Stundum með páfagauk á hausnum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2018 10:00 Valtýr og Egill nota hvert tækifæri sem þeir geta til að leika sér með bolta, enda stefna báðir í fótboltann þegar þeir verða stórir. Fréttablaðið/Eyþór Valtýr og Egill eru ellefu ára og þeir eru bekkjarfélagar í Laugarnesskóla.Hafið þið verið vinir lengi? Já, við kynntumst þegar við vorum 0 ára, þá áttum við heima í sama húsi og mömmur okkar eru vinkonur. Nú eiga drengirnir heima mun lengra hvor frá öðrum en það aftrar þeim ekki frá því að hittast oft. Enda eiga báðir hjól og eru miklir íþróttastrákar.Egill: Fótbolti er aðaláhugamálið okkar. Við erum í Þrótti.Valtýr: Svo æfum við báðir körfubolta. Ég var í fimleikum líka en hætti í þeim.Egill: Við höfum alveg prófað fleiri íþróttir. Ég hef prófað frjálsar og klifur og líka badminton. Ég held ég hafi prófað flest nema skylmingar.“Hafið þið gert eitthvað sniðugt í sumarfríinu annað en að vera í fótbolta?Egill: Ég var í Barcelona í þrjár vikur. Það var fínt en rosalega heitt. Ég kom heim 9. ágúst.Valtýr: Og ég fór til Danmerkur. Það var líka heitt þar. Ég fór í Tívolí, það var rosa gaman. Mig svimaði samt svolítið og varð flökurt þegar ég fór í fallturninn, ég er nefnilega pínu lofthræddur. Ég var líka í Vatnaskógi í sumar í eina viku. Það var gaman.Egill: Já, við vorum saman í Vatnaskógi fyrir einu ári. Svo höfum við líka farið saman til útlanda með fjölskyldum okkar. Þá vorum við á Krít.Eigið þið einhver dýr?Valtýr: Ég á páfagauk. Hann heitir Snjókorn og er blár með doppum. Hann er skemmtilegur en bítur fast. Einu sinni beit hann mig til blóðs. Hann labbar stundum á hausnum á mér og einu sinni skeit hann þar.Egill: Já, ég á hund. Hann heitir Trölli en er samt enginn risi. Við áttum tvo hunda en það var bara of mikið vesen. Ég sé oft um að gefa Trölla en ég fer ekki eins oft með hann út eins og ég fór með hinn hundinn. Hvað langar ykkur að verða þegar þið verðið stórir?Egill: Fótboltamaður og fótboltaþjálfari.Valtýr: Fótboltamaður og vísindamaður. Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Valtýr og Egill eru ellefu ára og þeir eru bekkjarfélagar í Laugarnesskóla.Hafið þið verið vinir lengi? Já, við kynntumst þegar við vorum 0 ára, þá áttum við heima í sama húsi og mömmur okkar eru vinkonur. Nú eiga drengirnir heima mun lengra hvor frá öðrum en það aftrar þeim ekki frá því að hittast oft. Enda eiga báðir hjól og eru miklir íþróttastrákar.Egill: Fótbolti er aðaláhugamálið okkar. Við erum í Þrótti.Valtýr: Svo æfum við báðir körfubolta. Ég var í fimleikum líka en hætti í þeim.Egill: Við höfum alveg prófað fleiri íþróttir. Ég hef prófað frjálsar og klifur og líka badminton. Ég held ég hafi prófað flest nema skylmingar.“Hafið þið gert eitthvað sniðugt í sumarfríinu annað en að vera í fótbolta?Egill: Ég var í Barcelona í þrjár vikur. Það var fínt en rosalega heitt. Ég kom heim 9. ágúst.Valtýr: Og ég fór til Danmerkur. Það var líka heitt þar. Ég fór í Tívolí, það var rosa gaman. Mig svimaði samt svolítið og varð flökurt þegar ég fór í fallturninn, ég er nefnilega pínu lofthræddur. Ég var líka í Vatnaskógi í sumar í eina viku. Það var gaman.Egill: Já, við vorum saman í Vatnaskógi fyrir einu ári. Svo höfum við líka farið saman til útlanda með fjölskyldum okkar. Þá vorum við á Krít.Eigið þið einhver dýr?Valtýr: Ég á páfagauk. Hann heitir Snjókorn og er blár með doppum. Hann er skemmtilegur en bítur fast. Einu sinni beit hann mig til blóðs. Hann labbar stundum á hausnum á mér og einu sinni skeit hann þar.Egill: Já, ég á hund. Hann heitir Trölli en er samt enginn risi. Við áttum tvo hunda en það var bara of mikið vesen. Ég sé oft um að gefa Trölla en ég fer ekki eins oft með hann út eins og ég fór með hinn hundinn. Hvað langar ykkur að verða þegar þið verðið stórir?Egill: Fótboltamaður og fótboltaþjálfari.Valtýr: Fótboltamaður og vísindamaður.
Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira