Fótbolti

Tók Kristján Flóka sex mínútur að stimpla sig inn í Svíþjóð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kristján Flóki gekk til liðs við Brommapojkarna fyrr í vikunni
Kristján Flóki gekk til liðs við Brommapojkarna fyrr í vikunni vísir/heimasíða Brommapojkarna
Kristján Flóki Finnbogason var ekki lengi að stimpla sig inn hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Brommapojkarna eftir að hafa verið lánaður til félagsins frá norska úrvalsdeildarliðinu Start á dögunum.

Kristján Flóki hóf leik á varamannabekk Brommapojkarna þegar liðið fékk Dalkurd í heimsókn í dag í fallbaráttuslag en einu stigi munaði á liðunum í tveimur neðstu sætum deildarinnar þegar kom að leiknum.

Það blés ekki byrlega fyrir nýjum félögum Kristjáns því Henrik Lofkvist kom Dalkurd yfir eftir rúmlega hálftíma leik.

Á 62.mínútu var Kristjáni Flóka skipt inná og aðeins sex mínútum síðar var hann búinn að jafna metin. Brommapojkarna náðu svo inn sigurmarki á 80.mínútu. Lokatölur 2-1 fyrir Kristjáni Flóka og félögum.

Á sama tíma lék Elías Már Ómarsson allan leikinn fyrir Gautaborg sem beið lægri hlut fyrir Kalmar, 2-1.


Tengdar fréttir

Kristján Flóki lánaður til Svíþjóðar

Kristján Flóki Finnbogason hefur verið lánaður til sænska úrvalsdeildarliðsins Brommapojkarna út tímabilið. Þetta hefur Vísir eftir sínum heimildum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×