Enski boltinn

Walker um meiðsli De Bruyne: „Stólum ekki bara á einn leikmann“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir á góðri stundu.
Félagarnir á góðri stundu. vísir/getty
Kyle Walker, varnarmaður Manchester City, segir að meiðsli Kevin De Bruyne séu mikil óheppni en að liðið sé meira en einn leikmaður.

Eins og Vísir greindi frá í gær eru líkur á að De Bruyne verði lengi frá en Belginn var einn besti leikmaður enska boltans á síðustu leiktíð.

„Kevin er frábær leikmaður og þetta er óheppni að þetta hafi gerst við hann á æfingu en það er nóg af leikmönnum í liðinu," sagði Kyle Walker í samtali við fjölmiðla í gær.

„Við stólum ekki bara á einn leikmann. Þetta er liðsíþrótt og sá sem kemur inn mun standa sig. Auðvitað er þetta mikill missir en við erum með marga leikmenn."

Ilkay Gundögan tók í sama streng og sagði De Bruyne stórkostlegan leikmann.

„Hann spilaði ótrúlega á síðustu leiktíð. Hann hafði svo mikil áhrif á liðið. Hann var kannski lykillinn fyrir okkur á síðasta ári," sagði Gundögan og hélt áfram:

„Hann er mjög mikilvægur. Vonandi er þetta ekki of alvarlegt svo hann getur komið til baka sem fyrst."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×