Viðskipti

Dohop snýr rekstrinum við

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop.
Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. Fréttablaðið/Anton Brink
Nýsköpunarfyrirtækið Dohop skilaði ríflega fimm milljón króna hagnaði á síðasta ári samkvæmt ársreikningi. Til samanburðar tapaði félagið 204 milljónum króna árið 2016.

Rekstrartekjur Dohop, sem á meðal annars og rekur ferða- og flugleitarvélina Dohop.is, námu tæpum 396 milljónum króna í fyrra og jukust um 30 prósent frá fyrra ári þegar þær voru 304 milljónir. Rekstrargjöldin voru um 384 milljónir á árinu og lækkuðu um 23 prósent á milli ára.

Félagið Vivaldi Ísland, í eigu Jóns von Tetzchner, var stærsti hluthafi Dohop í lok síðasta árs með 17,4 prósenta hlut en Frosti Sigurjónsson var sá næststærsti með 12,6 prósenta hlut.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×