WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Hörður Ægisson skrifar 15. ágúst 2018 05:00 Skúli Mogensen, forstjóri WOW, en rekstrartap félagsins síðustu tólf mánuði nemur 5 milljörðum. Fréttablaðið/Anton WOW air hyggst sækja sér aukið fjármagn til að treysta starfsemi fyrirtækisins með útgáfu þriggja ára skuldabréfs til evrópskra fjárfesta. Hefur félagið í því skyni gengið frá samkomulagi við norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities sem mun hafa umsjón með skuldabréfaútboðinu sem á að klárast á allra næstu vikum. Áætlað er að stærð útboðsins verði á bilinu 500 til 1.000 milljónir sænskra króna, jafnvirði um sex til 12 milljarða íslenskra króna. Fundir með fjárfestum hefjast í þessari viku, samkvæmt heimildum Markaðarins, en Pareto er einn helsti ráðgjafi við skuldabréfaútboð á Norðurlöndum og hefur síðustu misseri meðal annars haft umsjón með slíkri fjármögnun fyrir Icelandair og Norwegian air. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sagðist aðspurð ekkert geta tjáð sig um málið.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air.Fram kemur í drögum að fjárfestingakynningu Pareto vegna útboðsins, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að skuldabréfaútgáfan sé hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu frumútboði WOW air innan næstu 18 mánaða. Þá hyggst flugfélagið sækja sér nýtt hlutafé og yrði í kjölfarið skráð á markað en í dag er Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, eini hluthafi félagsins. Rekstrarumhverfi íslensku flugfélaganna hefur versnað til muna að undanförnu, einkum vegna mikillar samkeppni og hækkandi olíuverðs, en í afkomutilkynningu sem WOW air sendi frá sér um miðjan síðasta mánuð kom fram að tap á árinu 2017 hefði numið 2,2 milljónum dala, jafnvirði um 2,4 milljarða króna. Þá minnkaði hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og skatta (EBITDA) um 91 prósent milli ára og var 4 milljónir dala. Afkoma WOW air, eins og í tilfelli Icelandair, hefur hins vegar farið enn versnandi það sem af er þessu ári en í fjárfestakynningu Pareto er að finna upplýsingar, sem ekki hafa áður birst, um afkomuna fyrir júlí 2017 til júní 2018 og áætlanir fyrir þetta ár og árið 2019. Þótt tekjur hafi aukist mikið síðustu tólf mánuði var EBITDA félagsins neikvæð um 26 milljónir dala á tímabilinu. Gert er ráð fyrir viðsnúningi á seinni árshelmingi og að EBITDA fyrir árið í heild verði neikvæð um sex milljónir dala. Þá muni afkoman batna verulega 2019 þar sem tekjur verði samtals 826 milljónir dala, borið saman við 486 milljónir dala í fyrra, og að EBITDA félagsins nemi samtals 64 milljónum dala. Rekstrartap (EBIT) síðustu tólf mánaða nemur 45 milljónum dala, jafnvirði um fimm milljarða króna, en tapið var um 1,5 milljarðar allt árið í fyrra.Fram kemur í fjárfestakynningunni að vaxtakjör skuldabréfsins muni lækka um 150 punkta takist WOW air að sækja sér 75 milljónir dala í nýtt hlutafé og skrá hlutabréf þess á markað.Vísir/VilhelmSjö milljóna evra lán frá Arion Eiginfjárhlutfall WOW air var aðeins um 4,5 prósent í lok júní á þessu ári borið saman við 10,9 prósent í árslok 2017. Þannig nemur eigið fé 14 milljónum dala en auk þess hefur Títan fjárfestingafélag, móðurfélag WOW air, veitt flugfélaginu víkjandi lán upp á sex milljónir dala. Hlutafé félagsins var aukið um liðlega helming í júní síðastliðnum þegar Skúli lagði 60 prósenta eignarhlut sinn í Cargo Express inn í WOW air ásamt því að breyta tveggja milljarða króna kröfu á hendur flugfélaginu í hlutafé. Í nóvember í fyrra breytti Títan, fjárfestingafélag Skúla, einnig milljarða króna láni sínu til WOW air í hlutafé í þeim tilgangi að styrkja efnahagsreikning félagsins. Í fjárfestakynningunni er upplýst að sjóðstreymi WOW air hafi verið jákvætt um 2,3 milljónir dala á síðustu tólf mánuðum. Þar munar miklu um fyrirframgreiðslu upp á 28 milljónir dala sem kom til á fyrri árshelmingi þessa árs í tengslum við sölu á tveimur Airbus A321 þotum í nóvember í fyrra sem félagið leigði síðan aftur. Fyrir utan 6 milljóna evra lán sem WOW air fékk hjá Arion banka í september 2017, sem er á gjalddaga í september 2020 og ábyrgist Fjárfestingarsjóður Evrópu helming lánsfjárhæðarinnar, þá segir í kynningu Pareto að fyrirhuguð skuldabréfaútgáfa verði eina langtíma markaðsfjármögnun flugfélagsins. Vaxtaberandi skuldir WOW námu samtals 151 milljón dala um mitt þetta ár. Þar munar langsamlega mest um fjármögnunarleigusamninga upp á 139 milljónir dala vegna fjögurra Airbus A321 véla en auk lánsins frá Arion banka hefur félagið aðgang að um fimm milljóna dala lánalínu (e. revolving credit facility) frá bankanum. Ef hins vegar einnig er tekið tillit til núvirtra skuldbindinga vegna rekstrarleigusamninga sem WOW air hefur gert upp á samtals 439 milljónir dala, sem verða færðar inn í efnahagsreikning félagsins frá og með 2019, þá nema heildarvaxtaberandi skuldir flugfélagsins 590 milljónum dala. Fram kemur í fjárfestakynningunni að vaxtakjör skuldabréfsins muni lækka um 150 punkta takist WOW air að sækja sér 75 milljónir dala í nýtt hlutafé og skrá hlutabréf þess á markað. Á meðal skilmála sem kveðið er á um er að WOW air viðhaldi að lágmarki 25 milljóna dala eigin fé fyrstu tólf mánuðina eftir útgáfu skuldabréfsins, sem hækki síðan upp í 30 milljónir dala, og varasjóði sem verði meiri en sem nemur 12,5 prósentum af höfuðstól þess. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
WOW air hyggst sækja sér aukið fjármagn til að treysta starfsemi fyrirtækisins með útgáfu þriggja ára skuldabréfs til evrópskra fjárfesta. Hefur félagið í því skyni gengið frá samkomulagi við norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities sem mun hafa umsjón með skuldabréfaútboðinu sem á að klárast á allra næstu vikum. Áætlað er að stærð útboðsins verði á bilinu 500 til 1.000 milljónir sænskra króna, jafnvirði um sex til 12 milljarða íslenskra króna. Fundir með fjárfestum hefjast í þessari viku, samkvæmt heimildum Markaðarins, en Pareto er einn helsti ráðgjafi við skuldabréfaútboð á Norðurlöndum og hefur síðustu misseri meðal annars haft umsjón með slíkri fjármögnun fyrir Icelandair og Norwegian air. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sagðist aðspurð ekkert geta tjáð sig um málið.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air.Fram kemur í drögum að fjárfestingakynningu Pareto vegna útboðsins, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að skuldabréfaútgáfan sé hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu frumútboði WOW air innan næstu 18 mánaða. Þá hyggst flugfélagið sækja sér nýtt hlutafé og yrði í kjölfarið skráð á markað en í dag er Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, eini hluthafi félagsins. Rekstrarumhverfi íslensku flugfélaganna hefur versnað til muna að undanförnu, einkum vegna mikillar samkeppni og hækkandi olíuverðs, en í afkomutilkynningu sem WOW air sendi frá sér um miðjan síðasta mánuð kom fram að tap á árinu 2017 hefði numið 2,2 milljónum dala, jafnvirði um 2,4 milljarða króna. Þá minnkaði hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og skatta (EBITDA) um 91 prósent milli ára og var 4 milljónir dala. Afkoma WOW air, eins og í tilfelli Icelandair, hefur hins vegar farið enn versnandi það sem af er þessu ári en í fjárfestakynningu Pareto er að finna upplýsingar, sem ekki hafa áður birst, um afkomuna fyrir júlí 2017 til júní 2018 og áætlanir fyrir þetta ár og árið 2019. Þótt tekjur hafi aukist mikið síðustu tólf mánuði var EBITDA félagsins neikvæð um 26 milljónir dala á tímabilinu. Gert er ráð fyrir viðsnúningi á seinni árshelmingi og að EBITDA fyrir árið í heild verði neikvæð um sex milljónir dala. Þá muni afkoman batna verulega 2019 þar sem tekjur verði samtals 826 milljónir dala, borið saman við 486 milljónir dala í fyrra, og að EBITDA félagsins nemi samtals 64 milljónum dala. Rekstrartap (EBIT) síðustu tólf mánaða nemur 45 milljónum dala, jafnvirði um fimm milljarða króna, en tapið var um 1,5 milljarðar allt árið í fyrra.Fram kemur í fjárfestakynningunni að vaxtakjör skuldabréfsins muni lækka um 150 punkta takist WOW air að sækja sér 75 milljónir dala í nýtt hlutafé og skrá hlutabréf þess á markað.Vísir/VilhelmSjö milljóna evra lán frá Arion Eiginfjárhlutfall WOW air var aðeins um 4,5 prósent í lok júní á þessu ári borið saman við 10,9 prósent í árslok 2017. Þannig nemur eigið fé 14 milljónum dala en auk þess hefur Títan fjárfestingafélag, móðurfélag WOW air, veitt flugfélaginu víkjandi lán upp á sex milljónir dala. Hlutafé félagsins var aukið um liðlega helming í júní síðastliðnum þegar Skúli lagði 60 prósenta eignarhlut sinn í Cargo Express inn í WOW air ásamt því að breyta tveggja milljarða króna kröfu á hendur flugfélaginu í hlutafé. Í nóvember í fyrra breytti Títan, fjárfestingafélag Skúla, einnig milljarða króna láni sínu til WOW air í hlutafé í þeim tilgangi að styrkja efnahagsreikning félagsins. Í fjárfestakynningunni er upplýst að sjóðstreymi WOW air hafi verið jákvætt um 2,3 milljónir dala á síðustu tólf mánuðum. Þar munar miklu um fyrirframgreiðslu upp á 28 milljónir dala sem kom til á fyrri árshelmingi þessa árs í tengslum við sölu á tveimur Airbus A321 þotum í nóvember í fyrra sem félagið leigði síðan aftur. Fyrir utan 6 milljóna evra lán sem WOW air fékk hjá Arion banka í september 2017, sem er á gjalddaga í september 2020 og ábyrgist Fjárfestingarsjóður Evrópu helming lánsfjárhæðarinnar, þá segir í kynningu Pareto að fyrirhuguð skuldabréfaútgáfa verði eina langtíma markaðsfjármögnun flugfélagsins. Vaxtaberandi skuldir WOW námu samtals 151 milljón dala um mitt þetta ár. Þar munar langsamlega mest um fjármögnunarleigusamninga upp á 139 milljónir dala vegna fjögurra Airbus A321 véla en auk lánsins frá Arion banka hefur félagið aðgang að um fimm milljóna dala lánalínu (e. revolving credit facility) frá bankanum. Ef hins vegar einnig er tekið tillit til núvirtra skuldbindinga vegna rekstrarleigusamninga sem WOW air hefur gert upp á samtals 439 milljónir dala, sem verða færðar inn í efnahagsreikning félagsins frá og með 2019, þá nema heildarvaxtaberandi skuldir flugfélagsins 590 milljónum dala. Fram kemur í fjárfestakynningunni að vaxtakjör skuldabréfsins muni lækka um 150 punkta takist WOW air að sækja sér 75 milljónir dala í nýtt hlutafé og skrá hlutabréf þess á markað. Á meðal skilmála sem kveðið er á um er að WOW air viðhaldi að lágmarki 25 milljóna dala eigin fé fyrstu tólf mánuðina eftir útgáfu skuldabréfsins, sem hækki síðan upp í 30 milljónir dala, og varasjóði sem verði meiri en sem nemur 12,5 prósentum af höfuðstól þess.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira