Íslenski boltinn

Rendur á Kópavogsvelli i kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikar hafa fagnað sex sigrum á Kópavogsvellinum í sumar.
Blikar hafa fagnað sex sigrum á Kópavogsvellinum í sumar. Vísir/Eyþór
Breiðablik tekur á móti KR í Pepsi-deild karla í kvöld en þetta verður eini leikur kvöldsins þar sem leik Grindavíkur og Víkings var frestað.

Leikur Blika og KR-inga verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.00. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 19.15.

Breiðablik og KR eru tvö heitustu lið Pepsi-deildarinnar í dag því það eru tveir mánuðir síðan Blikar töpuðu síðast og Vesturbæingar hafa ekki tapað í mánuð.

Blikar hafa unnið þrjá deildarleiki í röð og ekki tapað síðan 3. júní þegar þeir lágu á móti Stjörnunni.

KR-ingar hafa einnig unnið þrjá leiki í röð og síðasti tapleikur liðsins í deildinni kom 1. júlí í leik á móti Víkingum.

Magnús Böðvarsson, vallarstjóri á Kópavogsvellinum, ætlar að bjóða upp á rendur á vellinum í tilefni dagsins eins og sést hér fyrir neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×