Teljum okkur hafa fundið höggstaði í leiknum í Ísrael Hjörvar Ólafsson skrifar 2. ágúst 2018 11:00 FH-ingar eru í ágætri stöðu fyrir seinni leikinn á móti Hapoel Haifa. Vísir/Eyþór Það kemur í ljós í kvöld hvort Ísland mun eiga fulltrúa í þriðju umferð í forkeppni Evrópudeildar karla í knattspyrnu. FH, Valur og Stjarnan leika þá seinni leiki sína í einvígjum sínum í annarri umferðinni. FH og Valur eru í heimahögum sínum á meðan Stjarnan fer til Kaupmannahafnar. FH fær ísraelska liðið Hapoel Haifa í heimsókn í Kaplakrika, en fyrri leiknum í miklum hita og raka í Haifa lyktaði með 1-1-jafntefli. Miðvörðurinn Eddi Gomes skoraði mikilvægt útivallarmark Hafnfirðinga í Ísrael. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, telur að liðið eigi ágætis möguleika á að komast áfram, en liðið verði í hlutverki Davíðs gegn Golíat í leik liðanna á morgun. „Við munum líklega liggja aftarlega og treysta á skyndisóknir í þessum leik líkt og við gerðum í útileiknum. Við horfðum á leikinn aftur og sáum þá höggstað á þeim og að við hefðum getað verið rólegri á boltann þegar við unnum hann. Þeir eru ekki í góðu leikformi og þeir sækja á mörgum leikmönnum þegar þeir herja á andstæðinga sína. Það er því nóg pláss til að sækja í þegar þeir tapa boltanum,“ sagði Davíð Þór í samtali við Fréttablaðið. „Það er spennandi verkefni í boði í þriðju umferðinni hvort sem það verður Sarajevó eða Atalanta. Það er alltaf meiri fiðringur fyrir Evrópuleiki en aðra leiki og við hlökkum mikið til þessa leiks. Við erum orðnir reynslumiklir, margir í leikmannahópnum, á þessum vettvangi og við bættum við okkur leikmönnum fyrir þetta keppnistímabil sem eiga þó nokkra Evrópuleiki undir beltinu. Það ætti að koma okkur til góða í þessu erfiða verkefni,“ sagði Davíð Þór enn fremur. Valur mætir svo Santa Coloma frá Andorra á Origo-vellinum að Hlíðarenda, en þar þurfa Valsmenn að snúa taflinu sér í hag eftir svekkjandi 1-0-tap ytra. Ólafur Jóhannesson getur ekki stýrt liði sínu í þessum leik þar sem hann afplánar tveggja leikja bann fyrir að ýja að því að maðkur væri í mysunni hjá UEFA þegar liðið féll úr leik fyrir Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar. Stjarnan fer með veika von til Danmerkur þar sem liðið mætir FB Köbenhavn, en liðið laut í lægra haldi í fyrri leiknum á Samsung-vellinum. Þar reið danski landsliðsmaðurinn Viktor Fischer baggamuninn, en hann lagði upp fyrra mark danska liðsins og skoraði það seinna eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. Lokatölur urðu 2-0 og vonandi að Stjarnan nái að velgja danska liðinu undir uggum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Það kemur í ljós í kvöld hvort Ísland mun eiga fulltrúa í þriðju umferð í forkeppni Evrópudeildar karla í knattspyrnu. FH, Valur og Stjarnan leika þá seinni leiki sína í einvígjum sínum í annarri umferðinni. FH og Valur eru í heimahögum sínum á meðan Stjarnan fer til Kaupmannahafnar. FH fær ísraelska liðið Hapoel Haifa í heimsókn í Kaplakrika, en fyrri leiknum í miklum hita og raka í Haifa lyktaði með 1-1-jafntefli. Miðvörðurinn Eddi Gomes skoraði mikilvægt útivallarmark Hafnfirðinga í Ísrael. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, telur að liðið eigi ágætis möguleika á að komast áfram, en liðið verði í hlutverki Davíðs gegn Golíat í leik liðanna á morgun. „Við munum líklega liggja aftarlega og treysta á skyndisóknir í þessum leik líkt og við gerðum í útileiknum. Við horfðum á leikinn aftur og sáum þá höggstað á þeim og að við hefðum getað verið rólegri á boltann þegar við unnum hann. Þeir eru ekki í góðu leikformi og þeir sækja á mörgum leikmönnum þegar þeir herja á andstæðinga sína. Það er því nóg pláss til að sækja í þegar þeir tapa boltanum,“ sagði Davíð Þór í samtali við Fréttablaðið. „Það er spennandi verkefni í boði í þriðju umferðinni hvort sem það verður Sarajevó eða Atalanta. Það er alltaf meiri fiðringur fyrir Evrópuleiki en aðra leiki og við hlökkum mikið til þessa leiks. Við erum orðnir reynslumiklir, margir í leikmannahópnum, á þessum vettvangi og við bættum við okkur leikmönnum fyrir þetta keppnistímabil sem eiga þó nokkra Evrópuleiki undir beltinu. Það ætti að koma okkur til góða í þessu erfiða verkefni,“ sagði Davíð Þór enn fremur. Valur mætir svo Santa Coloma frá Andorra á Origo-vellinum að Hlíðarenda, en þar þurfa Valsmenn að snúa taflinu sér í hag eftir svekkjandi 1-0-tap ytra. Ólafur Jóhannesson getur ekki stýrt liði sínu í þessum leik þar sem hann afplánar tveggja leikja bann fyrir að ýja að því að maðkur væri í mysunni hjá UEFA þegar liðið féll úr leik fyrir Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar. Stjarnan fer með veika von til Danmerkur þar sem liðið mætir FB Köbenhavn, en liðið laut í lægra haldi í fyrri leiknum á Samsung-vellinum. Þar reið danski landsliðsmaðurinn Viktor Fischer baggamuninn, en hann lagði upp fyrra mark danska liðsins og skoraði það seinna eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. Lokatölur urðu 2-0 og vonandi að Stjarnan nái að velgja danska liðinu undir uggum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira