Hversu vel þekkja efnilegustu spretthlauparar landsins hvor aðra? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 15:30 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tiana Ósk Whitworth. Skjámynd/Youtube/Iceland Athletics Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tiana Ósk Whitworth hafa heldur betur stimplað sig inn í sögu íslenskra spretthlaupara þrátt fyrir ungan aldur. Þær eru nú spretthörðustu stelpur landsins og Frjálsíþróttsambandið leyfði landsmönnum að kynnast þeim aðeins betur í nýju myndbandi. Báðar hafa þær verið að slá gömul Íslandsmet á þessu ári sem og að slá hin ýmsu aldursflokkmet. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð síðan Evrópumeistari í 100 metra spretthlaupi á á EM U18 í Ungverjalandi í byrjun júlí. Guðbjörg Jóna vann einnig brons í 200 metra hlaupi á Evrópumótinu. Þær Guðbjörg Jóna og Tiana Ósk hafa oft verið að keppa um sömu Íslandsmetin í ár og jafnvel að taka met af hvorri annarri. Þær eru samt vinkonur þrátt fyrir mikla samkeppni og vinna vel saman í boðhlaupum. Báðar tóku þær Guðbjörg Jóna og Tiana Ósk þannig þátt í því að bæta Íslandsmetið í 4×100 metra boðhlaupi á 92. Meistaramóti Íslands á dögunum. Þær skipuðu sveit ÍR ásamt Hrafnhildi Eir Hermóðsdóttur og Helgu Margréti Haraldsdóttur og hlupu á tímanum 46,29 sekúndum. Frjálsíþróttasambandið hafði trú á því að þær stelpur þekki hvora aðra mjög vel en ákvað að láta reyna á það og komast hreinlega að því hversu vel þekkja efnilegustu spretthlauparar landsins hvora aðra? Myndbandið er hér fyrir neðan en þar eru þær Guðbjörg Jóna og Tiana Ósk látnar svara spurningum um hvor aðra. Þær hafa mjög gaman af og mikið er hlegið í þessum skemmtilega myndbandi sem má sjá hér fyrir neðan. Spurningarnar eru af ýmsmum toga og eru vissulega ekki allar eins vinsælar eða eins erfiðar. Þetta er að sjálfsögðu sett upp sem keppni á milli þessara miklu keppnismanneskja og í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hvor hafði betur. Frjálsar íþróttir Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Sjá meira
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tiana Ósk Whitworth hafa heldur betur stimplað sig inn í sögu íslenskra spretthlaupara þrátt fyrir ungan aldur. Þær eru nú spretthörðustu stelpur landsins og Frjálsíþróttsambandið leyfði landsmönnum að kynnast þeim aðeins betur í nýju myndbandi. Báðar hafa þær verið að slá gömul Íslandsmet á þessu ári sem og að slá hin ýmsu aldursflokkmet. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð síðan Evrópumeistari í 100 metra spretthlaupi á á EM U18 í Ungverjalandi í byrjun júlí. Guðbjörg Jóna vann einnig brons í 200 metra hlaupi á Evrópumótinu. Þær Guðbjörg Jóna og Tiana Ósk hafa oft verið að keppa um sömu Íslandsmetin í ár og jafnvel að taka met af hvorri annarri. Þær eru samt vinkonur þrátt fyrir mikla samkeppni og vinna vel saman í boðhlaupum. Báðar tóku þær Guðbjörg Jóna og Tiana Ósk þannig þátt í því að bæta Íslandsmetið í 4×100 metra boðhlaupi á 92. Meistaramóti Íslands á dögunum. Þær skipuðu sveit ÍR ásamt Hrafnhildi Eir Hermóðsdóttur og Helgu Margréti Haraldsdóttur og hlupu á tímanum 46,29 sekúndum. Frjálsíþróttasambandið hafði trú á því að þær stelpur þekki hvora aðra mjög vel en ákvað að láta reyna á það og komast hreinlega að því hversu vel þekkja efnilegustu spretthlauparar landsins hvora aðra? Myndbandið er hér fyrir neðan en þar eru þær Guðbjörg Jóna og Tiana Ósk látnar svara spurningum um hvor aðra. Þær hafa mjög gaman af og mikið er hlegið í þessum skemmtilega myndbandi sem má sjá hér fyrir neðan. Spurningarnar eru af ýmsmum toga og eru vissulega ekki allar eins vinsælar eða eins erfiðar. Þetta er að sjálfsögðu sett upp sem keppni á milli þessara miklu keppnismanneskja og í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hvor hafði betur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Sjá meira