Í mál við yfirvöld vegna eldanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. ágúst 2018 06:00 Aþenubúar mótmæltu viðbragðsleysi yfirvalda í hljóði á mánudag. Að minnsta kosti 92 fórust í skógareldunum á Attíkuskaga í síðustu viku. Vísir/AFP Fjölskylda tveggja fórnarlamba skógareldanna í Mati og nærliggjandi bæjum á Attíkuskaga Grikklands, sem kostuðu 92 lífið í síðustu viku, hefur lagt fram kæru á hendur yfirvöldum fylkisins, almannavörnum, slökkviliði og lögreglu. Reuters greindi frá í gær en yfirvöld eru meðal annars sökuð um íkveikju vegna vanrækslu, morð og manndráp af gáleysi. „Ég tel að þau sem áttu að vernda fólk, áttu að slökkva eldana og í raun koma í veg fyrir að þeir kviknuðu, verði sakfelld,“ sagði Antonis Foussas, lögmaður fjölskyldunnar, við Reuters. Sagðist hann jafnframt rannsaka hvernig eldarnir kviknuðu og hvort viðbrögð yfirvalda hafi verið fullnægjandi. Fórnarlömbin, hjón á áttræðisaldri, voru bæði á flótta undan eldunum þegar þau fórust. Lík þeirra fundust um 400 metra frá heimilum þeirra. Þar kom enn fremur fram að enginn embættis- eða yfirmaður frá fylkinu, sveitarfélaginu, lögreglu, slökkviliði eða almannavörnum hafi verið á svæðinu, að enginn hafi látið íbúa vita af hættunni og að ekki hafi verið gefin fyrirmæli um að rýma skyldi svæðið. Gríski prófessorinn Vassilis Digalakis greindi frá því í gær að lögregla hefði fyrir mistök beint ökumönnum í ógöngur er hún stýrði umferð í Mati. Í stað þess að beina bílum til baka út úr bænum á stofnbraut bæjarins voru bílstjórar sendir inn á þau svæði sem eldurinn stefndi á.Brunarústir í Mati.Vísir/GettyAð sögn Digalakis var ekki um að ræða nokkurn ásetning um að stefna ökumönnum í hættu heldur hafi verið um algjört samskiptaleysi lögreglu, slökkviliðs og yfirvalda að ræða. Digalakis kenndi Almannavarnastofnun Grikklands um samskiptaleysið og sagði hana hafa brugðist skyldu sinni algjörlega. Tugir dóu er þeir reyndu að flýja eftir að hafa lent í umferðarteppu í Mati. Að minnsta kosti 305 bílar eyðilögðust í eldsvoðanum. Svo heitt varð að álfelgur og rúður bílanna einfaldlega bráðnuðu. Þá hefur sömuleiðis verið greint frá því að engin opinber neyðartilkynning hafi verið send út. Því hafi íbúar varla fengið neinn tíma til að bregðast við. Þá hafi skipulag bæjarins, þröngar götur, botnlangar og skortur á opnum svæðum, verið til þess fallið að hindra að fólk kæmist undan. Kallað hefur verið eftir afsögn Yannis Kapakis, yfirmanns Almannavarnastofnunar. Kapakis sagði í viðtali í sjónvarpi, fjórum dögum fyrir hamfarirnar, að jafnt á sjó sem landi væri viðbúnaðarstigið hátt. Ekki hefur verið orðið við því ákalli. Reyndar hefur enginn embættismaður sagt af sér vegna málsins, að því er BBC greinir frá. Greek Reporter greindi frá því að ríkisstjórnin ætli að rífa 3.185 ólöglegar byggingar við strendur Attíkuskaga. Á fimmtudag sagði Panos Kammenos varnarmálaráðherra að íbúar sjálfir bæru ábyrgð á eldsvoðanum með því að hafa reist byggingarnar í leyfisleysi og þannig lokað flóttaleiðum. Yfirvöld hafa áður haldið því fram að svo virðist sem um íkveikju hafi verið að ræða. Dimitris Tzanakopoulos, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sagði á þriðjudag að ríkisstjórnin ætlaði að hefja niðurrif hið fyrsta og að sérfræðingar væru sammála um að byggingarnar hefðu gert illt verra í hamförunum. Grískir blaðamenn minntu svo á að fjölmargar ríkisstjórnir hefðu lofað að rífa byggingarnar en við það hefði ekki verið staðið vegna ótta við að baka sér óvinsældir. Birtist í Fréttablaðinu Skógareldar Tengdar fréttir „Sterkur grunur“ um íkveikju í Grikklandi Yifrvöld í Grikklandi hafa "sterkan grun“ um að skógareldar sem hafa kostað minnst 83 manns lífið hafi verið af völdum íkveikju. 27. júlí 2018 06:47 Skógareldar í Grikklandi: Ráðherra segir íbúa hafa gert illt verra með því að byggja ólöglega Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands, segir að íbúar á því svæði landsins þar sem miklir skógareldar hafa geisað undanfarna daga hafi gert illt verra með því að byggja ólöglega. 26. júlí 2018 15:14 Skógareldarnir í Grikklandi: Forsætisráðherra axlar fulla ábyrgð Forsætisráðherra Grikklands axlar fulla ábyrgð á skógareldunum í nágrenni Aþenu. 28. júlí 2018 11:34 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Fjölskylda tveggja fórnarlamba skógareldanna í Mati og nærliggjandi bæjum á Attíkuskaga Grikklands, sem kostuðu 92 lífið í síðustu viku, hefur lagt fram kæru á hendur yfirvöldum fylkisins, almannavörnum, slökkviliði og lögreglu. Reuters greindi frá í gær en yfirvöld eru meðal annars sökuð um íkveikju vegna vanrækslu, morð og manndráp af gáleysi. „Ég tel að þau sem áttu að vernda fólk, áttu að slökkva eldana og í raun koma í veg fyrir að þeir kviknuðu, verði sakfelld,“ sagði Antonis Foussas, lögmaður fjölskyldunnar, við Reuters. Sagðist hann jafnframt rannsaka hvernig eldarnir kviknuðu og hvort viðbrögð yfirvalda hafi verið fullnægjandi. Fórnarlömbin, hjón á áttræðisaldri, voru bæði á flótta undan eldunum þegar þau fórust. Lík þeirra fundust um 400 metra frá heimilum þeirra. Þar kom enn fremur fram að enginn embættis- eða yfirmaður frá fylkinu, sveitarfélaginu, lögreglu, slökkviliði eða almannavörnum hafi verið á svæðinu, að enginn hafi látið íbúa vita af hættunni og að ekki hafi verið gefin fyrirmæli um að rýma skyldi svæðið. Gríski prófessorinn Vassilis Digalakis greindi frá því í gær að lögregla hefði fyrir mistök beint ökumönnum í ógöngur er hún stýrði umferð í Mati. Í stað þess að beina bílum til baka út úr bænum á stofnbraut bæjarins voru bílstjórar sendir inn á þau svæði sem eldurinn stefndi á.Brunarústir í Mati.Vísir/GettyAð sögn Digalakis var ekki um að ræða nokkurn ásetning um að stefna ökumönnum í hættu heldur hafi verið um algjört samskiptaleysi lögreglu, slökkviliðs og yfirvalda að ræða. Digalakis kenndi Almannavarnastofnun Grikklands um samskiptaleysið og sagði hana hafa brugðist skyldu sinni algjörlega. Tugir dóu er þeir reyndu að flýja eftir að hafa lent í umferðarteppu í Mati. Að minnsta kosti 305 bílar eyðilögðust í eldsvoðanum. Svo heitt varð að álfelgur og rúður bílanna einfaldlega bráðnuðu. Þá hefur sömuleiðis verið greint frá því að engin opinber neyðartilkynning hafi verið send út. Því hafi íbúar varla fengið neinn tíma til að bregðast við. Þá hafi skipulag bæjarins, þröngar götur, botnlangar og skortur á opnum svæðum, verið til þess fallið að hindra að fólk kæmist undan. Kallað hefur verið eftir afsögn Yannis Kapakis, yfirmanns Almannavarnastofnunar. Kapakis sagði í viðtali í sjónvarpi, fjórum dögum fyrir hamfarirnar, að jafnt á sjó sem landi væri viðbúnaðarstigið hátt. Ekki hefur verið orðið við því ákalli. Reyndar hefur enginn embættismaður sagt af sér vegna málsins, að því er BBC greinir frá. Greek Reporter greindi frá því að ríkisstjórnin ætli að rífa 3.185 ólöglegar byggingar við strendur Attíkuskaga. Á fimmtudag sagði Panos Kammenos varnarmálaráðherra að íbúar sjálfir bæru ábyrgð á eldsvoðanum með því að hafa reist byggingarnar í leyfisleysi og þannig lokað flóttaleiðum. Yfirvöld hafa áður haldið því fram að svo virðist sem um íkveikju hafi verið að ræða. Dimitris Tzanakopoulos, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sagði á þriðjudag að ríkisstjórnin ætlaði að hefja niðurrif hið fyrsta og að sérfræðingar væru sammála um að byggingarnar hefðu gert illt verra í hamförunum. Grískir blaðamenn minntu svo á að fjölmargar ríkisstjórnir hefðu lofað að rífa byggingarnar en við það hefði ekki verið staðið vegna ótta við að baka sér óvinsældir.
Birtist í Fréttablaðinu Skógareldar Tengdar fréttir „Sterkur grunur“ um íkveikju í Grikklandi Yifrvöld í Grikklandi hafa "sterkan grun“ um að skógareldar sem hafa kostað minnst 83 manns lífið hafi verið af völdum íkveikju. 27. júlí 2018 06:47 Skógareldar í Grikklandi: Ráðherra segir íbúa hafa gert illt verra með því að byggja ólöglega Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands, segir að íbúar á því svæði landsins þar sem miklir skógareldar hafa geisað undanfarna daga hafi gert illt verra með því að byggja ólöglega. 26. júlí 2018 15:14 Skógareldarnir í Grikklandi: Forsætisráðherra axlar fulla ábyrgð Forsætisráðherra Grikklands axlar fulla ábyrgð á skógareldunum í nágrenni Aþenu. 28. júlí 2018 11:34 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
„Sterkur grunur“ um íkveikju í Grikklandi Yifrvöld í Grikklandi hafa "sterkan grun“ um að skógareldar sem hafa kostað minnst 83 manns lífið hafi verið af völdum íkveikju. 27. júlí 2018 06:47
Skógareldar í Grikklandi: Ráðherra segir íbúa hafa gert illt verra með því að byggja ólöglega Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands, segir að íbúar á því svæði landsins þar sem miklir skógareldar hafa geisað undanfarna daga hafi gert illt verra með því að byggja ólöglega. 26. júlí 2018 15:14
Skógareldarnir í Grikklandi: Forsætisráðherra axlar fulla ábyrgð Forsætisráðherra Grikklands axlar fulla ábyrgð á skógareldunum í nágrenni Aþenu. 28. júlí 2018 11:34