Fasteignaverð á ekki heima í mælingunni á verðbólgu Ólafur Margeirsson skrifar 20. júlí 2018 06:00 Húsnæði, þ.e. fasteignum, er, því miður, í daglegu tali ruglað saman við það sem húsnæðið framleiðir, þ.e. (húsa)skjól. Þetta er mjög miður því húsnæðið er eignin sem þarf að vera til staðar til þess að framleiða þjónustuna sem hefur notagildi, þ.e. skjólið.Hví skiptir munurinn máli? Það er mikilvægur munur á þessu þegar kemur að verðbólgumælingu. Á Íslandi er notast m.a. við fasteignaverð, þ.e. eignaverð, til þess að mæla hversu mikill kostnaður fólks er við neysluna á þjónustunni „húsaskjól“. Vandamálið sem það á að leysa að horfa á þróun fasteignaverðs sem hluta af verðbólgu er eftirfarandi: meirihluti Íslendinga framleiða sjálfir húsaskjólið sem þeir neyta með eign sem þeir eiga sjálfir - hvernig mælum við kostnaðinn á þessari neyslu á húsaskjóli? Í Bandaríkjunum hefur málið verið leyst á annan hátt. Þar er horft á leiguverð! Eðlilega, þar sem leiguverð er einmitt verðið á framleiðslunni sem fasteignir gefa af sér, sama hver á þær. Fasteignaverð kemur hvergi nærri verðbólgumælingunni. Til að mæla kostnað vegna húsaskjóls í Bandaríkjunum er fólk sem leigir spurt eftirfarandi spurningar: „Hver er húsaleigan fyrir þitt heimilishald, þ.m.t. gjöld fyrir bílskúr og bílastæði?“ Og fólk sem á húsnæðið sem það býr í fær þessa spurningu: „Ef einhver myndi leigja húsnæðið þitt í dag, hversu mikið heldurðu að þú gætir leigt það á á mánuði án húsgagna, rafmagns og hita?“ Svona er málið leyst í Bandaríkjunum: eigendur fasteigna sem búa í þeim sjálfir eru spurðir að því hversu há leigan væri með húsnæðið ef þeir byggju ekki í því sjálfir. Einfalt!Eignaverð er ekki kostnaður vegna neyslu Húsnæði, á sama hátt og verksmiðja framleiðir t.d. osta, er að gefa af sér (lífsnauðsynlega) þjónustu sem við þurfum öll á að halda, þ.e. húsaskjól. Húsnæði, líkt og ostaverksmiðja, er eign – nánar tiltekið framleiðslufjármagn. Þú neytir ekki ostaverksmiðjunnar og þú neytir ekki heldur húsnæðisins heldur eru þessar eignir að framleiða vörur (fæðu) og þjónustu (húsaskjól) sem þú svo neytir. Þess vegna er íbúðafjárfesting hluti af fjárfestingu í hagkerfinu: fjárfesting, t.d. bygging verksmiðju eða íbúðablokkar, býr ekki til neysluvörur heldur framleiðslufjármagn. Fræðilega á vísitala neysluverðs, sem er grundvöllur verðbólgumælinga, ekki að hafa neitt með eignaverð að gera. Vísitala neysluverðs, eins og Seðlabankinn orðar það sjálfur, "mælir meðalverð vöru og þjónustu á markaði." Meðalverð eigna á ekki að vera meðtalið. Eftir sem áður er eignaverð fasteigna tekið með á Íslandi. Greidd húsaleiga fyrir þjónustuna "skjól", svipað og að greiða fyrir ost, er allt annað mál en að greiða fyrir eignina "fasteign", sem er svipað og að kaupa ostaverksmiðju. Hið fyrra viðkemur neysluverði, hið síðara eignaverði. Og, samkvæmt skilgreiningu Seðlabankans sjálfs hér að ofan, á eignaverð ekki að vera hluti af neysluverðsvísitölunni. Að lokum langar mig til að vitna í skrifstofu vinnumarkaðsgagna (e. Bureau of Labor Statistics) í Bandaríkjunum:„Húsaskjól, þ.e. þjónustan sem fasteignir veita þeim sem í þeim búa, er stór hluti af vörukörfu vísitölu neysluverðs – þ.e. þær vörur og þjónusta sem fólk þarf á að halda til daglegs lífs… Fasteignir eru ekki hluti af vörukörfunni. Líkt og flestar aðrar hagstærðir lítur vísitala neysluverðs á húsnæði sem framleiðslu- eða fjárfestingarfjármagn en ekki sem neysluvöru. Eyðsla til kaupa og endurbóta á fasteignum er fjárfesting en ekki neysla. Húsaskjól, þ.e. þjónustan sem fasteignir búa til, er neyslan sem skiptir máli fyrir vísitölu neysluverðs.“Þess vegna, gott fólk, á fasteignaverð ekki að vera hluti af vísitölu neysluverðs á Íslandi. Lagfærum nú verðbólgumælinguna á Íslandi með þetta í huga: markaðsverð fasteigna á ekki heima í mælingunni á verðbólgu.Höfundur er hagfræðingur. Ítarlegri umfjöllun má finna á patreon.com/olafurmargeirsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Húsnæðismál Ólafur Margeirsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Húsnæði, þ.e. fasteignum, er, því miður, í daglegu tali ruglað saman við það sem húsnæðið framleiðir, þ.e. (húsa)skjól. Þetta er mjög miður því húsnæðið er eignin sem þarf að vera til staðar til þess að framleiða þjónustuna sem hefur notagildi, þ.e. skjólið.Hví skiptir munurinn máli? Það er mikilvægur munur á þessu þegar kemur að verðbólgumælingu. Á Íslandi er notast m.a. við fasteignaverð, þ.e. eignaverð, til þess að mæla hversu mikill kostnaður fólks er við neysluna á þjónustunni „húsaskjól“. Vandamálið sem það á að leysa að horfa á þróun fasteignaverðs sem hluta af verðbólgu er eftirfarandi: meirihluti Íslendinga framleiða sjálfir húsaskjólið sem þeir neyta með eign sem þeir eiga sjálfir - hvernig mælum við kostnaðinn á þessari neyslu á húsaskjóli? Í Bandaríkjunum hefur málið verið leyst á annan hátt. Þar er horft á leiguverð! Eðlilega, þar sem leiguverð er einmitt verðið á framleiðslunni sem fasteignir gefa af sér, sama hver á þær. Fasteignaverð kemur hvergi nærri verðbólgumælingunni. Til að mæla kostnað vegna húsaskjóls í Bandaríkjunum er fólk sem leigir spurt eftirfarandi spurningar: „Hver er húsaleigan fyrir þitt heimilishald, þ.m.t. gjöld fyrir bílskúr og bílastæði?“ Og fólk sem á húsnæðið sem það býr í fær þessa spurningu: „Ef einhver myndi leigja húsnæðið þitt í dag, hversu mikið heldurðu að þú gætir leigt það á á mánuði án húsgagna, rafmagns og hita?“ Svona er málið leyst í Bandaríkjunum: eigendur fasteigna sem búa í þeim sjálfir eru spurðir að því hversu há leigan væri með húsnæðið ef þeir byggju ekki í því sjálfir. Einfalt!Eignaverð er ekki kostnaður vegna neyslu Húsnæði, á sama hátt og verksmiðja framleiðir t.d. osta, er að gefa af sér (lífsnauðsynlega) þjónustu sem við þurfum öll á að halda, þ.e. húsaskjól. Húsnæði, líkt og ostaverksmiðja, er eign – nánar tiltekið framleiðslufjármagn. Þú neytir ekki ostaverksmiðjunnar og þú neytir ekki heldur húsnæðisins heldur eru þessar eignir að framleiða vörur (fæðu) og þjónustu (húsaskjól) sem þú svo neytir. Þess vegna er íbúðafjárfesting hluti af fjárfestingu í hagkerfinu: fjárfesting, t.d. bygging verksmiðju eða íbúðablokkar, býr ekki til neysluvörur heldur framleiðslufjármagn. Fræðilega á vísitala neysluverðs, sem er grundvöllur verðbólgumælinga, ekki að hafa neitt með eignaverð að gera. Vísitala neysluverðs, eins og Seðlabankinn orðar það sjálfur, "mælir meðalverð vöru og þjónustu á markaði." Meðalverð eigna á ekki að vera meðtalið. Eftir sem áður er eignaverð fasteigna tekið með á Íslandi. Greidd húsaleiga fyrir þjónustuna "skjól", svipað og að greiða fyrir ost, er allt annað mál en að greiða fyrir eignina "fasteign", sem er svipað og að kaupa ostaverksmiðju. Hið fyrra viðkemur neysluverði, hið síðara eignaverði. Og, samkvæmt skilgreiningu Seðlabankans sjálfs hér að ofan, á eignaverð ekki að vera hluti af neysluverðsvísitölunni. Að lokum langar mig til að vitna í skrifstofu vinnumarkaðsgagna (e. Bureau of Labor Statistics) í Bandaríkjunum:„Húsaskjól, þ.e. þjónustan sem fasteignir veita þeim sem í þeim búa, er stór hluti af vörukörfu vísitölu neysluverðs – þ.e. þær vörur og þjónusta sem fólk þarf á að halda til daglegs lífs… Fasteignir eru ekki hluti af vörukörfunni. Líkt og flestar aðrar hagstærðir lítur vísitala neysluverðs á húsnæði sem framleiðslu- eða fjárfestingarfjármagn en ekki sem neysluvöru. Eyðsla til kaupa og endurbóta á fasteignum er fjárfesting en ekki neysla. Húsaskjól, þ.e. þjónustan sem fasteignir búa til, er neyslan sem skiptir máli fyrir vísitölu neysluverðs.“Þess vegna, gott fólk, á fasteignaverð ekki að vera hluti af vísitölu neysluverðs á Íslandi. Lagfærum nú verðbólgumælinguna á Íslandi með þetta í huga: markaðsverð fasteigna á ekki heima í mælingunni á verðbólgu.Höfundur er hagfræðingur. Ítarlegri umfjöllun má finna á patreon.com/olafurmargeirsson
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun