Ítalskir læknar reiðir ríkisstjórninni fyrir að frysta bólusetningarlög Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2018 11:26 Frá samkomu andstæðinga bólusetninga í Róm í febrúar. Vísir/EPA Ríkisstjórn hægrimanna og popúlista á Ítalíu hefur samþykkt að fresta gildistöku laga sem kveða á um að börn þurfi að vera bólusett til að fá inngöngu í leik- og forskóla. Lögin voru sett eftir mislingafaraldur þar sem þúsundir manna smituðust í fyrra. Efri deild ítalska þingsins samþykkti breytingatillögu ríkisstjórnarinnar á föstudag en neðri deildin á enn eftir að greiða atkvæði um hana. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Fimm stjörnu hreyfingin og öfgahægriflokkurinn Bandalagið, voru mótfallnir lögunum þegar þau voru samþykkt í tíð fyrri ríkisstjórnar í fyrra. Þeir telja lögin stuðla að aðgreiningu barna á skólastiginu. Lögin kveða á um að foreldrar þurfi að sýna fram á að börn þeirra hafi fengið tíu hefðbundin bóluefni, þar á meðal gegn mislingum, stífkrampa og mænusótt, að sögn CNN-fréttastofunnar. Með breytingartillögunni yrðu lögin felld úr gildi í eitt ár. Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins og innanríkisráðherra, sagði fyrr í sumar að skyldubólusetningar væru „gagnslausar og í mörgum tilfellum hættulegar ef ekki skaðlegar“.Vara við afleiðingunum fyrir tíðni bólusetninga Læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafa varað við afleiðingum fyrir bólusetningatíðni á Ítalíu. Hún hefur verið undir þeim 95% sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur mælt með til að tryggja svonefnt hjarðónæmi. Hjarðónæmi á að tryggja að þeir sem geta ekki fengið bóluefni af læknisfræðilegum ástæðum njóti einnig verndar fyrir sjúkdómunum sem bólusett er fyrir. Undirróður gegn bólusetningum sem ýmsir hópar samsæriskenningasmiða og kuklara hafa ýtt undir undanfarin ár hafa fallið í sérstaklega frjóan jarðveg á Ítalíu. Dómstóll í Rimini komst að þeirri niðurstöðu árið 2012 að tengsl væru á milli svonefndra MMR-bólusetninga og einhverfu þrátt fyrir að engar vísindalegar rannsóknir bendi til þess. Dómnum var snúið við árið 2015 en CNN segir að málið hafi haft áhrif á traust Ítala til bólusetninga. Aðeins 85% ítalskra barna fengu fyrsta skammt af bóluefni gegn mislingum það ár. Rúmlega fimm þúsund manns smituðust af mislingum í faraldri sem gekk yfir Ítalíu í fyrra. Afgerandi meirihluti þeirra sem smituðust, 89%, hafði ekki verið bólusettur. Bólusetningar Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Ríkisstjórn hægrimanna og popúlista á Ítalíu hefur samþykkt að fresta gildistöku laga sem kveða á um að börn þurfi að vera bólusett til að fá inngöngu í leik- og forskóla. Lögin voru sett eftir mislingafaraldur þar sem þúsundir manna smituðust í fyrra. Efri deild ítalska þingsins samþykkti breytingatillögu ríkisstjórnarinnar á föstudag en neðri deildin á enn eftir að greiða atkvæði um hana. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Fimm stjörnu hreyfingin og öfgahægriflokkurinn Bandalagið, voru mótfallnir lögunum þegar þau voru samþykkt í tíð fyrri ríkisstjórnar í fyrra. Þeir telja lögin stuðla að aðgreiningu barna á skólastiginu. Lögin kveða á um að foreldrar þurfi að sýna fram á að börn þeirra hafi fengið tíu hefðbundin bóluefni, þar á meðal gegn mislingum, stífkrampa og mænusótt, að sögn CNN-fréttastofunnar. Með breytingartillögunni yrðu lögin felld úr gildi í eitt ár. Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins og innanríkisráðherra, sagði fyrr í sumar að skyldubólusetningar væru „gagnslausar og í mörgum tilfellum hættulegar ef ekki skaðlegar“.Vara við afleiðingunum fyrir tíðni bólusetninga Læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafa varað við afleiðingum fyrir bólusetningatíðni á Ítalíu. Hún hefur verið undir þeim 95% sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur mælt með til að tryggja svonefnt hjarðónæmi. Hjarðónæmi á að tryggja að þeir sem geta ekki fengið bóluefni af læknisfræðilegum ástæðum njóti einnig verndar fyrir sjúkdómunum sem bólusett er fyrir. Undirróður gegn bólusetningum sem ýmsir hópar samsæriskenningasmiða og kuklara hafa ýtt undir undanfarin ár hafa fallið í sérstaklega frjóan jarðveg á Ítalíu. Dómstóll í Rimini komst að þeirri niðurstöðu árið 2012 að tengsl væru á milli svonefndra MMR-bólusetninga og einhverfu þrátt fyrir að engar vísindalegar rannsóknir bendi til þess. Dómnum var snúið við árið 2015 en CNN segir að málið hafi haft áhrif á traust Ítala til bólusetninga. Aðeins 85% ítalskra barna fengu fyrsta skammt af bóluefni gegn mislingum það ár. Rúmlega fimm þúsund manns smituðust af mislingum í faraldri sem gekk yfir Ítalíu í fyrra. Afgerandi meirihluti þeirra sem smituðust, 89%, hafði ekki verið bólusettur.
Bólusetningar Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira