Fótbolti

Rýr uppskera hjá Íslendingaliðunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Guðni stóð vaktina í vörn Norrköping í dag.
Jón Guðni stóð vaktina í vörn Norrköping í dag. vísir/getty
Hún var lítil uppskeran hjá íslensku liðunum á Norðurlöndunum í kvöld en tvö Íslendingalið voru í eldlínunni.

Jón Guðni Fjóluson og Arnór Sigurðsson spiluðu allan leikinn fyrir Norrköping gerði 1-1 jafntefli við GIF Sundsvall í sænska boltanum.

Norrköping komst yfir með sjálfsmarki á 44. mínútu en Sundsvall jafnaði metin átta mínútum fyrir leikslok. Fyrir vikið varð Norrköping af mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið er í þriðja sætinu, fimm stigum frá toppnum.

Start heldur áfram að tapa leikjum í norsku úrvalsdeildinni en Aron Sigurðarson spilaði allan leikinn er liðið tapaði 4-1 fyrir Brann á útivelli.

Start byrjaði skelfilega og var 2-0 undir eftir hálftíma leik. Kevin Kabran klóraði í bakkann í síðari hálfleik áður en Gilbert Koomson tryggði kom Bran í 3-1 og þeir bættu svo við enn einu markinu í uppbótartíma.

Start er í fimmtánda sæti deildarinnar með fjórtán stig, stigi frá öruggu sæti í deildinni. Brann er á toppnum með 38 stig, tveimur stigum meira en Rosenborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×