Keypti 60 prósenta hlut í Sports Direct á Íslandi fyrir 345 milljónir króna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 05:00 Mike Ashley, eigandi bresku íþróttavörukeðjunnar Sports Direct. Nordicphotos/Getty Breska íþróttavörukeðjan Sports Direct keypti 60 prósenta hlut í Rhapsody Investments, móðurfélagi verslunar Sports Direct í Kópavogi, fyrir 2,5 milljónir breskra punda eða sem jafngildir um 345 milljónum króna. Þetta kemur fram í ársreikningi bresku keðjunnar fyrir síðasta rekstrarár sem lauk í apríl. Greint var frá kaupunum í Markaðinum í byrjun febrúar síðastliðins en seljendur voru Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson og fjölskylda. Var kaupverðið sagt trúnaðarmál. Eftir kaupin á breska keðjan, sem er í eigu breska kaupsýslumannsins Mikes Ashley, verslunina að öllu leyti. Deilur höfðu staðið yfir á milli Ashleys og íslensku fjárfestanna um nokkurt skeið. Þannig var greint frá því í dagblaðinu Sunday Times í ágúst í fyrra að keðja Ashleys, sem átti þá 40 prósenta hlut í Sports Direct á Íslandi, hefði boðist til þess að kaupa 60 prósenta hlut Íslendinganna á 100 þúsund evrur eða sem jafngildir um 12,4 milljónum króna. Í fréttinni sagði hins vegar að ekki væri óvarlegt að ætla að virði verslunarinnar næmi sem jafngildir 2,5 milljörðum króna. NDS, rekstrarfélag verslunarinnar, hagnaðist um ríflega 135 milljónir króna á rekstrarárinu frá maí 2016 til apríl 2017 og tvöfaldaðist hagnaðurinn á milli rekstrarára. Velta NDS nam tæplega 1.050 milljónum króna og voru rekstrargjöldin um 919 milljónir. Verslun Sports Direct á Íslandi, sem var opnuð árið 2012, var í frétt Sunday Times sögð sú arðbærasta sem rekin væri undir merkjum Sports Direct en þær eru alls um 700 talsins í 19 Evrópuríkjum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Breska íþróttavörukeðjan Sports Direct keypti 60 prósenta hlut í Rhapsody Investments, móðurfélagi verslunar Sports Direct í Kópavogi, fyrir 2,5 milljónir breskra punda eða sem jafngildir um 345 milljónum króna. Þetta kemur fram í ársreikningi bresku keðjunnar fyrir síðasta rekstrarár sem lauk í apríl. Greint var frá kaupunum í Markaðinum í byrjun febrúar síðastliðins en seljendur voru Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson og fjölskylda. Var kaupverðið sagt trúnaðarmál. Eftir kaupin á breska keðjan, sem er í eigu breska kaupsýslumannsins Mikes Ashley, verslunina að öllu leyti. Deilur höfðu staðið yfir á milli Ashleys og íslensku fjárfestanna um nokkurt skeið. Þannig var greint frá því í dagblaðinu Sunday Times í ágúst í fyrra að keðja Ashleys, sem átti þá 40 prósenta hlut í Sports Direct á Íslandi, hefði boðist til þess að kaupa 60 prósenta hlut Íslendinganna á 100 þúsund evrur eða sem jafngildir um 12,4 milljónum króna. Í fréttinni sagði hins vegar að ekki væri óvarlegt að ætla að virði verslunarinnar næmi sem jafngildir 2,5 milljörðum króna. NDS, rekstrarfélag verslunarinnar, hagnaðist um ríflega 135 milljónir króna á rekstrarárinu frá maí 2016 til apríl 2017 og tvöfaldaðist hagnaðurinn á milli rekstrarára. Velta NDS nam tæplega 1.050 milljónum króna og voru rekstrargjöldin um 919 milljónir. Verslun Sports Direct á Íslandi, sem var opnuð árið 2012, var í frétt Sunday Times sögð sú arðbærasta sem rekin væri undir merkjum Sports Direct en þær eru alls um 700 talsins í 19 Evrópuríkjum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira