Hamas lýsa yfir vopnahléi Samúel Karl Ólason skrifar 9. ágúst 2018 22:37 Ísraelsmenn gerðu árásir á minnst 150 skotmörk á Gasa í dag. Vísir/AP Forsvarsmenn Hamas segja að vopnahlé hafi náðst á Gasaströndinni og það hafi tekið gildi. Ísraelar segja hins vegar að engin sátt hafi náðst í kjölfar átaka í tvo daga. Hins vegar verði „þögn svarað með þögn“. Undanfarnar vikur hefur sprengjum reglulega rignt sitt hvoru megin við landamærin en síðustu tvo daga hefur ástandið þótt sérstaklega slæmt. Ísraelsmenn gerðu árásir á minnst 150 skotmörk á Gasa í dag og í gær og tugum sprengja og eldflauga hefur verið skotið að Ísrael. Þrír eru sagðir hafa fallið á Gasa. Einn meðlimur Hamas auk óléttrar konu og 18 mánaða barns hennar. Sjö særðust í Ísrael. Í samtali við Reuters segir palestínskur embættismaður að Egyptar hafi komið að vopnahléinu.Eftir að langdrægri eldflaug var skotið að Ísrael sprengdu Ísraelar fimm hæða hús sem þeir sögðu að eldflaugum hefði verið skotið frá. Fyrst var smáum sprengjum varpað á húsið, svo íbúar myndu yfirgefa það, og var því fylgt eftir með loftárás sem jafnaði húsið við jörðu. Hamas neita því að hafa notað húsið.Earlier today, IDF fighter jets targeted a 5-story building in Rimal, northern Gaza. Hamas‘ interior security forces used the building for military purposes pic.twitter.com/bGbdzDczDy — IDF (@IDFSpokesperson) August 9, 2018 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í kvöld að öryggissveitir landsins myndu halda áfram að „beita afli gegn hryðjuverkasamtökum“.Samkvæmt Times of Israel telja yfirvöld ríkisins að ómögulegt sé að gera langvarandi vopnahlé við Hamas og er verið að skoða að grípa til umfangsmikilla aðgerða og senda fjölda hermanna inn á Gasa. Markmiðið væri ekki að reka Hamas frá Gasa, heldur að þvinga þá til að komast að samkomulagi við Ísrael. Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Stillt til friðar á Gasa Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé með aðstoð Egypta og Sameinuðu þjóðanna. 20. júlí 2018 21:15 Sprengjum rignir yfir landamæri Ísrael og Gasa Eldflaugum var skotið frá Gasaströndinni á Ísrael í dag og Ísraelar gerðu loftárásir á Gasa, þrátt fyrir að báðar fylkingar hafi rætt um árangur í vopnahlésviðræðum síðustu daga. 8. ágúst 2018 21:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Forsvarsmenn Hamas segja að vopnahlé hafi náðst á Gasaströndinni og það hafi tekið gildi. Ísraelar segja hins vegar að engin sátt hafi náðst í kjölfar átaka í tvo daga. Hins vegar verði „þögn svarað með þögn“. Undanfarnar vikur hefur sprengjum reglulega rignt sitt hvoru megin við landamærin en síðustu tvo daga hefur ástandið þótt sérstaklega slæmt. Ísraelsmenn gerðu árásir á minnst 150 skotmörk á Gasa í dag og í gær og tugum sprengja og eldflauga hefur verið skotið að Ísrael. Þrír eru sagðir hafa fallið á Gasa. Einn meðlimur Hamas auk óléttrar konu og 18 mánaða barns hennar. Sjö særðust í Ísrael. Í samtali við Reuters segir palestínskur embættismaður að Egyptar hafi komið að vopnahléinu.Eftir að langdrægri eldflaug var skotið að Ísrael sprengdu Ísraelar fimm hæða hús sem þeir sögðu að eldflaugum hefði verið skotið frá. Fyrst var smáum sprengjum varpað á húsið, svo íbúar myndu yfirgefa það, og var því fylgt eftir með loftárás sem jafnaði húsið við jörðu. Hamas neita því að hafa notað húsið.Earlier today, IDF fighter jets targeted a 5-story building in Rimal, northern Gaza. Hamas‘ interior security forces used the building for military purposes pic.twitter.com/bGbdzDczDy — IDF (@IDFSpokesperson) August 9, 2018 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í kvöld að öryggissveitir landsins myndu halda áfram að „beita afli gegn hryðjuverkasamtökum“.Samkvæmt Times of Israel telja yfirvöld ríkisins að ómögulegt sé að gera langvarandi vopnahlé við Hamas og er verið að skoða að grípa til umfangsmikilla aðgerða og senda fjölda hermanna inn á Gasa. Markmiðið væri ekki að reka Hamas frá Gasa, heldur að þvinga þá til að komast að samkomulagi við Ísrael.
Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Stillt til friðar á Gasa Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé með aðstoð Egypta og Sameinuðu þjóðanna. 20. júlí 2018 21:15 Sprengjum rignir yfir landamæri Ísrael og Gasa Eldflaugum var skotið frá Gasaströndinni á Ísrael í dag og Ísraelar gerðu loftárásir á Gasa, þrátt fyrir að báðar fylkingar hafi rætt um árangur í vopnahlésviðræðum síðustu daga. 8. ágúst 2018 21:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Stillt til friðar á Gasa Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé með aðstoð Egypta og Sameinuðu þjóðanna. 20. júlí 2018 21:15
Sprengjum rignir yfir landamæri Ísrael og Gasa Eldflaugum var skotið frá Gasaströndinni á Ísrael í dag og Ísraelar gerðu loftárásir á Gasa, þrátt fyrir að báðar fylkingar hafi rætt um árangur í vopnahlésviðræðum síðustu daga. 8. ágúst 2018 21:36