Enski boltinn

L'Equipe segir Zidane vilja til Englands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zidane í stuði.
Zidane í stuði. vísir/getty
Franski vefmiðillinn L’Equipe segir að Zinedine Zidane, fyrrum stjóri Real Madrid, sé tilbúinn að taka við liði í ensku úrvalsdeildinni.

Zidane hætti nokkuð óvænt sem stjóri Real Madrid eftir þriðja sigurinn í röð í Meistaradeildinni. Hann er án starfs og hefur verið orðaður við mörg störf í sumar en er ánn starfs.

Hann var mikið orðaður við Ítalíu í sumar þar sem hann var meðal annars orðaður við að vera yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus. Ekkert hefur gerst í því.

Nú er hann tilbúinn að taka skrefið í ensku úrvalsdeildina og segja sögurnar að hann hafi mikinn áhuga á að taka við Manchester United.

Mikið hefur gustað í kringum Man. Utd á undirbúningstímabilinu en Jose Mourinho hefur verið ósáttur við störf stjórnarinnar á markaðnum í sumar.

United vann þó fyrsta leikinn 2-1 gegn Leicester á heimavelli og spilar gegn Brighton á útivelli á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×