Pílagrímum frá Katar meinaður aðgangur að heilögustu stöðum múslima Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. ágúst 2018 13:18 Kaaba, helgasti staður jarðar í trú múslima. Stjórnvöld í Katar segja að Sádí-Arabar hafi meinað pílagrímum frá Katar að taka þátt í pílagrímsför til Mekka í ár. Sádar fara fyrir bandalagi arabaþjóða við Persaflóa sem hafa sett Katar í herkví síðustu mánuði. Deilan er löng og flókin er snýst að miklu leiti um valdatafl Sádí-Arabíu og Írans sem eru valdapólarnir tveir við Persaflóa. Sádar saka konungsfjölskylduna í Katar um að vera of höll undir Írana. Hin árlega pílagrímsferð til Mekka er lykilhluti af trúarlífi múslima um allan heim. Öllum múslimum ber skylda til að fara í eina slíka ferð um ævina ef þeir hafa tök á. Þar sem Sádar stjórna aðgengi að heilögustu stöðum Íslam í Mekka og Medínu gegna þarlend stjórnvöld mikilvægu hlutverki við að skrásetja pílagríma og skipuleggja hina árlegu ferð. Yfirvöld í Katar segja að með því að meina ríkisborgurum sínum að taka þátt í einni af grunnstoðum trúarinnar séu Sádar að bregðast skyldum sínum sem verndarar trúarinnar á Arabíuskaga. Fullyrt er að búið sé að loka fyrir aðgang Katara að sérstöku rafrænu kerfi sem er notað um allan heim til að skrásetja pílagríma. Sé það rétt er líklegt að það veki ugg meðal múslima sem búa í ríkjum sem ekki eru hliðholl pólitískri stefnu Sádí-Arabíu. Sádar hafa oft áður verið sakaður um að misnota yfirráð sín yfir Mekka til að kúga aðrar múslimaþjóðir til hlýðni. Katar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00 Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. 2. júní 2018 09:51 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Stjórnvöld í Katar segja að Sádí-Arabar hafi meinað pílagrímum frá Katar að taka þátt í pílagrímsför til Mekka í ár. Sádar fara fyrir bandalagi arabaþjóða við Persaflóa sem hafa sett Katar í herkví síðustu mánuði. Deilan er löng og flókin er snýst að miklu leiti um valdatafl Sádí-Arabíu og Írans sem eru valdapólarnir tveir við Persaflóa. Sádar saka konungsfjölskylduna í Katar um að vera of höll undir Írana. Hin árlega pílagrímsferð til Mekka er lykilhluti af trúarlífi múslima um allan heim. Öllum múslimum ber skylda til að fara í eina slíka ferð um ævina ef þeir hafa tök á. Þar sem Sádar stjórna aðgengi að heilögustu stöðum Íslam í Mekka og Medínu gegna þarlend stjórnvöld mikilvægu hlutverki við að skrásetja pílagríma og skipuleggja hina árlegu ferð. Yfirvöld í Katar segja að með því að meina ríkisborgurum sínum að taka þátt í einni af grunnstoðum trúarinnar séu Sádar að bregðast skyldum sínum sem verndarar trúarinnar á Arabíuskaga. Fullyrt er að búið sé að loka fyrir aðgang Katara að sérstöku rafrænu kerfi sem er notað um allan heim til að skrásetja pílagríma. Sé það rétt er líklegt að það veki ugg meðal múslima sem búa í ríkjum sem ekki eru hliðholl pólitískri stefnu Sádí-Arabíu. Sádar hafa oft áður verið sakaður um að misnota yfirráð sín yfir Mekka til að kúga aðrar múslimaþjóðir til hlýðni.
Katar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00 Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. 2. júní 2018 09:51 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00
Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. 2. júní 2018 09:51
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00