Ellefu vikna bið eftir gjaldskrá póstsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2018 07:00 Bréfsendingum hefur fækkað um meira en helming á áratug. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Í upphafi árs lagði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) fyrir Íslandspóst ohf. að endurskoða gjaldskrá sína innan einkaréttar eigi síðar en 1. júní 2018. Ný gjaldskrá vegna ákvörðunarinnar hefur ekki enn verið birt. Málið er sem stendur í ferli hjá PFS. Á haustmánuðum síðasta árs tilkynnti Íslandspóstur PFS þá fyrirætlun sína að fækka dreifingardögum bréfpósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar þessa árs. Ástæðan var breytt rekstrarumhverfi en á sama tíma og íbúum hefur fjölgað hefur gífurlegur samdráttur verið í bréfsendingum innan einkaréttar. Bréfsendingar hafa dregist saman um rúmlega helming síðan árið 2007. Verð bréfpósts hefur því hækkað verulega umfram eðlilegar kostnaðarhækkanir undanfarin ár. Til dæmis má nefna að frá því í október 2011 hefur verð fyrir bréfpóst innanlands hækkað um ríflega hundrað prósent en önnur þjónusta Íslandspósts hækkað öllu minna. Verð á pakkasendingum hefur til að mynda hækkað um tæplega sjöttung á sama tímabili. Þrátt fyrir þjónustuskerðingu hugðist Íslandspóstur halda sömu verðskrá fyrir bréf innan einkaréttar. Á þetta féllst PFS ekki. Í ákvörðun stofnunarinnar frá 23. janúar segir meðal annars að „PFS [telji] að það hagræði sem ÍSP telur að verði við breytingarnar eigi að skila sér til þeirra notenda þjónustunnar sem við á hverju sinni“. Af þeim sökum var lagt fyrir Íslandspóst að ljúka endurskoðun á gjaldskrá innan einkaréttar fyrir 1. júní 2018 og senda PFS hana til samþykktar.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda„Ákvörðunin var afdráttarlaus um það að Íslandspóstur ætti að endurskoða gjaldskrána eigi síðar en 1. júní. Nú hefur það dregist í tvo og hálfan mánuð. Það þýðir einfaldlega að notendur þjónustunnar eru að borga of mikið fyrir hana,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur bendir á að breytingin á dreifingardögunum hafi tekið gildi í byrjun árs og því hafi hagræðið af breytingunum skilað sér þangað þrátt fyrir ákvörðun PFS. „Þetta er því miður enn eitt dæmið um að Íslandspóstur haldi uppi verðlagningu á þjónustu sem er í einkarétti. Á sama tíma er verðskrá fyrir samkeppnisrekstur einkennilega lág og hefur lítið breyst,“ segir Ólafur. Hann bætir því við að miðað við ákvörðun PFS hafi notendur mátt vænta þess að það yrði verðbreyting þann 1. júní. Að sú breyting sé að dragast á langinn sé fullkomlega óviðunandi. „Við hvetjum PFS til að taka fastar á þessum samkeppnisháttum Íslandspósts. Að okkar mati hefur stofnunin ekki staðið sig nógu vel við að fylgja eftir lögum og reglum og eigin ákvörðunum,“ segir Ólafur. Tillögur að breyttri verðskrá Íslandspósts bárust PFS tæpum mánuði síðar en ákvörðunin kvað á um. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS, segir að í ákvörðuninni hafi ekki falist að birta ætti nýja verðskrá 1. júní heldur senda hana þá til PFS. Málið sé nú til meðferðar hjá stofnuninni. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Í upphafi árs lagði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) fyrir Íslandspóst ohf. að endurskoða gjaldskrá sína innan einkaréttar eigi síðar en 1. júní 2018. Ný gjaldskrá vegna ákvörðunarinnar hefur ekki enn verið birt. Málið er sem stendur í ferli hjá PFS. Á haustmánuðum síðasta árs tilkynnti Íslandspóstur PFS þá fyrirætlun sína að fækka dreifingardögum bréfpósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar þessa árs. Ástæðan var breytt rekstrarumhverfi en á sama tíma og íbúum hefur fjölgað hefur gífurlegur samdráttur verið í bréfsendingum innan einkaréttar. Bréfsendingar hafa dregist saman um rúmlega helming síðan árið 2007. Verð bréfpósts hefur því hækkað verulega umfram eðlilegar kostnaðarhækkanir undanfarin ár. Til dæmis má nefna að frá því í október 2011 hefur verð fyrir bréfpóst innanlands hækkað um ríflega hundrað prósent en önnur þjónusta Íslandspósts hækkað öllu minna. Verð á pakkasendingum hefur til að mynda hækkað um tæplega sjöttung á sama tímabili. Þrátt fyrir þjónustuskerðingu hugðist Íslandspóstur halda sömu verðskrá fyrir bréf innan einkaréttar. Á þetta féllst PFS ekki. Í ákvörðun stofnunarinnar frá 23. janúar segir meðal annars að „PFS [telji] að það hagræði sem ÍSP telur að verði við breytingarnar eigi að skila sér til þeirra notenda þjónustunnar sem við á hverju sinni“. Af þeim sökum var lagt fyrir Íslandspóst að ljúka endurskoðun á gjaldskrá innan einkaréttar fyrir 1. júní 2018 og senda PFS hana til samþykktar.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda„Ákvörðunin var afdráttarlaus um það að Íslandspóstur ætti að endurskoða gjaldskrána eigi síðar en 1. júní. Nú hefur það dregist í tvo og hálfan mánuð. Það þýðir einfaldlega að notendur þjónustunnar eru að borga of mikið fyrir hana,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur bendir á að breytingin á dreifingardögunum hafi tekið gildi í byrjun árs og því hafi hagræðið af breytingunum skilað sér þangað þrátt fyrir ákvörðun PFS. „Þetta er því miður enn eitt dæmið um að Íslandspóstur haldi uppi verðlagningu á þjónustu sem er í einkarétti. Á sama tíma er verðskrá fyrir samkeppnisrekstur einkennilega lág og hefur lítið breyst,“ segir Ólafur. Hann bætir því við að miðað við ákvörðun PFS hafi notendur mátt vænta þess að það yrði verðbreyting þann 1. júní. Að sú breyting sé að dragast á langinn sé fullkomlega óviðunandi. „Við hvetjum PFS til að taka fastar á þessum samkeppnisháttum Íslandspósts. Að okkar mati hefur stofnunin ekki staðið sig nógu vel við að fylgja eftir lögum og reglum og eigin ákvörðunum,“ segir Ólafur. Tillögur að breyttri verðskrá Íslandspósts bárust PFS tæpum mánuði síðar en ákvörðunin kvað á um. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS, segir að í ákvörðuninni hafi ekki falist að birta ætti nýja verðskrá 1. júní heldur senda hana þá til PFS. Málið sé nú til meðferðar hjá stofnuninni.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira