Viðskipti erlent

Huawei siglir fram úr Apple

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Huawei hefur vaxið hratt á síðustu árum.
Huawei hefur vaxið hratt á síðustu árum. Vísir/Getty
Kínverski raftækjarisinn Huawei er orðinn næststærsti snjallsímaframleiðandi heims og hefur þar með tekið fram úr Apple.

Þetta kemur fram í gögnum greiningarfyrirtækja sem ýmsir erlendir miðlar greina frá.

Vöxt Huawei má að mestu rekja til vinnu fyrirtækisins á evrópskum snjallsímamarkaði og aukins forskots heima í Kína.

Samkvæmt bæði IHS og Strategy Analytics hefur Huawei nú rúmlega 15 prósenta markaðshlutdeild, Apple rúmlega tólf prósent og Samsung nærri tuttugu prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×