Kaffihúsakeðjan Costa, sem er sú næststærsta í heiminum, áformar að opna á Íslandi. Leitað er að húsnæði í miðbæ Reykjavíkur um þessar mundir. Þetta herma heimildir Markaðarins. Ekki er vitað hver sérleyfishafi keðjunnar verður hérlendis. Fjölmiðlafulltrúar Costa hafa ekki svarað fyrirspurn Markaðarins um áformin.
Costa, stærsta kaffihúsakeðja Bretlands, rekur um 3.800 kaffihús í 32 löndum. Meirihluti þeirra er í Bretlandi en forsvarsmenn fyrirtækisins stefna á að reka 1.200 kaffihús í Kína fyrir árið 2020. Costa var stofnað af ítölskum innflytjendum í Bretlandi árið 1971 sem seldu kaffihúsin til Whitbread árið 1995. Whitbread, sem skráð er á hlutabréfamarkað í London, rekur meðal annars hótelkeðjuna Premier Inn, stærstu hótelkeðju Bretlands sem er með 750 hótel á sínum snærum, og veitingastaði.
Stjórnendur Whitbread hafa í hyggju að kljúfa rekstur Costa frá samstæðunni (spin-off) og skrá á hlutabréfamarkað eftir að aðgerðarfjárfestar þrýstu á um það. Í þeim hópi er Elliott Management sem átti kröfur á föllnu íslensku bankana. Líklegt er að sú vinna muni taka tvö ár.
Costa áformar að opna á Íslandi
Helgi Vífill Júlíusson skrifar

Mest lesið

Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi
Viðskipti innlent

Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf



Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Viðskipti erlent