Ekki ljóst hverjir fengu meira en almenna hækkun kjararáðs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. ágúst 2018 08:00 Laun þeirra sem heyrðu undir kjararáð voru færð niður með lækkunarlögunum árið 2008. Fréttablaðið/stefán Ekki liggur fyrir hve margir forstöðumenn ríkisstofnana eða forstjórar ríkisfyrirtækja hækkuðu umfram almenna hækkun kjararáðs í desember 2011. Ákvarðanir einstakra starfsmanna voru ekki birtar heldur kynntar hverjum og einum bréfleiðis. Í kjölfar efnahagshrunsins voru samþykkt árið 2008 á Alþingi lækkunarlögin svokölluðu. Þau fólu í sér að laun þeirra sem undir ráðið heyrðu skyldu lækka að meginstefnu um fimm til fimmtán prósent. Árið 2009 voru síðan forstjórar ríkisfyrirtækja færðir undir valdsvið stjórnvaldsins. Laun hópsins skertust í samræmi við lagabókstafinn en launin færð í fyrra horf í árslok 2011. Kjararáð var lagt niður í júnílok. Síðasta verk ráðsins var að ákvarða laun 48 aðila sem undir það heyrðu. Þegar fréttir voru sagðar af því hve mikið hver og einn hafði hækkað kom í ljós að allar upplýsingar um laun hvers og eins höfðu ekki verið birtar. Svanhildur Kaaber.VísirTil að mynda var fullyrt í Fréttablaðinu að föstum yfirvinnueiningum forstjóra Landspítalans hefði fjölgað úr 100 í 135 frá síðustu ákvörðun ráðsins árið 2010. Hið rétta var að samhliða almennu hækkuninni í desember 2011 var yfirvinnueiningum hans fjölgað í 133. Sú ákvörðun, líkt og aðrar, hefur aldrei verið birt. Fréttablaðið óskaði eftir því við fjármálaráðuneytið að það veitti afrit af þeim ákvörðunum sem aldrei hafa verið birtar auk lista yfir launaflokk og yfirvinnueiningar þeirra sem heyrðu undir kjararáð. Sama beiðni var send á kjararáð, sjálfvirkt svar barst sem sagði að ráðið hefði verið lagt niður. „Kjararáð var sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem bar ábyrgð á að varðveita eigin gögn. Kjararáð hefur ekki sent ráðuneytinu afrit af úrskurðum sínum enda engin lagaskylda til þess,“ segir í svari ráðuneytisins. „Ég get ekki sagt að ég muni hvaða embætti eða hópar það voru. Ekki án þess að hafa gögnin fyrir framan mig,“ segir Svanhildur Kaaber, þáverandi formaður kjararáðs, aðspurð um hvort fleiri en forstjóri Landspítalans hafi fengið slíka hækkun. Hún staðfesti að fleiri hefðu fengið slíka hækkun. Í lögum sem giltu um störf kjararáðs árið 2011 var kveðið á um að ráðið skyldi birta úrskurði sína og ákvarðanir. Þeirri spurningu var beint til fjármálaráðuneytisins hvort það teldi að ráðið hefði uppfyllt lagalega skyldu sína með þessari framkvæmd. Svar við því erindi hefur ekki borist. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Hringrásarhækkun launa fylgifiskur arftaka kjararáðs Ein umsögn barst um fyrirhugaðar breytingar á ýmsum lögum vegna brottfalls kjararáðs. Drögin nú byggjast á vinnu starfshóps sem forsætisráðherra skipaði um málefnið. 26. júlí 2018 08:00 Ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur en þau geti liðkað fyrir Forsætisráðherra segir það ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur heldur aðila vinnumarkaðarins. Þó sé hægt að liðka fyrir með aðgerðum eins og skattalækkunum á lægstu stéttir. Þingmaður Viðreisnar telur að ríkið eigi að beita sér fyrir lækkun matvælaverðs og vaxta. 2. ágúst 2018 19:00 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Ekki liggur fyrir hve margir forstöðumenn ríkisstofnana eða forstjórar ríkisfyrirtækja hækkuðu umfram almenna hækkun kjararáðs í desember 2011. Ákvarðanir einstakra starfsmanna voru ekki birtar heldur kynntar hverjum og einum bréfleiðis. Í kjölfar efnahagshrunsins voru samþykkt árið 2008 á Alþingi lækkunarlögin svokölluðu. Þau fólu í sér að laun þeirra sem undir ráðið heyrðu skyldu lækka að meginstefnu um fimm til fimmtán prósent. Árið 2009 voru síðan forstjórar ríkisfyrirtækja færðir undir valdsvið stjórnvaldsins. Laun hópsins skertust í samræmi við lagabókstafinn en launin færð í fyrra horf í árslok 2011. Kjararáð var lagt niður í júnílok. Síðasta verk ráðsins var að ákvarða laun 48 aðila sem undir það heyrðu. Þegar fréttir voru sagðar af því hve mikið hver og einn hafði hækkað kom í ljós að allar upplýsingar um laun hvers og eins höfðu ekki verið birtar. Svanhildur Kaaber.VísirTil að mynda var fullyrt í Fréttablaðinu að föstum yfirvinnueiningum forstjóra Landspítalans hefði fjölgað úr 100 í 135 frá síðustu ákvörðun ráðsins árið 2010. Hið rétta var að samhliða almennu hækkuninni í desember 2011 var yfirvinnueiningum hans fjölgað í 133. Sú ákvörðun, líkt og aðrar, hefur aldrei verið birt. Fréttablaðið óskaði eftir því við fjármálaráðuneytið að það veitti afrit af þeim ákvörðunum sem aldrei hafa verið birtar auk lista yfir launaflokk og yfirvinnueiningar þeirra sem heyrðu undir kjararáð. Sama beiðni var send á kjararáð, sjálfvirkt svar barst sem sagði að ráðið hefði verið lagt niður. „Kjararáð var sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem bar ábyrgð á að varðveita eigin gögn. Kjararáð hefur ekki sent ráðuneytinu afrit af úrskurðum sínum enda engin lagaskylda til þess,“ segir í svari ráðuneytisins. „Ég get ekki sagt að ég muni hvaða embætti eða hópar það voru. Ekki án þess að hafa gögnin fyrir framan mig,“ segir Svanhildur Kaaber, þáverandi formaður kjararáðs, aðspurð um hvort fleiri en forstjóri Landspítalans hafi fengið slíka hækkun. Hún staðfesti að fleiri hefðu fengið slíka hækkun. Í lögum sem giltu um störf kjararáðs árið 2011 var kveðið á um að ráðið skyldi birta úrskurði sína og ákvarðanir. Þeirri spurningu var beint til fjármálaráðuneytisins hvort það teldi að ráðið hefði uppfyllt lagalega skyldu sína með þessari framkvæmd. Svar við því erindi hefur ekki borist.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Hringrásarhækkun launa fylgifiskur arftaka kjararáðs Ein umsögn barst um fyrirhugaðar breytingar á ýmsum lögum vegna brottfalls kjararáðs. Drögin nú byggjast á vinnu starfshóps sem forsætisráðherra skipaði um málefnið. 26. júlí 2018 08:00 Ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur en þau geti liðkað fyrir Forsætisráðherra segir það ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur heldur aðila vinnumarkaðarins. Þó sé hægt að liðka fyrir með aðgerðum eins og skattalækkunum á lægstu stéttir. Þingmaður Viðreisnar telur að ríkið eigi að beita sér fyrir lækkun matvælaverðs og vaxta. 2. ágúst 2018 19:00 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46
Hringrásarhækkun launa fylgifiskur arftaka kjararáðs Ein umsögn barst um fyrirhugaðar breytingar á ýmsum lögum vegna brottfalls kjararáðs. Drögin nú byggjast á vinnu starfshóps sem forsætisráðherra skipaði um málefnið. 26. júlí 2018 08:00
Ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur en þau geti liðkað fyrir Forsætisráðherra segir það ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur heldur aðila vinnumarkaðarins. Þó sé hægt að liðka fyrir með aðgerðum eins og skattalækkunum á lægstu stéttir. Þingmaður Viðreisnar telur að ríkið eigi að beita sér fyrir lækkun matvælaverðs og vaxta. 2. ágúst 2018 19:00