BMW-bílar í Suður-Kóreu kyrrsettir vegna eldhættu Finnur Orri Thorlacius skrifar 16. ágúst 2018 09:30 Bilun í eldsneytiskerfi ?BMW-bíla. Samgönguráðuneyti Suður-Kóreu hefur bannað ökumönnum 20.000 BMW-bíla að aka þeim og krefst innköllunar á bílunum. Gera yfirvöld í Suður-Kóreu þetta vegna þess að á fyrstu sex mánuðum ársins hefur eldur blossað upp í 27 BMW-bílum þar í landi og með því vilja þau tryggja öryggi farþega. BMW hefur verið gert að innkalla alla þessa bíla og gera við gallann sem þessu veldur. BMW ætlar reyndar að gera gott betur og innkalla 106.000 bíla sem gætu verið með þennan galla sem felst í eldsneytiskerfi þeirra, en eldurinn hefur í öllum tilfellum læst sig í vélarrúm bílanna. Eigendur þeirra bíla sem innköllunin nær til mega aka bílunum að þeim stöðum þar sem gert verður við þá, en eingöngu þangað. BMW hefur gengið einkar vel að selja bíla í Suður-Kóreu á undanförnum árum og hefur fimmfaldað sölu bíla sinna þar á undanförnum fimm árum og seldi hátt í 60.000 bíla þar í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent
Samgönguráðuneyti Suður-Kóreu hefur bannað ökumönnum 20.000 BMW-bíla að aka þeim og krefst innköllunar á bílunum. Gera yfirvöld í Suður-Kóreu þetta vegna þess að á fyrstu sex mánuðum ársins hefur eldur blossað upp í 27 BMW-bílum þar í landi og með því vilja þau tryggja öryggi farþega. BMW hefur verið gert að innkalla alla þessa bíla og gera við gallann sem þessu veldur. BMW ætlar reyndar að gera gott betur og innkalla 106.000 bíla sem gætu verið með þennan galla sem felst í eldsneytiskerfi þeirra, en eldurinn hefur í öllum tilfellum læst sig í vélarrúm bílanna. Eigendur þeirra bíla sem innköllunin nær til mega aka bílunum að þeim stöðum þar sem gert verður við þá, en eingöngu þangað. BMW hefur gengið einkar vel að selja bíla í Suður-Kóreu á undanförnum árum og hefur fimmfaldað sölu bíla sinna þar á undanförnum fimm árum og seldi hátt í 60.000 bíla þar í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent