Íslenski boltinn

Heimir Hallgríms lýsir leik ÍBV á morgun á Stöð 2 Sport

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. Vísir/Vilhelm
Það fer einn leikur fram í Pepsi-deild karla á Þjóðhátíð í Vestmanneyjum og Stöð 2 Sport mun sýna hann beint.  

Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, er að sjálfsögðu staddur á Þjóðhátíð í Vestmanneyjum eins og næstum því allir Eyjamenn.

Heimir ætlar að lýsa leik ÍBV og Fylkis í Pepsi-deild karla sem verður spilaður á morgun en það er farin að skapast hefð fyrir því að Eyjamenn spili heimaleik á Þjóðhátíð.

Heimir mun lýsa leiknum með Arnari Björnssyni en leikurinn fer fram á Hásteinsvelli og hefst klukkan 13.30 á morgun.

Heimir Hallgrímsson er ekki aðeins fyrrum þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins því hann er einnig fyrrum þjálfari ÍBV-liðsins.

Eyjamenn eru taplausir í síðustu fjórum leikjum sínum í Pepsi-deildinni og hafa náð í 7 stig af 9 mögulegum í síðustu þremur deildarleikjum sínum á Hásteinsvellinum.

Fylkismenn náðu í stig á móti Íslandsmeisturum Vals í síðasta leik en það var fyrsta stig liðsins eftir fimm tapleiki í röð.

Fylkir vann 2-1 sigur í fyrri leik liðanna í sumar en sá leikur fór fram í Egilshöllinni um miðjan maímánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×