Íslenski boltinn

Veikur Patrick Pedersen skoraði þrennu gegn Grindvíkingum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Patrick hamrar hann í netið í kvöld.
Patrick hamrar hann í netið í kvöld. vísir/daníel
„Ég er að hósta mikið, svo þú verður að afsaka mig,“ segir Patrick Pedersen eftir sigurinn á Grindvíkingum í kvöld. Hann skoraði þrennu og lék frábærlega í 4-0 sigri Vals á Grindvíkingum í 16.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 

Daninn var aftur á móti veikur í kvöld og var það ástæðan fyrir því að honum var skipt út af um miðjan síðari hálfleik.

„Þetta var frábær leikur hjá okkur í kvöld og alltaf gaman að skora þrennu. Það mikilvægasta er reyndar að við náðum í þrjú stig. Ég hefði reyndar getað skorað fleiri mörk í kvöld og fékk nokkur góð færi.“

Hann segist hafa haft mjög gott af því að vera tekinn út af undir miðjan seinni hálfleik.

„Þetta verður erfiður leikur á fimmtudaginn, en við eigum heldur betur góðan möguleika. Staðna er bara 1-0 og allt getur gerst.“

Patrick hefur skorað  10 mörk í Pepsi-deildinni í sumar.

„Ég er mjög ánægður með tímabilið hjá mér og mér finnst vera komast í mitt besta form.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×