Forseti Indónesíu brunar um borg og bí á bifhjóli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. ágúst 2018 23:03 Joko Widodo, forseti Indónesíu. Vísir/Getty Forseti Indónesíu, Joko Widodo, hefur heldur betur vakið lukku á samfélagsmiðlum eftir að myndskeiði sem sýnt var á opnunarhátíð hinna árlegu Asíuleika, sem nú eru haldnir í 18. skipti, var deilt á internetinu. Í myndskeiðinu sést Widodo bruna um götur Jakarta á mótorhjóli. Myndbandið sýnir hinn 57 ára gamla forseta á leið með bifreið sinni á umrædda opnunarhátíð. Hann verður fyrir því óhappi að lenda í mikilli og hægfara umferð, en Jakarta, höfuðborg Indónesíu, er einmitt þekkt fyrir mikinn umferðarþunga. Widodo deyr þó ekki ráðalaus og skellir sér á mótorhjól og brunar yfir, undir og á milli ýmissa hindrana sem á vegi hans verða. Myndbandið endar síðan á því að Widodo mætir á aðalleikvang Jakarta og fær sér sæti þar sem opnunarhátíðin er í þann mund að hefjast. Myndbandið hefur vakið gríðarlega lukku í netheimum og nálgast óðfluga milljón áhorf á YouTube. Þá hefur myndbandið farið eins og eldur í sinu um Twitter, og myllumerkin #proudtobeindonesian og #stuntman fóru á flug á samfélagsmiðlinum. Sitt sýnist þó hverjum um uppátæki forsetans, en pólitískir andstæðingar hans hafa sakað hann um að reyna með þessu að fegra ímynd sína gagnvart ungum kjósendum og beina þannig athyglinni frá þeim vandamálum sem Indónesía glímir við um þessar mundir. Myndskeiðið má sjá hér að neðan.Presiden Jokowi hadir di Stadion Gelora Bung Karno.#AsianGames2018#EnergyofAsia#OpeningCeremonyAsianGames2018pic.twitter.com/eiZ36LGC81 — NET. (@netmediatama) August 18, 2018 Indónesía Lífið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Forseti Indónesíu, Joko Widodo, hefur heldur betur vakið lukku á samfélagsmiðlum eftir að myndskeiði sem sýnt var á opnunarhátíð hinna árlegu Asíuleika, sem nú eru haldnir í 18. skipti, var deilt á internetinu. Í myndskeiðinu sést Widodo bruna um götur Jakarta á mótorhjóli. Myndbandið sýnir hinn 57 ára gamla forseta á leið með bifreið sinni á umrædda opnunarhátíð. Hann verður fyrir því óhappi að lenda í mikilli og hægfara umferð, en Jakarta, höfuðborg Indónesíu, er einmitt þekkt fyrir mikinn umferðarþunga. Widodo deyr þó ekki ráðalaus og skellir sér á mótorhjól og brunar yfir, undir og á milli ýmissa hindrana sem á vegi hans verða. Myndbandið endar síðan á því að Widodo mætir á aðalleikvang Jakarta og fær sér sæti þar sem opnunarhátíðin er í þann mund að hefjast. Myndbandið hefur vakið gríðarlega lukku í netheimum og nálgast óðfluga milljón áhorf á YouTube. Þá hefur myndbandið farið eins og eldur í sinu um Twitter, og myllumerkin #proudtobeindonesian og #stuntman fóru á flug á samfélagsmiðlinum. Sitt sýnist þó hverjum um uppátæki forsetans, en pólitískir andstæðingar hans hafa sakað hann um að reyna með þessu að fegra ímynd sína gagnvart ungum kjósendum og beina þannig athyglinni frá þeim vandamálum sem Indónesía glímir við um þessar mundir. Myndskeiðið má sjá hér að neðan.Presiden Jokowi hadir di Stadion Gelora Bung Karno.#AsianGames2018#EnergyofAsia#OpeningCeremonyAsianGames2018pic.twitter.com/eiZ36LGC81 — NET. (@netmediatama) August 18, 2018
Indónesía Lífið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira