Fá 550 dali fyrir að leggja einkabílnum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Þjónusta Lyft nýtur mikilla vinsælda vestanhafs. Vísir/Getty Bandaríska farveitan Lyft hefur ákveðið að gefa eitt hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 dali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur, gegn því að þeir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. Með framtakinu vilja forsvarsmenn Lyft varpa ljósi á þann mikla kostnað sem felst í því að reka einkabíl og vekja um leið athygli á þeim ódýru samgöngumátum sem standa almenningi til boða, svo sem almenningssamgöngum og þjónustu farveitna á borð við Lyft, Zipcar og Divy Bike. Keppnin er aðeins opin þeim fyrstu hundrað Chicagobúum sem skrá sig til leiks en hún stendur yfir frá 1. til 31. ágúst. Þátttakendur munu fá inneign upp á 300 dali í Lyft, 45 dala inneign í Divy Bike, 100 dala inneign í Zipcar og mánaðarkort í almenningssamgöngur að virði 105 dalir. „Við erum bókstaflega að biðja fólk um að losa sig við bílana sína,“ segir David Katcher, framkvæmdastjóri hjá Lyft. „Í raun erum við að veita fólki tækifæri til þess að leggja bílnum sínum í þrjátíu daga og gefa því allt sem það þarf til þess að ferðast um borgina.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tækni Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríska farveitan Lyft hefur ákveðið að gefa eitt hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 dali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur, gegn því að þeir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. Með framtakinu vilja forsvarsmenn Lyft varpa ljósi á þann mikla kostnað sem felst í því að reka einkabíl og vekja um leið athygli á þeim ódýru samgöngumátum sem standa almenningi til boða, svo sem almenningssamgöngum og þjónustu farveitna á borð við Lyft, Zipcar og Divy Bike. Keppnin er aðeins opin þeim fyrstu hundrað Chicagobúum sem skrá sig til leiks en hún stendur yfir frá 1. til 31. ágúst. Þátttakendur munu fá inneign upp á 300 dali í Lyft, 45 dala inneign í Divy Bike, 100 dala inneign í Zipcar og mánaðarkort í almenningssamgöngur að virði 105 dalir. „Við erum bókstaflega að biðja fólk um að losa sig við bílana sína,“ segir David Katcher, framkvæmdastjóri hjá Lyft. „Í raun erum við að veita fólki tækifæri til þess að leggja bílnum sínum í þrjátíu daga og gefa því allt sem það þarf til þess að ferðast um borgina.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tækni Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira