Íslenski boltinn

Blikar tala um kraftaverksigur á Inkasso-liði Víkinga í gær og hér má sjá af hverju

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Damir Muminovic skoraði úr síðustu spyrnu Blika og tryggði þeim sæti í úrslitaleik Mjólkurbikarsins 2018.
Damir Muminovic skoraði úr síðustu spyrnu Blika og tryggði þeim sæti í úrslitaleik Mjólkurbikarsins 2018. Fréttablaðið/Eyþór
Breiðablik tryggði sér sæti í úrslitaleik Mjólkursbikars karla í fótbolta í gær eftir sigur á Inkasso-liði Víkinga úr Ólafsvík en leikurinn fór alla leið í vítakeppni.

Víkingsliðið var ótrúlega nálægt sæti í sínum fyrsta bikarúrslitaleik enda komust þeir tvisvar yfir í leiknum í Kópavoginum í gær.

Það bjuggust flestir við sigri Blika enda deild ofar og á heimavelli en meira að segja margir Blikar voru búnir að gefa upp alla von þegar leikurinn var að renna út.

Ólafsvíkingar voru nefnilega á leiðinni í bikarúrslitaleikinn enda 2-1 yfir þegar það var komið langt fram í uppbótartíma í framlengingu en hinn átján ára gamli Brynjólfur Darri Willumsson jafnaði metin með síðustu spyrnu leiksins.

Blikar unnu síðan vítakeppnina 4-2 og tryggði sér úrslitaleik á móti Stjörnunni. Fyrirsögnin á Blikasíðunni var „Kraftaverk á Kópavogsvelli“ og segir hún meira en mörg orð.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá leiknum í gær og af hverju Blikarnir töluðum um kraftaverk eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×