Arnór Smárason skoraði mark Lilleström er liðið gerði 1-1 jafntefli við Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Haugesund komst yfir á tíundu mínútu en á 33. mínútu jafnaði Arnór af vítapunktinum með sínu öðru marki fyrir Lilleström síðan hann gekk í raðir liðsins í sumar.
Arnór var tekinn af velli á 88. mínútu og Gary Martin sendur inn í hans stay en Lilleström er í fjórtánda sætinu, tveimur stigum frá öruggu sæti.
Aron Sigurðarson spilaði í sautján mínútur fyrir Start sem gerði 1-1 jafntefli við Stromsgodset. Start er í fimmtánda sætinu með jafn mörg stig og Lilleström.
Emil Pálsson spilaði allan leikinn fyrir Sandefjord sem gerði 1-1 jafntefli við Ranheim. Sandefjord er á botninum með ellefu stig, sjö stigum frá öruggu sæti.
