Úreltar staðalímyndir um karla- og kvennastörf hjá Jaguar Land Rover Finnur Orri Thorlacius skrifar 16. ágúst 2018 10:30 Konur í raungreinanámi í Bretlandi sem sóttu nýlega kynningu hjá Jaguar Land Rover. Þeim hefur fjölgað undanfarið. Jaguar Land Rover hefur á undanförnum tæpum sex árum haldið fjölmörg námskeið fyrir ungar konur í Bretlandi sem stunda raungreinanám til að kynna þeim ýmis spennandi og vel launuð tækifæri sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða sem vinnuveitandi. Meginmarkmið námskeiðanna er að auka hlutfall kvenna í starfsliðinu en JLR er einn stærsti einstaki vinnuveitandinn í Bretlandi.Úr 6% í 36% Nýjasta verkefnið, sem kynnt var um miðjan júlí, nefnist Jaguar Land Rover Furthering Futures. Það byggir á reynslu fyrri námskeiða sem gefist hafa vel og tryggt fjölmörgum konum starf hjá fyrirtækinu. Undanfarin verkefni hafa skilað þeim árangri að árið 2012 voru konur sex % starfsmanna en hlutfallið er nú komið í um 36%. Á námskeiðunum sem nú eru fram undan verður áhersla lögð á að brjóta betur upp úreltar hugmyndir um karla- og kvennastörf, ekki síst með þátttöku kvenna í starfsliði JLR sem skarað hafa fram úr í bílgreininni og taka þátt til að miðla af reynslu sinni. Markmiðið er að gefa nemendunum aukinn innblástur til að sækja meira fram á vinnumarkaðnum og skapa sér framtíð í vel launuðu starfi.Spennandi starfsvettvangur BL vinnur að svipuðum verkefnum til að kynna tækifæri í bílgreininni í heild og um leið fyrirtækið sem spennandi og skemmtilegan vinnustað. Í því skyni hefur BL haldið nokkur vel sótt námskeið á síðustu misserum fyrir framhaldsskólanemendur, sem eru að íhuga framtíðarstarfsvettvang sinn. Vegna mikils hraða í þróun nýrra bíla með sífellt fullkomnari tækni og ýmsum aðstoðarkerfum hafa fyrirtæki í bílaiðnaði um allan heim þörf fyrir sífellt fleira fólk með góða, fjölbreytta og hagnýta menntun sem nýtist greininni. Í þessum efnum er mikilvægi þess að konur gangi til liðs við fyrirtækin ekki minna en að karlar geri það.Opnar mörgum nýjan heim Elizabeth Hill, yfirverkfræðingur framleiðslu hjá JLR sem nýlega var útnefnd ein af 100 áhrifamestu konum Bretlands í bílaiðnaði, segir að á starfsferli sínum hjá fyrirtækinu hafi henni gefist tækifæri til að vinna að framgangi margra af byltingarkenndustu tækninýjungunum sem komið hafi fram síðustu ár. „Nýjasta framlag mitt í þeim efnum er þátttaka í hönnun nýjustu gerða Range Rover og Range Rover Sport ásamt hönnun á fyrsta tengiltvinnbílnum sem þróaður hefur verið hjá fyrirtækinu. Ég bar ábyrgð á yfirsýn með öllu vöruþróunarferlinu í heild og stjórnaði þverfaglegu liðunum sem í heild hafa það hlutverk að afhenda að lokum fullhannað ökutæki tilbúið til markaðssetningar og sölu. Ég er sannfærð um að verkefnið Furthering Futures muni gefa mörgum hæfileikaríkum ungu konum innsýn í heim sem vera kann að þær hafi aldrei haft hugmynd um að væri til.“„JLR er rétti staðurinn fyrir mig“ Shannon Lynch starfar í verkfræðideild JLR eftir að hafa sótt námskeið hjá fyrirtækinu árið 2014. Hún segir það hafa opnað nýjan heim fyrir sér. „Ég eignaðist hér strax góða vini og sannfærðist fljótlega um að Jaguar Land Rover væri staðurinn fyrir mig. Fyrir þann tíma hafði ég aðra stefnu í huga varðandi framtíðarstarfsvettvang. Síðan sá ég námskeið JLR auglýst og er mjög þakklát fyrir að hafa farið á það. Ég hef þegar aflað mér mikillar og dýrmætrar reynslu hjá fyrirtækinu og áhersla þess á stuðning við konur er mér mikils virði. Mér finnst þetta frábær vinnustaður og ég hef þegar aflað mér dýrmætrar reynslu á fjölmörgum sviðum sem snúa að ýmsum þáttum framleiðslu nýjustu bílanna,“ segir Lynch.Framtíðin þarf á þér að halda Þróun hinnar alþjóðlegu bílgreinar er á ljóshraða í átt til fullkomlega sjálfakandi bíla sem tengjast alheimsnetinu og knúnir verða áfram af rafmagni eða öðrum mengunarlausum orkugjöfum. Hraði þróunarinnar gerir að verkum að mikil og sífelld þörf er fyrir ungt og vel menntað fólk í bílgreininni sem fær það hlutverk að lokum að taka við þróunarkeflinu úr hendi eldri starfsmanna.Konur og karlar BL Menntaðir viðhaldssérfræðingar BL sem JLR hefur vottað sem viðurkennda viðhaldsaðila merkja fyrirtækisins hafa á grundvelli vottunarinnar heimild til að starfa á hvaða starfsstöð JLR sem er í heiminum. Í starfsliði BL eru meðal annars viðhaldssérfræðingar sem upphaflega byrjuðu í sumarvinnu hjá fyrirtækinu meðan á iðnnámi í bílgreininni stóð og hófu að því loknu námssamning til sveinsprófs hjá BL til að öðlast fullgildingu í iðngreininni þar sem greidd eru há laun fyrir gott fagfólk. Sambærilegir möguleikar og JLR veitir eru fyrir hendi fyrir sérfræðinga BL sem þjónusta önnur merki fyrirtækisins, svo sem BMW, Nissan, Renault og fleiri. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent
Jaguar Land Rover hefur á undanförnum tæpum sex árum haldið fjölmörg námskeið fyrir ungar konur í Bretlandi sem stunda raungreinanám til að kynna þeim ýmis spennandi og vel launuð tækifæri sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða sem vinnuveitandi. Meginmarkmið námskeiðanna er að auka hlutfall kvenna í starfsliðinu en JLR er einn stærsti einstaki vinnuveitandinn í Bretlandi.Úr 6% í 36% Nýjasta verkefnið, sem kynnt var um miðjan júlí, nefnist Jaguar Land Rover Furthering Futures. Það byggir á reynslu fyrri námskeiða sem gefist hafa vel og tryggt fjölmörgum konum starf hjá fyrirtækinu. Undanfarin verkefni hafa skilað þeim árangri að árið 2012 voru konur sex % starfsmanna en hlutfallið er nú komið í um 36%. Á námskeiðunum sem nú eru fram undan verður áhersla lögð á að brjóta betur upp úreltar hugmyndir um karla- og kvennastörf, ekki síst með þátttöku kvenna í starfsliði JLR sem skarað hafa fram úr í bílgreininni og taka þátt til að miðla af reynslu sinni. Markmiðið er að gefa nemendunum aukinn innblástur til að sækja meira fram á vinnumarkaðnum og skapa sér framtíð í vel launuðu starfi.Spennandi starfsvettvangur BL vinnur að svipuðum verkefnum til að kynna tækifæri í bílgreininni í heild og um leið fyrirtækið sem spennandi og skemmtilegan vinnustað. Í því skyni hefur BL haldið nokkur vel sótt námskeið á síðustu misserum fyrir framhaldsskólanemendur, sem eru að íhuga framtíðarstarfsvettvang sinn. Vegna mikils hraða í þróun nýrra bíla með sífellt fullkomnari tækni og ýmsum aðstoðarkerfum hafa fyrirtæki í bílaiðnaði um allan heim þörf fyrir sífellt fleira fólk með góða, fjölbreytta og hagnýta menntun sem nýtist greininni. Í þessum efnum er mikilvægi þess að konur gangi til liðs við fyrirtækin ekki minna en að karlar geri það.Opnar mörgum nýjan heim Elizabeth Hill, yfirverkfræðingur framleiðslu hjá JLR sem nýlega var útnefnd ein af 100 áhrifamestu konum Bretlands í bílaiðnaði, segir að á starfsferli sínum hjá fyrirtækinu hafi henni gefist tækifæri til að vinna að framgangi margra af byltingarkenndustu tækninýjungunum sem komið hafi fram síðustu ár. „Nýjasta framlag mitt í þeim efnum er þátttaka í hönnun nýjustu gerða Range Rover og Range Rover Sport ásamt hönnun á fyrsta tengiltvinnbílnum sem þróaður hefur verið hjá fyrirtækinu. Ég bar ábyrgð á yfirsýn með öllu vöruþróunarferlinu í heild og stjórnaði þverfaglegu liðunum sem í heild hafa það hlutverk að afhenda að lokum fullhannað ökutæki tilbúið til markaðssetningar og sölu. Ég er sannfærð um að verkefnið Furthering Futures muni gefa mörgum hæfileikaríkum ungu konum innsýn í heim sem vera kann að þær hafi aldrei haft hugmynd um að væri til.“„JLR er rétti staðurinn fyrir mig“ Shannon Lynch starfar í verkfræðideild JLR eftir að hafa sótt námskeið hjá fyrirtækinu árið 2014. Hún segir það hafa opnað nýjan heim fyrir sér. „Ég eignaðist hér strax góða vini og sannfærðist fljótlega um að Jaguar Land Rover væri staðurinn fyrir mig. Fyrir þann tíma hafði ég aðra stefnu í huga varðandi framtíðarstarfsvettvang. Síðan sá ég námskeið JLR auglýst og er mjög þakklát fyrir að hafa farið á það. Ég hef þegar aflað mér mikillar og dýrmætrar reynslu hjá fyrirtækinu og áhersla þess á stuðning við konur er mér mikils virði. Mér finnst þetta frábær vinnustaður og ég hef þegar aflað mér dýrmætrar reynslu á fjölmörgum sviðum sem snúa að ýmsum þáttum framleiðslu nýjustu bílanna,“ segir Lynch.Framtíðin þarf á þér að halda Þróun hinnar alþjóðlegu bílgreinar er á ljóshraða í átt til fullkomlega sjálfakandi bíla sem tengjast alheimsnetinu og knúnir verða áfram af rafmagni eða öðrum mengunarlausum orkugjöfum. Hraði þróunarinnar gerir að verkum að mikil og sífelld þörf er fyrir ungt og vel menntað fólk í bílgreininni sem fær það hlutverk að lokum að taka við þróunarkeflinu úr hendi eldri starfsmanna.Konur og karlar BL Menntaðir viðhaldssérfræðingar BL sem JLR hefur vottað sem viðurkennda viðhaldsaðila merkja fyrirtækisins hafa á grundvelli vottunarinnar heimild til að starfa á hvaða starfsstöð JLR sem er í heiminum. Í starfsliði BL eru meðal annars viðhaldssérfræðingar sem upphaflega byrjuðu í sumarvinnu hjá fyrirtækinu meðan á iðnnámi í bílgreininni stóð og hófu að því loknu námssamning til sveinsprófs hjá BL til að öðlast fullgildingu í iðngreininni þar sem greidd eru há laun fyrir gott fagfólk. Sambærilegir möguleikar og JLR veitir eru fyrir hendi fyrir sérfræðinga BL sem þjónusta önnur merki fyrirtækisins, svo sem BMW, Nissan, Renault og fleiri.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent