:00