Óli Stefán: Þoli ekki að fljóta bara með Smári Jökull Jónsson skrifar 19. ágúst 2018 20:26 Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur. Vísir/Andri Marínó „Ég er bara hundfúll að hafa ekki tekið þrjú stig. Við lögðum mikla vinnu í vikunni í undirbúning fyrir leik gegn frábæru Stjörnuliði. Við skilum vikunni inn í leikinn með góðri frammistöðu, erum að skapa okkur fullt af færum og góðum stöðum til að skora fjögur mörk í dag,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir dramatískt jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli í dag. „Við fórum ekki vel með færin en úr því sem komið var, við að elta og lítið eftir, þá er geggjaður karakter að jafna og ná í vel verðskuldað stig,“ bætti Óli við. Grindvíkingar voru í frábærri stöðu til að komast yfir hálfri mínútu áður en Stjarnan skoraði sitt annað mark á 86.mínútu en Rene Joensen fór þá illa með góða sókn þar sem heimamenn voru þrír gegn tveimur. Þjálfarar Grindavíkur voru ekkert að fela gremju sína eftir það atvik. „Ég viðurkenni það að ég varð brjálaður. Auðvitað gerist svona í fótboltaleikjum og menn mega auðvitað gera mistök en við verðum að nýta þessi tækifæri vel gegn þessum toppliðum.“ „Einbeitingin þarf að vera 100% og ef að það hefði verið, þetta var vissulega seint í leiknum og menn orðnir þreyttir, en ef hann hefði gefið sekúndu fyrr þá hefði Will farið einn gegn markmanni og hugsanlega skorað sigurmark. Við fáum mark á okkur í staðinn sem gerir tilfinninguna enn súrari,“ sagði Óli Stefán. Grindvíkingar eru með í baráttu um hið mikilvæga 4.sæti og sagði Óli Stefán að þeir þyrftu að horfa á liðin fyrir ofan sig og stefna þangað. „Ég spurði strákana eftir Valsleikinn: Trúið þið að við séum nógu góðir til að vera í topp sex baráttu og Evrópubardaga? Þessari spurningu þurftu þeir að svara með frábærum æfingum og frammistöðu í dag. Þeir svöruðu spurningunni frábærlega og það var aðalmálið eftir Valsleikinn.“ „Ég þoli ekki að fljóta bara með í deildinni mig langar að gera eitthvað meira og nú þurfum við bara að horfa upp fyrir okkur og á tækifærin þar. Það er miklu skemmtilegri barátta og okkar strákar þurfa að taka þroskaskrefið og með frammistöðunni í dag kom svarið sterkt frá þeim. Frammistaðan þarf svo að skila sér í næstu leiki líka,“ sagði Óli Stefán að endingu. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 2-2 │Tvö mörk í lokin í dramatísku jafntefli Grindavík og Stjarnan skildu jöfn í dramatískum leik í 17.umferð Pepsi-deildarinnar í Grindavík í kvöld. Stjarnan komst yfir á 86.mínútu en varamaðurinn Will Daniels jafnaði á lokamínútu leiksins og tryggði heimamönnum stigið. 19. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
„Ég er bara hundfúll að hafa ekki tekið þrjú stig. Við lögðum mikla vinnu í vikunni í undirbúning fyrir leik gegn frábæru Stjörnuliði. Við skilum vikunni inn í leikinn með góðri frammistöðu, erum að skapa okkur fullt af færum og góðum stöðum til að skora fjögur mörk í dag,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir dramatískt jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli í dag. „Við fórum ekki vel með færin en úr því sem komið var, við að elta og lítið eftir, þá er geggjaður karakter að jafna og ná í vel verðskuldað stig,“ bætti Óli við. Grindvíkingar voru í frábærri stöðu til að komast yfir hálfri mínútu áður en Stjarnan skoraði sitt annað mark á 86.mínútu en Rene Joensen fór þá illa með góða sókn þar sem heimamenn voru þrír gegn tveimur. Þjálfarar Grindavíkur voru ekkert að fela gremju sína eftir það atvik. „Ég viðurkenni það að ég varð brjálaður. Auðvitað gerist svona í fótboltaleikjum og menn mega auðvitað gera mistök en við verðum að nýta þessi tækifæri vel gegn þessum toppliðum.“ „Einbeitingin þarf að vera 100% og ef að það hefði verið, þetta var vissulega seint í leiknum og menn orðnir þreyttir, en ef hann hefði gefið sekúndu fyrr þá hefði Will farið einn gegn markmanni og hugsanlega skorað sigurmark. Við fáum mark á okkur í staðinn sem gerir tilfinninguna enn súrari,“ sagði Óli Stefán. Grindvíkingar eru með í baráttu um hið mikilvæga 4.sæti og sagði Óli Stefán að þeir þyrftu að horfa á liðin fyrir ofan sig og stefna þangað. „Ég spurði strákana eftir Valsleikinn: Trúið þið að við séum nógu góðir til að vera í topp sex baráttu og Evrópubardaga? Þessari spurningu þurftu þeir að svara með frábærum æfingum og frammistöðu í dag. Þeir svöruðu spurningunni frábærlega og það var aðalmálið eftir Valsleikinn.“ „Ég þoli ekki að fljóta bara með í deildinni mig langar að gera eitthvað meira og nú þurfum við bara að horfa upp fyrir okkur og á tækifærin þar. Það er miklu skemmtilegri barátta og okkar strákar þurfa að taka þroskaskrefið og með frammistöðunni í dag kom svarið sterkt frá þeim. Frammistaðan þarf svo að skila sér í næstu leiki líka,“ sagði Óli Stefán að endingu.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 2-2 │Tvö mörk í lokin í dramatísku jafntefli Grindavík og Stjarnan skildu jöfn í dramatískum leik í 17.umferð Pepsi-deildarinnar í Grindavík í kvöld. Stjarnan komst yfir á 86.mínútu en varamaðurinn Will Daniels jafnaði á lokamínútu leiksins og tryggði heimamönnum stigið. 19. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 2-2 │Tvö mörk í lokin í dramatísku jafntefli Grindavík og Stjarnan skildu jöfn í dramatískum leik í 17.umferð Pepsi-deildarinnar í Grindavík í kvöld. Stjarnan komst yfir á 86.mínútu en varamaðurinn Will Daniels jafnaði á lokamínútu leiksins og tryggði heimamönnum stigið. 19. ágúst 2018 21:00