UEFA hlustaði ekki á kvörtun KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 14:25 Íslenska kvennalandsliðið á Algarve fyrr á þessu ári. Vísir/Getty Einn af mikilvægari leikjum íslenska kvennalandsliðsins í mörg ár verður spilaður á mjög undarlegum tíma. Um er að ræða síðasta leik Íslands í undankeppni HM sem fer fram klukkan þrjú á virkum degi. Íslensku stelpurnar spila við Tékkland klukkan 15 þriðjudaginn 4. september, þegar stór hluti þjóðarinnar er í vinnu eða skóla. Knattspyrnusamband Íslands hefur orðið vart við gagnrýni á tímasetningu leiksins, meðal annars á samfélagsmiðlum, en skýringu er að finna á þessum sérstaka leiktíma. KSÍ segir í tilkynningu á Fésbókarsíðu sambandins að leikurinn við Tékka sé einn af mörgum sem hefjist á sama tíma. Þar sem um lokaleiki í undankeppninni er að ræða geta þeir skorið úr um hvaða lið fara í umspil um sæti á HM. KSÍ og fleiri knattspyrnusambönd kvörtuðu yfir þessu til Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, þegar tilkynnt var um leiktímann. Athugasemdin bar ekki árangur. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hefur reynt að útskýra ástæðuna fyrir sparkspekingum sem krafið hafa KSÍ svara. Á sama tíma og leikið sé klukkan 15 á Íslandi fari fram leikur klukkan 21 í Kasakstan.Sæll Árni. Hefur ekkert með KSI eða kyn að gera. Allir leikir þurfa að fara fram á sama tíma vegna playoff möguleika. Tam leikið í Kazakhstan.#fairplay#ksi — Freyr Alexandersson (@freyrale) August 14, 2018Íslenska landsliðið spilar við Þýskaland á Laugardalsvellinum þremur dögum fyrr og sá leikur hefst líka klukkan 15.00. Málið er bara að sá leikur fer fram á laugardegi. Íslensku stelpurnar eru í efsta sæti riðilsins fyrir síðustu leikina og getur tryggt sér sæti á HM í Frakklandi 2019 með góðum úrslitum. Íslenska liðið er með 16 stig eða einu stigi meira en Þýskaland og níu stigum meira en Tékkland. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Einn af mikilvægari leikjum íslenska kvennalandsliðsins í mörg ár verður spilaður á mjög undarlegum tíma. Um er að ræða síðasta leik Íslands í undankeppni HM sem fer fram klukkan þrjú á virkum degi. Íslensku stelpurnar spila við Tékkland klukkan 15 þriðjudaginn 4. september, þegar stór hluti þjóðarinnar er í vinnu eða skóla. Knattspyrnusamband Íslands hefur orðið vart við gagnrýni á tímasetningu leiksins, meðal annars á samfélagsmiðlum, en skýringu er að finna á þessum sérstaka leiktíma. KSÍ segir í tilkynningu á Fésbókarsíðu sambandins að leikurinn við Tékka sé einn af mörgum sem hefjist á sama tíma. Þar sem um lokaleiki í undankeppninni er að ræða geta þeir skorið úr um hvaða lið fara í umspil um sæti á HM. KSÍ og fleiri knattspyrnusambönd kvörtuðu yfir þessu til Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, þegar tilkynnt var um leiktímann. Athugasemdin bar ekki árangur. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hefur reynt að útskýra ástæðuna fyrir sparkspekingum sem krafið hafa KSÍ svara. Á sama tíma og leikið sé klukkan 15 á Íslandi fari fram leikur klukkan 21 í Kasakstan.Sæll Árni. Hefur ekkert með KSI eða kyn að gera. Allir leikir þurfa að fara fram á sama tíma vegna playoff möguleika. Tam leikið í Kazakhstan.#fairplay#ksi — Freyr Alexandersson (@freyrale) August 14, 2018Íslenska landsliðið spilar við Þýskaland á Laugardalsvellinum þremur dögum fyrr og sá leikur hefst líka klukkan 15.00. Málið er bara að sá leikur fer fram á laugardegi. Íslensku stelpurnar eru í efsta sæti riðilsins fyrir síðustu leikina og getur tryggt sér sæti á HM í Frakklandi 2019 með góðum úrslitum. Íslenska liðið er með 16 stig eða einu stigi meira en Þýskaland og níu stigum meira en Tékkland.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira