Í mál við yfirvöld vegna eldanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. ágúst 2018 06:00 Aþenubúar mótmæltu viðbragðsleysi yfirvalda í hljóði á mánudag. Að minnsta kosti 92 fórust í skógareldunum á Attíkuskaga í síðustu viku. Vísir/AFP Fjölskylda tveggja fórnarlamba skógareldanna í Mati og nærliggjandi bæjum á Attíkuskaga Grikklands, sem kostuðu 92 lífið í síðustu viku, hefur lagt fram kæru á hendur yfirvöldum fylkisins, almannavörnum, slökkviliði og lögreglu. Reuters greindi frá í gær en yfirvöld eru meðal annars sökuð um íkveikju vegna vanrækslu, morð og manndráp af gáleysi. „Ég tel að þau sem áttu að vernda fólk, áttu að slökkva eldana og í raun koma í veg fyrir að þeir kviknuðu, verði sakfelld,“ sagði Antonis Foussas, lögmaður fjölskyldunnar, við Reuters. Sagðist hann jafnframt rannsaka hvernig eldarnir kviknuðu og hvort viðbrögð yfirvalda hafi verið fullnægjandi. Fórnarlömbin, hjón á áttræðisaldri, voru bæði á flótta undan eldunum þegar þau fórust. Lík þeirra fundust um 400 metra frá heimilum þeirra. Þar kom enn fremur fram að enginn embættis- eða yfirmaður frá fylkinu, sveitarfélaginu, lögreglu, slökkviliði eða almannavörnum hafi verið á svæðinu, að enginn hafi látið íbúa vita af hættunni og að ekki hafi verið gefin fyrirmæli um að rýma skyldi svæðið. Gríski prófessorinn Vassilis Digalakis greindi frá því í gær að lögregla hefði fyrir mistök beint ökumönnum í ógöngur er hún stýrði umferð í Mati. Í stað þess að beina bílum til baka út úr bænum á stofnbraut bæjarins voru bílstjórar sendir inn á þau svæði sem eldurinn stefndi á.Brunarústir í Mati.Vísir/GettyAð sögn Digalakis var ekki um að ræða nokkurn ásetning um að stefna ökumönnum í hættu heldur hafi verið um algjört samskiptaleysi lögreglu, slökkviliðs og yfirvalda að ræða. Digalakis kenndi Almannavarnastofnun Grikklands um samskiptaleysið og sagði hana hafa brugðist skyldu sinni algjörlega. Tugir dóu er þeir reyndu að flýja eftir að hafa lent í umferðarteppu í Mati. Að minnsta kosti 305 bílar eyðilögðust í eldsvoðanum. Svo heitt varð að álfelgur og rúður bílanna einfaldlega bráðnuðu. Þá hefur sömuleiðis verið greint frá því að engin opinber neyðartilkynning hafi verið send út. Því hafi íbúar varla fengið neinn tíma til að bregðast við. Þá hafi skipulag bæjarins, þröngar götur, botnlangar og skortur á opnum svæðum, verið til þess fallið að hindra að fólk kæmist undan. Kallað hefur verið eftir afsögn Yannis Kapakis, yfirmanns Almannavarnastofnunar. Kapakis sagði í viðtali í sjónvarpi, fjórum dögum fyrir hamfarirnar, að jafnt á sjó sem landi væri viðbúnaðarstigið hátt. Ekki hefur verið orðið við því ákalli. Reyndar hefur enginn embættismaður sagt af sér vegna málsins, að því er BBC greinir frá. Greek Reporter greindi frá því að ríkisstjórnin ætli að rífa 3.185 ólöglegar byggingar við strendur Attíkuskaga. Á fimmtudag sagði Panos Kammenos varnarmálaráðherra að íbúar sjálfir bæru ábyrgð á eldsvoðanum með því að hafa reist byggingarnar í leyfisleysi og þannig lokað flóttaleiðum. Yfirvöld hafa áður haldið því fram að svo virðist sem um íkveikju hafi verið að ræða. Dimitris Tzanakopoulos, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sagði á þriðjudag að ríkisstjórnin ætlaði að hefja niðurrif hið fyrsta og að sérfræðingar væru sammála um að byggingarnar hefðu gert illt verra í hamförunum. Grískir blaðamenn minntu svo á að fjölmargar ríkisstjórnir hefðu lofað að rífa byggingarnar en við það hefði ekki verið staðið vegna ótta við að baka sér óvinsældir. Birtist í Fréttablaðinu Skógareldar Tengdar fréttir „Sterkur grunur“ um íkveikju í Grikklandi Yifrvöld í Grikklandi hafa "sterkan grun“ um að skógareldar sem hafa kostað minnst 83 manns lífið hafi verið af völdum íkveikju. 27. júlí 2018 06:47 Skógareldar í Grikklandi: Ráðherra segir íbúa hafa gert illt verra með því að byggja ólöglega Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands, segir að íbúar á því svæði landsins þar sem miklir skógareldar hafa geisað undanfarna daga hafi gert illt verra með því að byggja ólöglega. 26. júlí 2018 15:14 Skógareldarnir í Grikklandi: Forsætisráðherra axlar fulla ábyrgð Forsætisráðherra Grikklands axlar fulla ábyrgð á skógareldunum í nágrenni Aþenu. 28. júlí 2018 11:34 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Fjölskylda tveggja fórnarlamba skógareldanna í Mati og nærliggjandi bæjum á Attíkuskaga Grikklands, sem kostuðu 92 lífið í síðustu viku, hefur lagt fram kæru á hendur yfirvöldum fylkisins, almannavörnum, slökkviliði og lögreglu. Reuters greindi frá í gær en yfirvöld eru meðal annars sökuð um íkveikju vegna vanrækslu, morð og manndráp af gáleysi. „Ég tel að þau sem áttu að vernda fólk, áttu að slökkva eldana og í raun koma í veg fyrir að þeir kviknuðu, verði sakfelld,“ sagði Antonis Foussas, lögmaður fjölskyldunnar, við Reuters. Sagðist hann jafnframt rannsaka hvernig eldarnir kviknuðu og hvort viðbrögð yfirvalda hafi verið fullnægjandi. Fórnarlömbin, hjón á áttræðisaldri, voru bæði á flótta undan eldunum þegar þau fórust. Lík þeirra fundust um 400 metra frá heimilum þeirra. Þar kom enn fremur fram að enginn embættis- eða yfirmaður frá fylkinu, sveitarfélaginu, lögreglu, slökkviliði eða almannavörnum hafi verið á svæðinu, að enginn hafi látið íbúa vita af hættunni og að ekki hafi verið gefin fyrirmæli um að rýma skyldi svæðið. Gríski prófessorinn Vassilis Digalakis greindi frá því í gær að lögregla hefði fyrir mistök beint ökumönnum í ógöngur er hún stýrði umferð í Mati. Í stað þess að beina bílum til baka út úr bænum á stofnbraut bæjarins voru bílstjórar sendir inn á þau svæði sem eldurinn stefndi á.Brunarústir í Mati.Vísir/GettyAð sögn Digalakis var ekki um að ræða nokkurn ásetning um að stefna ökumönnum í hættu heldur hafi verið um algjört samskiptaleysi lögreglu, slökkviliðs og yfirvalda að ræða. Digalakis kenndi Almannavarnastofnun Grikklands um samskiptaleysið og sagði hana hafa brugðist skyldu sinni algjörlega. Tugir dóu er þeir reyndu að flýja eftir að hafa lent í umferðarteppu í Mati. Að minnsta kosti 305 bílar eyðilögðust í eldsvoðanum. Svo heitt varð að álfelgur og rúður bílanna einfaldlega bráðnuðu. Þá hefur sömuleiðis verið greint frá því að engin opinber neyðartilkynning hafi verið send út. Því hafi íbúar varla fengið neinn tíma til að bregðast við. Þá hafi skipulag bæjarins, þröngar götur, botnlangar og skortur á opnum svæðum, verið til þess fallið að hindra að fólk kæmist undan. Kallað hefur verið eftir afsögn Yannis Kapakis, yfirmanns Almannavarnastofnunar. Kapakis sagði í viðtali í sjónvarpi, fjórum dögum fyrir hamfarirnar, að jafnt á sjó sem landi væri viðbúnaðarstigið hátt. Ekki hefur verið orðið við því ákalli. Reyndar hefur enginn embættismaður sagt af sér vegna málsins, að því er BBC greinir frá. Greek Reporter greindi frá því að ríkisstjórnin ætli að rífa 3.185 ólöglegar byggingar við strendur Attíkuskaga. Á fimmtudag sagði Panos Kammenos varnarmálaráðherra að íbúar sjálfir bæru ábyrgð á eldsvoðanum með því að hafa reist byggingarnar í leyfisleysi og þannig lokað flóttaleiðum. Yfirvöld hafa áður haldið því fram að svo virðist sem um íkveikju hafi verið að ræða. Dimitris Tzanakopoulos, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sagði á þriðjudag að ríkisstjórnin ætlaði að hefja niðurrif hið fyrsta og að sérfræðingar væru sammála um að byggingarnar hefðu gert illt verra í hamförunum. Grískir blaðamenn minntu svo á að fjölmargar ríkisstjórnir hefðu lofað að rífa byggingarnar en við það hefði ekki verið staðið vegna ótta við að baka sér óvinsældir.
Birtist í Fréttablaðinu Skógareldar Tengdar fréttir „Sterkur grunur“ um íkveikju í Grikklandi Yifrvöld í Grikklandi hafa "sterkan grun“ um að skógareldar sem hafa kostað minnst 83 manns lífið hafi verið af völdum íkveikju. 27. júlí 2018 06:47 Skógareldar í Grikklandi: Ráðherra segir íbúa hafa gert illt verra með því að byggja ólöglega Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands, segir að íbúar á því svæði landsins þar sem miklir skógareldar hafa geisað undanfarna daga hafi gert illt verra með því að byggja ólöglega. 26. júlí 2018 15:14 Skógareldarnir í Grikklandi: Forsætisráðherra axlar fulla ábyrgð Forsætisráðherra Grikklands axlar fulla ábyrgð á skógareldunum í nágrenni Aþenu. 28. júlí 2018 11:34 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
„Sterkur grunur“ um íkveikju í Grikklandi Yifrvöld í Grikklandi hafa "sterkan grun“ um að skógareldar sem hafa kostað minnst 83 manns lífið hafi verið af völdum íkveikju. 27. júlí 2018 06:47
Skógareldar í Grikklandi: Ráðherra segir íbúa hafa gert illt verra með því að byggja ólöglega Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands, segir að íbúar á því svæði landsins þar sem miklir skógareldar hafa geisað undanfarna daga hafi gert illt verra með því að byggja ólöglega. 26. júlí 2018 15:14
Skógareldarnir í Grikklandi: Forsætisráðherra axlar fulla ábyrgð Forsætisráðherra Grikklands axlar fulla ábyrgð á skógareldunum í nágrenni Aþenu. 28. júlí 2018 11:34