Íslenska karlalandsliðið hrynur á FIFA-listanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kemur mjög illa út úr breytingum á útreikningi á nýjum styrkleikalista FIFA. Íslenska landsliðið dettur niður um heil tíu sæti og er núna í 32. sæti listans. Ísland er reyndar í 32. til 34. sæti með Íran og Kosta Ríka. Íslenska landsliðið var í 22. sæti á síðasta lista sem var birtur rétt fyrir HM í Rússlandi í júní. Íslenska liðið hafði líka verið nokkrum sinnum inn á topp tuttugu á síðustu mánuðum þar á undan. FIFA breytti útreikningum sínum og seinkaði birtingu listans um eina viku. Samkvæmt gömlu útreikningunum hefði íslenska liðið aðeins dottið niður um tvö sæti á listanum.NEW #FIFARanking France move Croatia up to Russia biggest climbers More info https://t.co/HHIaQ9Rxrdpic.twitter.com/rU8HztDPKo — FIFA.com (@FIFAcom) August 16, 2018Evrópuþjóðir sem komust ekki á HM í Rússlandi í sumar en eru núna fyrir ofan Ísland á FIFA-listanum eru Holland (17. sæti), Wales (19. sæti), Ítalía (21. sæti), Austurríki (23. sæti) Slóvakía (26. sæti), Norður-Írland (27. sæti), Rúmenía (28. sæti) og Írland (29. sæti). Pólverjar falla líka niður um tíunda sæti eins og við Íslendingar en pólska landsliðið telst nú vera átjánda besta landslið heims. Heimsmeistarar Frakka hoppa upp um sex sæti og eru í efsta sæti listans. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2002 sem Frakkar eru efstir á FIFA-listanum. Belgar eru í 2. sæti og Brasilíumenn í því þriðja. Króatar eru komnir upp í fjórða sæti eftir góða frammistöðu sína á HM en þeir taka sextán sæta stökk á listanum.France have returned to the top of FIFA’s World Rankings for the first time since 2002. Germany have dropped 14 places to 15th -- their lowest position in over a decade pic.twitter.com/Z6vImOv4NK — ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2018Úrúgvæ fer upp um níu sæti í 5. sæti og enska landsliðið hoppar upp um sex sæti og er núna í 6. sæti listans. Þjóðverjar detta hinsvegar niður um heil fjórtán sæti og eru núna „bara“ með fimmtánda besta landslið heims. Argentínumenn detta niður um sex sæti og eru í 11. sætinu.Hér má sjá allan FIFA-listann. EM 2020 í fótbolta Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kemur mjög illa út úr breytingum á útreikningi á nýjum styrkleikalista FIFA. Íslenska landsliðið dettur niður um heil tíu sæti og er núna í 32. sæti listans. Ísland er reyndar í 32. til 34. sæti með Íran og Kosta Ríka. Íslenska landsliðið var í 22. sæti á síðasta lista sem var birtur rétt fyrir HM í Rússlandi í júní. Íslenska liðið hafði líka verið nokkrum sinnum inn á topp tuttugu á síðustu mánuðum þar á undan. FIFA breytti útreikningum sínum og seinkaði birtingu listans um eina viku. Samkvæmt gömlu útreikningunum hefði íslenska liðið aðeins dottið niður um tvö sæti á listanum.NEW #FIFARanking France move Croatia up to Russia biggest climbers More info https://t.co/HHIaQ9Rxrdpic.twitter.com/rU8HztDPKo — FIFA.com (@FIFAcom) August 16, 2018Evrópuþjóðir sem komust ekki á HM í Rússlandi í sumar en eru núna fyrir ofan Ísland á FIFA-listanum eru Holland (17. sæti), Wales (19. sæti), Ítalía (21. sæti), Austurríki (23. sæti) Slóvakía (26. sæti), Norður-Írland (27. sæti), Rúmenía (28. sæti) og Írland (29. sæti). Pólverjar falla líka niður um tíunda sæti eins og við Íslendingar en pólska landsliðið telst nú vera átjánda besta landslið heims. Heimsmeistarar Frakka hoppa upp um sex sæti og eru í efsta sæti listans. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2002 sem Frakkar eru efstir á FIFA-listanum. Belgar eru í 2. sæti og Brasilíumenn í því þriðja. Króatar eru komnir upp í fjórða sæti eftir góða frammistöðu sína á HM en þeir taka sextán sæta stökk á listanum.France have returned to the top of FIFA’s World Rankings for the first time since 2002. Germany have dropped 14 places to 15th -- their lowest position in over a decade pic.twitter.com/Z6vImOv4NK — ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2018Úrúgvæ fer upp um níu sæti í 5. sæti og enska landsliðið hoppar upp um sex sæti og er núna í 6. sæti listans. Þjóðverjar detta hinsvegar niður um heil fjórtán sæti og eru núna „bara“ með fimmtánda besta landslið heims. Argentínumenn detta niður um sex sæti og eru í 11. sætinu.Hér má sjá allan FIFA-listann.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira