Framfarir í átt að frelsi Katrín Atladóttir skrifar 31. júlí 2018 07:00 Reykjavíkurborg er full af bílum. Borgarbúar þurfa að komast til vinnu, koma börnum í skóla og fara í búðir. Svo ekki sé talað um skutlið á æfingar og í ýmsar frístundir. Bílar veita okkur lífsgæði, en auðvitað eru ekki bara kostir við þennan samgöngumáta. Langar raðir á helstu álagstímum þýða tapaðar samveru- og vinnustundir ásamt aukinni mengun. Á milli ferða bíða þeir óhreyfðir og taka pláss sem annars mætti nýta undir fleiri íbúðir, þjónustu eða almenningsrými. Á mörgum heimilum eru fleiri en einn bíll. Tugir þúsunda bíla standa óhreyfðir stóran hluta sólarhringsins í Reykjavík einni. Í dag nýta borgarbúar leigubíla helst við sérstök tilefni, svo sem skemmtanir, en síður sem valkost í almenningssamgöngum. Kannski væri því öðruvísi háttað ef verðið væri lægra, þjónustan sveigjanlegri og samkeppnin meiri. Nýlega skilaði starfshópur um endurskoðun á regluverki um leigubílaakstur niðurstöðum sínum. Meðal annars leggur hópurinn til að fjöldatakmarkanir akstursleyfa verði afnumdar. Leyfum hefur ekki fjölgað að ráði síðan 1995 þrátt fyrir mikla fólksfjölgun og fjölgun ferðamanna. Þá leggur hópurinn til að leggja af skyldu bílstjóra til að tilheyra leigubílastöð. Sú skylda er eitt af því sem kemur í veg fyrir að farveitur eins og Uber og Lyft ryðji sér til rúms hér á landi. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur tekið ákvörðun um að hefja undirbúning frumvarps til laga um leigubíla fyrir haustþing 2019, byggt á niðurstöðum starfshópsins. Ég fagna því og tel mikið framfaraskref. Mikilvægt er að nýjum aðgangshindrunum verði ekki bætt við í stað þeirra sem teknar verða út. Leigubílar koma ekki í staðinn fyrir alla einkabíla, ekki frekar en strætó eða hjól. Með auknu frelsi á leigubílamarkaði mætti gera notkun þeirra að raunhæfari valkosti. Þannig myndi samgöngukostnaður almennings lækka, ferðatími styttast, nýting á innviðum og umferðarmannvirkjum batna, mengun minnka og umferðaröryggi aukast. Vonandi ganga þessar breytingar í gegn og auka lífsgæði Reykvíkinga til framtíðar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Katrín Atladóttir Leigubílar Samgöngur Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er full af bílum. Borgarbúar þurfa að komast til vinnu, koma börnum í skóla og fara í búðir. Svo ekki sé talað um skutlið á æfingar og í ýmsar frístundir. Bílar veita okkur lífsgæði, en auðvitað eru ekki bara kostir við þennan samgöngumáta. Langar raðir á helstu álagstímum þýða tapaðar samveru- og vinnustundir ásamt aukinni mengun. Á milli ferða bíða þeir óhreyfðir og taka pláss sem annars mætti nýta undir fleiri íbúðir, þjónustu eða almenningsrými. Á mörgum heimilum eru fleiri en einn bíll. Tugir þúsunda bíla standa óhreyfðir stóran hluta sólarhringsins í Reykjavík einni. Í dag nýta borgarbúar leigubíla helst við sérstök tilefni, svo sem skemmtanir, en síður sem valkost í almenningssamgöngum. Kannski væri því öðruvísi háttað ef verðið væri lægra, þjónustan sveigjanlegri og samkeppnin meiri. Nýlega skilaði starfshópur um endurskoðun á regluverki um leigubílaakstur niðurstöðum sínum. Meðal annars leggur hópurinn til að fjöldatakmarkanir akstursleyfa verði afnumdar. Leyfum hefur ekki fjölgað að ráði síðan 1995 þrátt fyrir mikla fólksfjölgun og fjölgun ferðamanna. Þá leggur hópurinn til að leggja af skyldu bílstjóra til að tilheyra leigubílastöð. Sú skylda er eitt af því sem kemur í veg fyrir að farveitur eins og Uber og Lyft ryðji sér til rúms hér á landi. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur tekið ákvörðun um að hefja undirbúning frumvarps til laga um leigubíla fyrir haustþing 2019, byggt á niðurstöðum starfshópsins. Ég fagna því og tel mikið framfaraskref. Mikilvægt er að nýjum aðgangshindrunum verði ekki bætt við í stað þeirra sem teknar verða út. Leigubílar koma ekki í staðinn fyrir alla einkabíla, ekki frekar en strætó eða hjól. Með auknu frelsi á leigubílamarkaði mætti gera notkun þeirra að raunhæfari valkosti. Þannig myndi samgöngukostnaður almennings lækka, ferðatími styttast, nýting á innviðum og umferðarmannvirkjum batna, mengun minnka og umferðaröryggi aukast. Vonandi ganga þessar breytingar í gegn og auka lífsgæði Reykvíkinga til framtíðar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar