Dæma hluti sem aldrei hafa verið dæmdir Benedikt Bóas skrifar 15. ágúst 2018 05:00 Baldur, Eddi og Haukur Viðar reiða dómarahamarinn á loft einu sinni í viku og dæma alls konar, eins og munnhörpu og kex. Hægt er að fylgjast með þeim drengjum og hafa áhrif á málefnin í gegnum Facebook-síðuna domsdagur.is. Spurningin er líka af hverju finnst okkur eðlilegt að kvikmyndir, leikverk og hljómplötur séu gagnrýndar en ekki kex eða te,“ segir Haukur Viðar Alfreðsson sem er hluti af hlaðvarpinu Dómsdagur sem finna má á öllum helstu hlaðvarpsveitum veraldarvefsins. Með honum eru Eggert Hilmarsson og Baldur Ragnarsson sem kom með hugmyndina að byrja með hlaðvarp. „Þetta er hugmynd sem ég fékk og var eiginlega fyrst og fremst hugsuð sem afsökun fyrir því að hitta Hauk og Edda reglulega þar sem þeir eru tveir af þeim fyndnustu mönnum sem ég hef hitt á ævinni. En af hverju ákváðuð þið tveir að játa því að taka þátt í þessu?“ Eddi: „Þú bara sagðir að við ættum að gera það.“ Haukur: „Já, við fengum enga valkosti.“ Eddi: „Svo hafði ég ekki hugmynd um hvað þú værir að tala um og var forvitinn. Og svo var þetta bara fín hugmynd. Alls konar drasl er búið að liggja óbætt hjá garði í mörg ár og það var kominn tími á gagnrýni.“ Baldur: „Beisiklí þá ákvað ég þetta og þið gátuð ekki sagt nei því ég er svo ágengur.“ Haukur og Eddi: „Jebb.“Skegg er meðal þess sem hefur verið dæmt í þættinum. Var með 3,62 í meðaleinkunn.Aðspurðir af hverju þeir fóru með þáttinn í hlaðvarpsform (podcast) en ekki í útvarp segja þeir að það sé listrænt frelsi að vera í hlaðvarpi. Haukur: „Það er líka stressandi að vera í útvarpi, maður þarf að mæta á ákveðinn stað á ákveðnum tíma en ekki í hlaðvarpinu. Þetta er voða næs, maður þarf ekki einu sinni að vera í buxum.“ Baldur: „Svo höfum við líka verið að hlusta á hlaðvörp og þetta er skemmtilegt form, þetta þarf ekki að vera eins stílhreint og undirbúið og útvarpsþáttur.“ Eddi: „Og svo er enginn yfir manni að ritstýra og skipta sér af því hvernig þetta er allt saman.“ Baldur: „Já, það er fyrst og fremst þetta listræna frelsi sem er að gera þetta fyrir þig Eddi?“ Eddi: „Já, listrænt frelsi er það sem ég er að sækjast eftir.“ Haukur: „Svo erum við ekki bundnir af auglýsingatímum. En við myndum svo sem ekkert hata það ef fólk vildi gefa okkur drasl gegn því að við auglýstum það.“ Eddi: „Nei, mig vantar einmitt nýja sokka.“ Facebook-síðan þeirra hefur klifið hratt upp metorðastigann en þar geta hlustendur tekið þátt. „Á vefsíðunni www.domsdagur.com er hægt að finna þættina og gefa sínar eigin stjörnur í kosningakerfi sem góðvinur okkar Guðmundur Stefán Þorvaldsson smíðaði fyrir okkur,“ segir Baldur. Þeir félagar hafa dæmt ýmislegt eins og skegg, heiðlóu, Bounty, morgunmat og rúsínur. En sú niðurstaða sem hefur komið mest á óvart er? Haukur: „Það að þið hafið ekki gefið kexi fullt hús.“ Eddi: „Það að vatn hafi ekki fengið fullt hús frá öllum.“ Baldur: „Þú gafst vatni 4,5 stjörnur, Eddi.“ Eddi: „Nú?“ Baldur: „Það sem hefur komið mér mest á óvart er þegar það kom í ljós að Haukur veit ekki hvernig heiðlóan lítur út. Það er ótrúlegt.“ Haukur: „Það er ekkert ótrúlegt þegar þú ert úr Garðabæ.“ Baldur: „Nei, kannski ekki, ég hef bara aldrei verið úr Garðabæ.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Spurningin er líka af hverju finnst okkur eðlilegt að kvikmyndir, leikverk og hljómplötur séu gagnrýndar en ekki kex eða te,“ segir Haukur Viðar Alfreðsson sem er hluti af hlaðvarpinu Dómsdagur sem finna má á öllum helstu hlaðvarpsveitum veraldarvefsins. Með honum eru Eggert Hilmarsson og Baldur Ragnarsson sem kom með hugmyndina að byrja með hlaðvarp. „Þetta er hugmynd sem ég fékk og var eiginlega fyrst og fremst hugsuð sem afsökun fyrir því að hitta Hauk og Edda reglulega þar sem þeir eru tveir af þeim fyndnustu mönnum sem ég hef hitt á ævinni. En af hverju ákváðuð þið tveir að játa því að taka þátt í þessu?“ Eddi: „Þú bara sagðir að við ættum að gera það.“ Haukur: „Já, við fengum enga valkosti.“ Eddi: „Svo hafði ég ekki hugmynd um hvað þú værir að tala um og var forvitinn. Og svo var þetta bara fín hugmynd. Alls konar drasl er búið að liggja óbætt hjá garði í mörg ár og það var kominn tími á gagnrýni.“ Baldur: „Beisiklí þá ákvað ég þetta og þið gátuð ekki sagt nei því ég er svo ágengur.“ Haukur og Eddi: „Jebb.“Skegg er meðal þess sem hefur verið dæmt í þættinum. Var með 3,62 í meðaleinkunn.Aðspurðir af hverju þeir fóru með þáttinn í hlaðvarpsform (podcast) en ekki í útvarp segja þeir að það sé listrænt frelsi að vera í hlaðvarpi. Haukur: „Það er líka stressandi að vera í útvarpi, maður þarf að mæta á ákveðinn stað á ákveðnum tíma en ekki í hlaðvarpinu. Þetta er voða næs, maður þarf ekki einu sinni að vera í buxum.“ Baldur: „Svo höfum við líka verið að hlusta á hlaðvörp og þetta er skemmtilegt form, þetta þarf ekki að vera eins stílhreint og undirbúið og útvarpsþáttur.“ Eddi: „Og svo er enginn yfir manni að ritstýra og skipta sér af því hvernig þetta er allt saman.“ Baldur: „Já, það er fyrst og fremst þetta listræna frelsi sem er að gera þetta fyrir þig Eddi?“ Eddi: „Já, listrænt frelsi er það sem ég er að sækjast eftir.“ Haukur: „Svo erum við ekki bundnir af auglýsingatímum. En við myndum svo sem ekkert hata það ef fólk vildi gefa okkur drasl gegn því að við auglýstum það.“ Eddi: „Nei, mig vantar einmitt nýja sokka.“ Facebook-síðan þeirra hefur klifið hratt upp metorðastigann en þar geta hlustendur tekið þátt. „Á vefsíðunni www.domsdagur.com er hægt að finna þættina og gefa sínar eigin stjörnur í kosningakerfi sem góðvinur okkar Guðmundur Stefán Þorvaldsson smíðaði fyrir okkur,“ segir Baldur. Þeir félagar hafa dæmt ýmislegt eins og skegg, heiðlóu, Bounty, morgunmat og rúsínur. En sú niðurstaða sem hefur komið mest á óvart er? Haukur: „Það að þið hafið ekki gefið kexi fullt hús.“ Eddi: „Það að vatn hafi ekki fengið fullt hús frá öllum.“ Baldur: „Þú gafst vatni 4,5 stjörnur, Eddi.“ Eddi: „Nú?“ Baldur: „Það sem hefur komið mér mest á óvart er þegar það kom í ljós að Haukur veit ekki hvernig heiðlóan lítur út. Það er ótrúlegt.“ Haukur: „Það er ekkert ótrúlegt þegar þú ert úr Garðabæ.“ Baldur: „Nei, kannski ekki, ég hef bara aldrei verið úr Garðabæ.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið