Viðskipti innlent

Allianz með 450 milljóna hagnað

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Hagnaður Allianz dróst saman um 33 milljónir.
Hagnaður Allianz dróst saman um 33 milljónir. fréttablaðið/Anton Brink
Allianz á Íslandi hagnaðist um 448 milljónir króna í fyrra og dróst hagnaður félagsins saman um 6,9 prósent frá fyrra ári.

Félagið, sem er umboðsaðili þýska tryggingafélagsins Allianz, skilaði 1.231 milljón króna rekstrartekjum í fyrra, 2,5 prósent meira en árið á undan. Rekstrargjöld voru 704 milljónir u og hækkuðu um 12 prósent.

Allianz á Íslandi átti eignir upp á 1.420 milljónir króna í lok síðasta árs borið saman við 1.337 milljóna króna eignir í lok árs 2016. Félagið er að fullu í eigu Hrings, dótturfélags Íslandsbanka.




Tengdar fréttir

Ólík lífeyrissparnaðarform oft lögð að jöfnu

Meðalkostnaðarhlutfall í lífeyristryggingasamningum umboðsaðila Allianz á Íslandi er tæplega 25 prósent á ári fyrstu fimm ár samningstímans ef samið er til meira en 40 ára. Samanlagður hagnaður var 908 milljónir króna árin 2015 og 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×