Íslenski boltinn

Fylkir átti eitt skot á markið í fyrri hálfleik og það fór inn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emil er lengst til hægri á myndinni.
Emil er lengst til hægri á myndinni. vísir/ernir
ÍBV og Fylkir áttust við í Pepsi-deild karla á laugardaginn. Leikurinn var leikinn á miðri Þjóðhátið og var stemningin á vellinum góð.

Tölfræðifyrirtækið InStat tekur saman tölfræði eftir hvern einasta leik í Pepsi-deildinni og þar eru oft áhugaverðir punktar.

Einungis eitt mark var skorað í leiknum en það gerði Emil Ásmundsson í fyrri hálfleik. Það kom eftir mistök Halldórs Páls Geirssonar, markvarðar ÍBV.

Eyjamenn voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og það sést á tölfræðinni. Liðið átti sextán skot í átt að marki Fylkis á meðan gestirnir úr Árbænum skutu tvisvar.

Eitt skota Fylkas fór á markið og það fór inn á meðan Eyjamenn skutu sex sinnum á markið en í öll skiptin var markvörður Fylkis, Aron Snær Friðriksson, vel á verði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×