Umfjöllun: FCK - Stjarnan 5-0 | Danski risinn reyndist of stór biti Anton Ingi Leifsson frá Parken skrifar 2. ágúst 2018 19:45 Eyjólfur Héðinsson með boltann í leik kvöldsins. vísir/daníel Stjarnan er úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 5-0 tap gegn FCK í síðari leik liðanna. Leikið var á Parken í kvöld og FCK fer því áfram samanlagt 7-0. Það var alveg ljóst fyrir leikinn að Stjarnan væri í erfiðum málum eftir að hafa fengið á sig tvö mörk á heimavelli en einhverjir bundu vonir að þeir bláklæddu næðu inn marki snemma og myndu gera þetta spennndi. Það varð hins vegar ekki raunin. Heimamenn byrjuðu af miklum krafti og eftir einungis fjórar mínútur voru þeir komnir. Markið skoraði Viktor Fischer eftir að hann fékk boltann inn í vítateig Stjörnumanna og kláraði færið vel. Heimamenn réðu lögum og lofum en Stjörnumenn náðu inn nokkrum ágætum sóknum sem þeir náðu ekki að enda nægilega vel; annað hvort var skotið slakt eða valið vitlaust á síðasta þriðjung vallarins. Næsta mark var gullfallegt. Það skoraði Carlo Holse með stórbrotnu skoti er hann vann boltann á miðjum vellinum og geysist upp völlinn. Gestirnir kominr með bakið upp við vegg og rúmlega það. Heimamenn bættu við einu marki fyrir leikhlé. Það skoraði Kenan Kodro. Stjörnumenn vildu rangstöðu en það var tæpt hvort að Kodro hafi verið innan. Markið kom eftir laglegt samspil heimamanna og heimamenn 3-0 yfir í hálfleik. Stjörnumenn tóku því líklega feigins hendi að komast inn í hálfleikinn til að geta aðeins endurskipulagt sig og reyna að verjast dönsku risunum enn betur en þeir gerðu í fyrri hálfleik. Það gekk ekki betur en svo að strax á annarri mínútu síðari hálfleiks skoraði Kenan Kodro sitt annað mark. Fyrirgjöf frá hægri rataði beint á kollinn á honum og hann stangaði boltann í netið. Alltof auðvelt. Fimmta markið kom stundarfjórðungi fyrir leikslok og það gerði Kenan Kodro er hann fullkomnaði þrennuna. Skelfilegur varnarleikur Stjörnumanna gerði það að verkum að hann stóð aleinn í teignum eftir fyrirgjöf, tók boltann niður og kláraði færið. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 5-0 sigur heimamanna en samanlagt 7-0. Stjarnan er því úr leik í Evrópukeppninni þetta árið en liðið er í baráttu á toppi Pepsi-deildarinnar og í undanúrslitum bikarsins. FCK mætir CSKA Sofia í næstu umferð. Evrópudeild UEFA
Stjarnan er úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 5-0 tap gegn FCK í síðari leik liðanna. Leikið var á Parken í kvöld og FCK fer því áfram samanlagt 7-0. Það var alveg ljóst fyrir leikinn að Stjarnan væri í erfiðum málum eftir að hafa fengið á sig tvö mörk á heimavelli en einhverjir bundu vonir að þeir bláklæddu næðu inn marki snemma og myndu gera þetta spennndi. Það varð hins vegar ekki raunin. Heimamenn byrjuðu af miklum krafti og eftir einungis fjórar mínútur voru þeir komnir. Markið skoraði Viktor Fischer eftir að hann fékk boltann inn í vítateig Stjörnumanna og kláraði færið vel. Heimamenn réðu lögum og lofum en Stjörnumenn náðu inn nokkrum ágætum sóknum sem þeir náðu ekki að enda nægilega vel; annað hvort var skotið slakt eða valið vitlaust á síðasta þriðjung vallarins. Næsta mark var gullfallegt. Það skoraði Carlo Holse með stórbrotnu skoti er hann vann boltann á miðjum vellinum og geysist upp völlinn. Gestirnir kominr með bakið upp við vegg og rúmlega það. Heimamenn bættu við einu marki fyrir leikhlé. Það skoraði Kenan Kodro. Stjörnumenn vildu rangstöðu en það var tæpt hvort að Kodro hafi verið innan. Markið kom eftir laglegt samspil heimamanna og heimamenn 3-0 yfir í hálfleik. Stjörnumenn tóku því líklega feigins hendi að komast inn í hálfleikinn til að geta aðeins endurskipulagt sig og reyna að verjast dönsku risunum enn betur en þeir gerðu í fyrri hálfleik. Það gekk ekki betur en svo að strax á annarri mínútu síðari hálfleiks skoraði Kenan Kodro sitt annað mark. Fyrirgjöf frá hægri rataði beint á kollinn á honum og hann stangaði boltann í netið. Alltof auðvelt. Fimmta markið kom stundarfjórðungi fyrir leikslok og það gerði Kenan Kodro er hann fullkomnaði þrennuna. Skelfilegur varnarleikur Stjörnumanna gerði það að verkum að hann stóð aleinn í teignum eftir fyrirgjöf, tók boltann niður og kláraði færið. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 5-0 sigur heimamanna en samanlagt 7-0. Stjarnan er því úr leik í Evrópukeppninni þetta árið en liðið er í baráttu á toppi Pepsi-deildarinnar og í undanúrslitum bikarsins. FCK mætir CSKA Sofia í næstu umferð.