Fasteignaverð á ekki heima í mælingunni á verðbólgu Ólafur Margeirsson skrifar 20. júlí 2018 06:00 Húsnæði, þ.e. fasteignum, er, því miður, í daglegu tali ruglað saman við það sem húsnæðið framleiðir, þ.e. (húsa)skjól. Þetta er mjög miður því húsnæðið er eignin sem þarf að vera til staðar til þess að framleiða þjónustuna sem hefur notagildi, þ.e. skjólið.Hví skiptir munurinn máli? Það er mikilvægur munur á þessu þegar kemur að verðbólgumælingu. Á Íslandi er notast m.a. við fasteignaverð, þ.e. eignaverð, til þess að mæla hversu mikill kostnaður fólks er við neysluna á þjónustunni „húsaskjól“. Vandamálið sem það á að leysa að horfa á þróun fasteignaverðs sem hluta af verðbólgu er eftirfarandi: meirihluti Íslendinga framleiða sjálfir húsaskjólið sem þeir neyta með eign sem þeir eiga sjálfir - hvernig mælum við kostnaðinn á þessari neyslu á húsaskjóli? Í Bandaríkjunum hefur málið verið leyst á annan hátt. Þar er horft á leiguverð! Eðlilega, þar sem leiguverð er einmitt verðið á framleiðslunni sem fasteignir gefa af sér, sama hver á þær. Fasteignaverð kemur hvergi nærri verðbólgumælingunni. Til að mæla kostnað vegna húsaskjóls í Bandaríkjunum er fólk sem leigir spurt eftirfarandi spurningar: „Hver er húsaleigan fyrir þitt heimilishald, þ.m.t. gjöld fyrir bílskúr og bílastæði?“ Og fólk sem á húsnæðið sem það býr í fær þessa spurningu: „Ef einhver myndi leigja húsnæðið þitt í dag, hversu mikið heldurðu að þú gætir leigt það á á mánuði án húsgagna, rafmagns og hita?“ Svona er málið leyst í Bandaríkjunum: eigendur fasteigna sem búa í þeim sjálfir eru spurðir að því hversu há leigan væri með húsnæðið ef þeir byggju ekki í því sjálfir. Einfalt!Eignaverð er ekki kostnaður vegna neyslu Húsnæði, á sama hátt og verksmiðja framleiðir t.d. osta, er að gefa af sér (lífsnauðsynlega) þjónustu sem við þurfum öll á að halda, þ.e. húsaskjól. Húsnæði, líkt og ostaverksmiðja, er eign – nánar tiltekið framleiðslufjármagn. Þú neytir ekki ostaverksmiðjunnar og þú neytir ekki heldur húsnæðisins heldur eru þessar eignir að framleiða vörur (fæðu) og þjónustu (húsaskjól) sem þú svo neytir. Þess vegna er íbúðafjárfesting hluti af fjárfestingu í hagkerfinu: fjárfesting, t.d. bygging verksmiðju eða íbúðablokkar, býr ekki til neysluvörur heldur framleiðslufjármagn. Fræðilega á vísitala neysluverðs, sem er grundvöllur verðbólgumælinga, ekki að hafa neitt með eignaverð að gera. Vísitala neysluverðs, eins og Seðlabankinn orðar það sjálfur, "mælir meðalverð vöru og þjónustu á markaði." Meðalverð eigna á ekki að vera meðtalið. Eftir sem áður er eignaverð fasteigna tekið með á Íslandi. Greidd húsaleiga fyrir þjónustuna "skjól", svipað og að greiða fyrir ost, er allt annað mál en að greiða fyrir eignina "fasteign", sem er svipað og að kaupa ostaverksmiðju. Hið fyrra viðkemur neysluverði, hið síðara eignaverði. Og, samkvæmt skilgreiningu Seðlabankans sjálfs hér að ofan, á eignaverð ekki að vera hluti af neysluverðsvísitölunni. Að lokum langar mig til að vitna í skrifstofu vinnumarkaðsgagna (e. Bureau of Labor Statistics) í Bandaríkjunum:„Húsaskjól, þ.e. þjónustan sem fasteignir veita þeim sem í þeim búa, er stór hluti af vörukörfu vísitölu neysluverðs – þ.e. þær vörur og þjónusta sem fólk þarf á að halda til daglegs lífs… Fasteignir eru ekki hluti af vörukörfunni. Líkt og flestar aðrar hagstærðir lítur vísitala neysluverðs á húsnæði sem framleiðslu- eða fjárfestingarfjármagn en ekki sem neysluvöru. Eyðsla til kaupa og endurbóta á fasteignum er fjárfesting en ekki neysla. Húsaskjól, þ.e. þjónustan sem fasteignir búa til, er neyslan sem skiptir máli fyrir vísitölu neysluverðs.“Þess vegna, gott fólk, á fasteignaverð ekki að vera hluti af vísitölu neysluverðs á Íslandi. Lagfærum nú verðbólgumælinguna á Íslandi með þetta í huga: markaðsverð fasteigna á ekki heima í mælingunni á verðbólgu.Höfundur er hagfræðingur. Ítarlegri umfjöllun má finna á patreon.com/olafurmargeirsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Húsnæðismál Ólafur Margeirsson Mest lesið Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Húsnæði, þ.e. fasteignum, er, því miður, í daglegu tali ruglað saman við það sem húsnæðið framleiðir, þ.e. (húsa)skjól. Þetta er mjög miður því húsnæðið er eignin sem þarf að vera til staðar til þess að framleiða þjónustuna sem hefur notagildi, þ.e. skjólið.Hví skiptir munurinn máli? Það er mikilvægur munur á þessu þegar kemur að verðbólgumælingu. Á Íslandi er notast m.a. við fasteignaverð, þ.e. eignaverð, til þess að mæla hversu mikill kostnaður fólks er við neysluna á þjónustunni „húsaskjól“. Vandamálið sem það á að leysa að horfa á þróun fasteignaverðs sem hluta af verðbólgu er eftirfarandi: meirihluti Íslendinga framleiða sjálfir húsaskjólið sem þeir neyta með eign sem þeir eiga sjálfir - hvernig mælum við kostnaðinn á þessari neyslu á húsaskjóli? Í Bandaríkjunum hefur málið verið leyst á annan hátt. Þar er horft á leiguverð! Eðlilega, þar sem leiguverð er einmitt verðið á framleiðslunni sem fasteignir gefa af sér, sama hver á þær. Fasteignaverð kemur hvergi nærri verðbólgumælingunni. Til að mæla kostnað vegna húsaskjóls í Bandaríkjunum er fólk sem leigir spurt eftirfarandi spurningar: „Hver er húsaleigan fyrir þitt heimilishald, þ.m.t. gjöld fyrir bílskúr og bílastæði?“ Og fólk sem á húsnæðið sem það býr í fær þessa spurningu: „Ef einhver myndi leigja húsnæðið þitt í dag, hversu mikið heldurðu að þú gætir leigt það á á mánuði án húsgagna, rafmagns og hita?“ Svona er málið leyst í Bandaríkjunum: eigendur fasteigna sem búa í þeim sjálfir eru spurðir að því hversu há leigan væri með húsnæðið ef þeir byggju ekki í því sjálfir. Einfalt!Eignaverð er ekki kostnaður vegna neyslu Húsnæði, á sama hátt og verksmiðja framleiðir t.d. osta, er að gefa af sér (lífsnauðsynlega) þjónustu sem við þurfum öll á að halda, þ.e. húsaskjól. Húsnæði, líkt og ostaverksmiðja, er eign – nánar tiltekið framleiðslufjármagn. Þú neytir ekki ostaverksmiðjunnar og þú neytir ekki heldur húsnæðisins heldur eru þessar eignir að framleiða vörur (fæðu) og þjónustu (húsaskjól) sem þú svo neytir. Þess vegna er íbúðafjárfesting hluti af fjárfestingu í hagkerfinu: fjárfesting, t.d. bygging verksmiðju eða íbúðablokkar, býr ekki til neysluvörur heldur framleiðslufjármagn. Fræðilega á vísitala neysluverðs, sem er grundvöllur verðbólgumælinga, ekki að hafa neitt með eignaverð að gera. Vísitala neysluverðs, eins og Seðlabankinn orðar það sjálfur, "mælir meðalverð vöru og þjónustu á markaði." Meðalverð eigna á ekki að vera meðtalið. Eftir sem áður er eignaverð fasteigna tekið með á Íslandi. Greidd húsaleiga fyrir þjónustuna "skjól", svipað og að greiða fyrir ost, er allt annað mál en að greiða fyrir eignina "fasteign", sem er svipað og að kaupa ostaverksmiðju. Hið fyrra viðkemur neysluverði, hið síðara eignaverði. Og, samkvæmt skilgreiningu Seðlabankans sjálfs hér að ofan, á eignaverð ekki að vera hluti af neysluverðsvísitölunni. Að lokum langar mig til að vitna í skrifstofu vinnumarkaðsgagna (e. Bureau of Labor Statistics) í Bandaríkjunum:„Húsaskjól, þ.e. þjónustan sem fasteignir veita þeim sem í þeim búa, er stór hluti af vörukörfu vísitölu neysluverðs – þ.e. þær vörur og þjónusta sem fólk þarf á að halda til daglegs lífs… Fasteignir eru ekki hluti af vörukörfunni. Líkt og flestar aðrar hagstærðir lítur vísitala neysluverðs á húsnæði sem framleiðslu- eða fjárfestingarfjármagn en ekki sem neysluvöru. Eyðsla til kaupa og endurbóta á fasteignum er fjárfesting en ekki neysla. Húsaskjól, þ.e. þjónustan sem fasteignir búa til, er neyslan sem skiptir máli fyrir vísitölu neysluverðs.“Þess vegna, gott fólk, á fasteignaverð ekki að vera hluti af vísitölu neysluverðs á Íslandi. Lagfærum nú verðbólgumælinguna á Íslandi með þetta í huga: markaðsverð fasteigna á ekki heima í mælingunni á verðbólgu.Höfundur er hagfræðingur. Ítarlegri umfjöllun má finna á patreon.com/olafurmargeirsson
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar