FH-ingar kynna leikinn í kvöld með dramatísku myndbandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 12:45 Davíð Þór Viðarsson Skjámynd/FHingar.net FH-ingar eru ekki í felum þegar kemur að mikilvægi leiksins í kvöld á móti Stjörnunni í undanúrslitum Mjólkurbikars karla. Timabilið er undir hjá FH. Í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum og eini möguleiki FH til að vinna stóran titil þetta sumar. Stjörnumenn eru líka á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en FH á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að vinna titilinn. Leikmenn og þjálfari FH, Ólafur Kristjánsson, kalla eftir stuðningi FH-inga í Garðabænum í kvöld í dramtísku myndbandi inn á FHingar.net fésbókarsíðunni. FHingar.net kíktu á æfingu FH daginn fyrir leik og ræddu við Ólaf, fyrirliðann Davíð Þór Viðarsson og markahæsta leikmanninn í sögu félagsins í efstu deild, Atla Viðar Björnsson. „Núna bara reynir á þetta félag. Þetta er klúbbur sem hefur alltaf sýnt samstöðu. Í gegnum öll þessi ár og í gegnum alla þessa velgengni þá hefur stuðningurinn verið gríðarlegur. Bæði í fyrra og í ár þá er bara ákveðinn mótbyr og það reynir á alla í félaginu,“ sagði Davíð Þór Viðarsson í myndbandinu. „Stemmningin er geggjuð en við gerum okkur grein fyrir því að við erum í ákveðnu brasi. Við vitum sem höfum verið hérna lengi, eins og ég, Davíð og fleiri, hvað stuðningsmenn FH geta verið geggjaðir. Ég væri svakalega mikið til í að sjá smá sturlun í Garðabænum á morgun (í kvöld),“ sagði Atli Viðar Björnsson. Leikur Stjörnunnar og FH hefst klukkan 19.15 og hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Það má sjá þetta skemmtilega myndband hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
FH-ingar eru ekki í felum þegar kemur að mikilvægi leiksins í kvöld á móti Stjörnunni í undanúrslitum Mjólkurbikars karla. Timabilið er undir hjá FH. Í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum og eini möguleiki FH til að vinna stóran titil þetta sumar. Stjörnumenn eru líka á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en FH á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að vinna titilinn. Leikmenn og þjálfari FH, Ólafur Kristjánsson, kalla eftir stuðningi FH-inga í Garðabænum í kvöld í dramtísku myndbandi inn á FHingar.net fésbókarsíðunni. FHingar.net kíktu á æfingu FH daginn fyrir leik og ræddu við Ólaf, fyrirliðann Davíð Þór Viðarsson og markahæsta leikmanninn í sögu félagsins í efstu deild, Atla Viðar Björnsson. „Núna bara reynir á þetta félag. Þetta er klúbbur sem hefur alltaf sýnt samstöðu. Í gegnum öll þessi ár og í gegnum alla þessa velgengni þá hefur stuðningurinn verið gríðarlegur. Bæði í fyrra og í ár þá er bara ákveðinn mótbyr og það reynir á alla í félaginu,“ sagði Davíð Þór Viðarsson í myndbandinu. „Stemmningin er geggjuð en við gerum okkur grein fyrir því að við erum í ákveðnu brasi. Við vitum sem höfum verið hérna lengi, eins og ég, Davíð og fleiri, hvað stuðningsmenn FH geta verið geggjaðir. Ég væri svakalega mikið til í að sjá smá sturlun í Garðabænum á morgun (í kvöld),“ sagði Atli Viðar Björnsson. Leikur Stjörnunnar og FH hefst klukkan 19.15 og hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Það má sjá þetta skemmtilega myndband hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira