Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Hapoel Haifa 0-1 | FH-ingar úr leik Árni Jóhannsson skrifar 2. ágúst 2018 22:00 Davíð Þór Viðarsson. vísir/stefán FH-ingar geta gengið frá einvígi sínu á móti Hapoel Haifa með höfuðið hátt en á sama tíma verið grautfúlir með að hafa tapað leiknum í kvöld. Dagskipunin var einföld en hún var að verja markið eins og hægt var og hendast í skyndisóknir þegar færi gafst. Planið gekk fullkomlega upp í 68 mínútur tæpar en Hapoel náðu lítið að skapa sér af færum og skyndisóknir FH gáfu þeim fín skotfæri sem hefðu mátt enda í markinu. En á 68. mínútu komust gestirnir upp að endamörkum og sendu fyrir þar sem Eli Elbaz var mættur til að reka smiðshöggið á sóknina og koma gestunum yfir. Það þýddi að FH-ingar þurftu að skora mark til að komast í framlengingu en sóknarlotur þeirra báru ekki ávöxt og geta þeir nagað sig í handarbökin að hafa ekki nýtt einhverjar af skyndisóknunum sem þeir náðu í fyrri hálfleik en á góðum kafla voru þeir betra liðið sóknarlega. Það verður að eyða nokkrum orðum í dómara þessa leiks en hann átti mjög undarlegt kvöld. Dæmdi lítið sem ekkert í fyrri hálfleik og dæmdi svo á minnstu smáatriði eftir því sem leið á leikinn. Undir lokin var Rennico Clarke felldur í vítateig Hapoel Haifa en dómarinn vildi ekki sjá það og gaf til kynna að um leikaraskap var að ræða. Menn vilja meina að það hafi verið rangur dómur. Davíð Þór: Ótrúlega svekkjandi að fara ekki áframDavíð Þór Viðarsson er fyrirliði FHS2 Sport„Þetta var alveg fáránlegt í kvöld. Við vörðumst svo vel eiginlega allan leikinn og svo missum við einbeitinguna í sekúndubrot og þeir refsa okkur. Þetta er gott fótboltalið, við vissum það, það sáu það allir sem horfðu á þennan leik en það er ótrúlega súrt að hafa ekki klárað þennan leik. Við vorum með algjöra stjórn á leiknum fyrir utan þetta eina atriði þar sem þeir voru að skapa sér lítið sem ekkert,“ sagði hundfúll Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH eftir hetjulega frammistöðu sinna manna en dapurlega niðurstöðu. Hann var spurður að því hvort hans menn væru orðnir of þreyttir þegar markið kom til að bregðast við því almennilega. „Hugsanlega, við gerðum svo sem heiðarlega tilraun og sköpuðum okkur einhver tvö færi og áttum allavega að fá eitt víti. Svona er þetta bara, maður fær ekki alla dóma sem maður vill með sér. Maður er búinn að læra það í þessari Evrópukeppni, sérstaklega í þessum tveimur leikjum.“ Í kjölfarið á þessum ummælum um dómgæsluna var Davíð spurður, eins og þjálfari sinn, út í dómaranna. „Mín tilfinning var sú að hann flautaði á lítið sem ekkert sem er svo sem allt í lagi en í seinni hálfleik þá kom hann með allt aðra línu og byrjaði að flauta á hitt og þetta en dæmdi ekki á það sem var frekar augljós vítaspyrna. Svona er þetta bara, eins súrt og þetta var þá þurfum við bara að taka þessu. Ótrúlega svekkjandi að fara ekki áfram úr þessu einvígi þar sem mér fannst við eiga í fullu tréi við þá.“ Ólafur Kristjánsson: Eins og hjá Adam forðum þá er ekkert sérstakt að bíta í þetta epliÓlafur Kristjánsson, þjálfari FH.S2 SportHann var skiljanlega grautfúll hann Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftri að lið hans féll út úr Evrópukeppni félagsliða fyrr í kvöld. Hann var spurður að því hvort að eplið væri ekki extra súrt að bíta í. „Svipað eins og hjá Adam forðum þá er ekkert sérstakt að bíta í þetta epli. Ég var ánægður með liðið og var ánægður með frammistöðuna og leikinn en það var sekúndu einbeitingarleysi sem skilur á milli í þessu. Svo í þessu einvígi þá falla litlu hlutirnir og vafaatriðin ekki með okkur. Út í Ísrael skora þeir kolólöglegt mark sem er látið standa og hér gerum við tilkall til vítaspyrnu.“ „Það sem ég get haft áhrif héðan af línunni, þá voru drengirinr búnir að verjast eins vel og ég gat vonast eftir og því miður þá er ég súr með það að við förum ekki áfram í næstu umferð.“ Eins og Ólafur sagði þá vörðust FH-ingar gífurlega vel allan tímann sem þeir voru í jöfnum leik en þegar á þurfti að halda var eins og þreytan væri byrjuð að setjast í menn. „Það má kannski segja að þeir voru farnir að herja mikið á okkur vinstra megin og við vissum að nr. 14 [Gil Vermouth] væri klókur og góður í þessu svæði. Við vorum búnir að loka á þetta svæði allan leikinn en það sem við gátum ekki gert í seinni hálfleik var að komast út úr pressunni og færa boltann upp í skyndisóknir. Ég var samt tiltölulega rólegur því að þeir áttu í raun og veru engin færi. Því skilur á milli eins og við töluðum um fyrir leikinn að við þyrftum að halda fókus allan tímann.“ Því næst var Ólafur beðinn um að leggja mat á dómgæsluna í kvöld en Hvít-rússneski dómarinn átti afar undarlega frammistöðu. „Hann var bara lélegur. Það er ekkert hægt að segja neitt annað um það. Hann var bara mjög slakur í dag, því miður þá var hann ekki starfi sínu vaxinn í þessum leik.“ Þjálfarar liðanna áttu í orðaskaki undir lok leiks og eftir leik en það var mikill hiti í mönnum, sem var skiljanlegt, enda mikið undir. „Hann var ókurteis ekkert öðruvísi. Tekur hvorki í höndina á mönnum eða hagar sér eins og þjálfarar eiga að haga sér á hliðarlínunni. Það er ágætt bara að geyma hann þarna í Ísrael.“ Evrópudeild UEFA
FH-ingar geta gengið frá einvígi sínu á móti Hapoel Haifa með höfuðið hátt en á sama tíma verið grautfúlir með að hafa tapað leiknum í kvöld. Dagskipunin var einföld en hún var að verja markið eins og hægt var og hendast í skyndisóknir þegar færi gafst. Planið gekk fullkomlega upp í 68 mínútur tæpar en Hapoel náðu lítið að skapa sér af færum og skyndisóknir FH gáfu þeim fín skotfæri sem hefðu mátt enda í markinu. En á 68. mínútu komust gestirnir upp að endamörkum og sendu fyrir þar sem Eli Elbaz var mættur til að reka smiðshöggið á sóknina og koma gestunum yfir. Það þýddi að FH-ingar þurftu að skora mark til að komast í framlengingu en sóknarlotur þeirra báru ekki ávöxt og geta þeir nagað sig í handarbökin að hafa ekki nýtt einhverjar af skyndisóknunum sem þeir náðu í fyrri hálfleik en á góðum kafla voru þeir betra liðið sóknarlega. Það verður að eyða nokkrum orðum í dómara þessa leiks en hann átti mjög undarlegt kvöld. Dæmdi lítið sem ekkert í fyrri hálfleik og dæmdi svo á minnstu smáatriði eftir því sem leið á leikinn. Undir lokin var Rennico Clarke felldur í vítateig Hapoel Haifa en dómarinn vildi ekki sjá það og gaf til kynna að um leikaraskap var að ræða. Menn vilja meina að það hafi verið rangur dómur. Davíð Þór: Ótrúlega svekkjandi að fara ekki áframDavíð Þór Viðarsson er fyrirliði FHS2 Sport„Þetta var alveg fáránlegt í kvöld. Við vörðumst svo vel eiginlega allan leikinn og svo missum við einbeitinguna í sekúndubrot og þeir refsa okkur. Þetta er gott fótboltalið, við vissum það, það sáu það allir sem horfðu á þennan leik en það er ótrúlega súrt að hafa ekki klárað þennan leik. Við vorum með algjöra stjórn á leiknum fyrir utan þetta eina atriði þar sem þeir voru að skapa sér lítið sem ekkert,“ sagði hundfúll Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH eftir hetjulega frammistöðu sinna manna en dapurlega niðurstöðu. Hann var spurður að því hvort hans menn væru orðnir of þreyttir þegar markið kom til að bregðast við því almennilega. „Hugsanlega, við gerðum svo sem heiðarlega tilraun og sköpuðum okkur einhver tvö færi og áttum allavega að fá eitt víti. Svona er þetta bara, maður fær ekki alla dóma sem maður vill með sér. Maður er búinn að læra það í þessari Evrópukeppni, sérstaklega í þessum tveimur leikjum.“ Í kjölfarið á þessum ummælum um dómgæsluna var Davíð spurður, eins og þjálfari sinn, út í dómaranna. „Mín tilfinning var sú að hann flautaði á lítið sem ekkert sem er svo sem allt í lagi en í seinni hálfleik þá kom hann með allt aðra línu og byrjaði að flauta á hitt og þetta en dæmdi ekki á það sem var frekar augljós vítaspyrna. Svona er þetta bara, eins súrt og þetta var þá þurfum við bara að taka þessu. Ótrúlega svekkjandi að fara ekki áfram úr þessu einvígi þar sem mér fannst við eiga í fullu tréi við þá.“ Ólafur Kristjánsson: Eins og hjá Adam forðum þá er ekkert sérstakt að bíta í þetta epliÓlafur Kristjánsson, þjálfari FH.S2 SportHann var skiljanlega grautfúll hann Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftri að lið hans féll út úr Evrópukeppni félagsliða fyrr í kvöld. Hann var spurður að því hvort að eplið væri ekki extra súrt að bíta í. „Svipað eins og hjá Adam forðum þá er ekkert sérstakt að bíta í þetta epli. Ég var ánægður með liðið og var ánægður með frammistöðuna og leikinn en það var sekúndu einbeitingarleysi sem skilur á milli í þessu. Svo í þessu einvígi þá falla litlu hlutirnir og vafaatriðin ekki með okkur. Út í Ísrael skora þeir kolólöglegt mark sem er látið standa og hér gerum við tilkall til vítaspyrnu.“ „Það sem ég get haft áhrif héðan af línunni, þá voru drengirinr búnir að verjast eins vel og ég gat vonast eftir og því miður þá er ég súr með það að við förum ekki áfram í næstu umferð.“ Eins og Ólafur sagði þá vörðust FH-ingar gífurlega vel allan tímann sem þeir voru í jöfnum leik en þegar á þurfti að halda var eins og þreytan væri byrjuð að setjast í menn. „Það má kannski segja að þeir voru farnir að herja mikið á okkur vinstra megin og við vissum að nr. 14 [Gil Vermouth] væri klókur og góður í þessu svæði. Við vorum búnir að loka á þetta svæði allan leikinn en það sem við gátum ekki gert í seinni hálfleik var að komast út úr pressunni og færa boltann upp í skyndisóknir. Ég var samt tiltölulega rólegur því að þeir áttu í raun og veru engin færi. Því skilur á milli eins og við töluðum um fyrir leikinn að við þyrftum að halda fókus allan tímann.“ Því næst var Ólafur beðinn um að leggja mat á dómgæsluna í kvöld en Hvít-rússneski dómarinn átti afar undarlega frammistöðu. „Hann var bara lélegur. Það er ekkert hægt að segja neitt annað um það. Hann var bara mjög slakur í dag, því miður þá var hann ekki starfi sínu vaxinn í þessum leik.“ Þjálfarar liðanna áttu í orðaskaki undir lok leiks og eftir leik en það var mikill hiti í mönnum, sem var skiljanlegt, enda mikið undir. „Hann var ókurteis ekkert öðruvísi. Tekur hvorki í höndina á mönnum eða hagar sér eins og þjálfarar eiga að haga sér á hliðarlínunni. Það er ágætt bara að geyma hann þarna í Ísrael.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti