Fótbolti

Hrun í aðsókn á leiki norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicklas Bendtner í leik með Rosenborg í sumar.
Nicklas Bendtner í leik með Rosenborg í sumar. Vísir/Getty
Það eru ekki bara Íslendingar sem hafa áhyggjur af lakari aðsókn á fótboltaleiki.

Allt út fyrir það að á þessu sumri verði versta aðsókn á leiki norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í sautján ár. 930 færri að meðaltali hafa mætt á leikina í ár í samanburði við tímabilið í fyrra.

Eftir 18 af 30 umferðum hafa 5758 manns mætt að meðaltali á leiki norsku úrvalsdeildarinnar en meðaltali í fyrra var 6698 manns á leik. Verdens Gang hefur tekið þetta saman og birtir grein um þetta í dag.

Áhorfendum er að fækka hjá tíu af þrettán félögum sem hafa spilað í norsku úrvalsdeildinni undanfarin tvö tímabil.





Dæmi um slæma þróun hjá einu félagi þá er það Odd. Odd er með 5481 manns á leik í ár en þeir fengu 7106 að meðaltali á leiki sína í fyrra og 8038 komu að meðaltali á leiki Odd sumarið 2016. Odd hefur þar með misst 31,8 prósent af áhorfendahópnum sínum á aðeins tveimur árum.

Lið Brann, Rosenborg, Molde og Haugesund eru öll að berjast um norska meistaratitilinn í ár en engu að síður fá þau öll færri áhorfendur í ár en í fyrra. 500 færri mæta dæmi á leiki Rosenborg liðsins í ár.

Það var slæmt fyrir deildina að Viking og Aalesund féllu úr deildinni en þau fá bæði vanalega marga áhorfendur. 7499 manns hafa sem dæmi komið á leiki Viking í norsku b-deildinni í sumar en 7380 mættu á leiki liðsins í úrvalsdeildinni í fyrra. 6092 manns komu á leiki Aalesund í fyrra.

Start og Bodø/Glimt komu upp í staðinn og eru aðeins að fá 4172 og 3314 manns að meðaltali í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×