Erlent

Hætta við 200 milljón dala fjárveitingu til Sýrlands

Samúel Karl Ólason skrifar
Raqqa var frelsuð af sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra en með stuðningi Bandaríkjanna úr lofti og skemmdist verulega.
Raqqa var frelsuð af sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra en með stuðningi Bandaríkjanna úr lofti og skemmdist verulega. Vísir/AP
Ríkisstjórn Donald Trump hefur tilkynnt bandaríska þinginu að hætt hefur verið 200 milljón dala fjárveitingu til enduruppbyggingar í Sýrlandi. Fjárveiting hafði verið sett í bið og endurskoðun frá því í mars þegar Rex Tillerson, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var rekinn. Trump vill binda enda á veru og þátttöku Bandaríkjanna í átökunum í Sýrlandi og er þessi ákvörðun séð sem liður í því.

Talskona Utanríkisráðuneytisins, Heather Nauert, sagði AP að þessi ákvörðun hefði verið tekin í ljósi þess að aðrar þjóðir sem eru í bandalagi Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu hefðu veitt töluverðum fjármunum til uppbyggingarinnar. Heimildir AP segja að það samsvari um 300 milljónum dala. Þar á meðal er Sádi-Arabía sem hefur heitið hundrað milljónum dala.



„Margir bandamenn hafa heitið fé og framlögum á næstu mánuðum og Bandaríkin eru þakklát öllum bandamönnum sem hjálpuðu við þetta mikilvæga verkefni,“ sagði Nautert.

Til stóð að nota peningana til uppbyggingar í bæjum og borgum sem komu illa út í baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Raqqa, táknræn höfuðborg Íslamska ríkisins, er ein slíkra borga. Hún var frelsuð af sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra en með stuðningi Bandaríkjanna úr lofti og skemmdist verulega. Til stendur að nota milljónirnar 200 í önnur verkefni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×