Vagnstjórinn mun ekki aka undir merkjum Strætó framar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. ágúst 2018 18:39 Strætisvagnstjóri, sem sást aka glannalega fram úr bifreið, mun ekki aka undir merkjum Strætó héðan í frá. Upplýsingafulltrúi Strætó segir málið grafalvarlegt og þakkar fyrir að ekki fór verr.Vigfús Markússon var á leið austur þegar strætisvagn á leið 51 sást aka fram úr nokkrum bílum. Vagninn kom á fleygiferð inn á gagnstæða akrein en litlu mátti muna að hann hefði lent framan á bíl Vigfúsar. Upplýsingafulltrúi Strætó lítur málið grafalvarlegum augum og segir það bæði brjóta í bága við umferðarlög og gegn öllum gildum Strætó um ábyrgan akstur. „Þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál og við fordæmum svona glannaakstur eins og talað var um í dag. Þetta er eitthvað sem við viljum ekki sjá í umferðinni. Sérstaklega ekki þegar við erum að flytja almenning í okkar starfi,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. Strætóinn sem um ræðir var á leið en þennan dag var Hellisheiðin lokuð og því fór vagninn um Þrengslin. Þrettán farþegar voru um borð og þakkar Guðmundur fyrir að ekki fór verr. „Við erum búin að vera í samskiptum við verktakann sem ekur leið 51. Það eru Hópbílar og við komumst að þeirri niðurstöðu að þessu tiltekni bílstjóri mun ekki aka undir merkjum Strætó héðan í frá,“ segir Guðmundur.Undantekning Guðmundur segir að um undantekningu sé að ræða og því hvetur hann fólk til að halda áfram að taka Strætó. „Við förum hundruð ferða á hverjum einasta degi og eru Strætó og Hópbílar almennt séð mjög öruggir valkostir. Ég hvet fólk til að halda áfram að taka strætó því ef svona mál koma upp þá tökum við á þeim og við tökum hratt á þeim,“ segir Guðmundur. Ekki vitað hvort bílstjórinn muni starfa áfram hjá Hópbílum, en framkvæmdastjóri Hópbíla neitaði að tjá sig um málið. Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Strætó harmar framúraksturinn: Setjast niður með bílstjóra strætisvagnsins í dag Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið harma glannalegan framúrakstur strætisvagns í Þrengslum á föstudag. Rætt verður við bílstjórann í dag. 13. ágúst 2018 11:30 Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. 13. ágúst 2018 09:37 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Strætisvagnstjóri, sem sást aka glannalega fram úr bifreið, mun ekki aka undir merkjum Strætó héðan í frá. Upplýsingafulltrúi Strætó segir málið grafalvarlegt og þakkar fyrir að ekki fór verr.Vigfús Markússon var á leið austur þegar strætisvagn á leið 51 sást aka fram úr nokkrum bílum. Vagninn kom á fleygiferð inn á gagnstæða akrein en litlu mátti muna að hann hefði lent framan á bíl Vigfúsar. Upplýsingafulltrúi Strætó lítur málið grafalvarlegum augum og segir það bæði brjóta í bága við umferðarlög og gegn öllum gildum Strætó um ábyrgan akstur. „Þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál og við fordæmum svona glannaakstur eins og talað var um í dag. Þetta er eitthvað sem við viljum ekki sjá í umferðinni. Sérstaklega ekki þegar við erum að flytja almenning í okkar starfi,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. Strætóinn sem um ræðir var á leið en þennan dag var Hellisheiðin lokuð og því fór vagninn um Þrengslin. Þrettán farþegar voru um borð og þakkar Guðmundur fyrir að ekki fór verr. „Við erum búin að vera í samskiptum við verktakann sem ekur leið 51. Það eru Hópbílar og við komumst að þeirri niðurstöðu að þessu tiltekni bílstjóri mun ekki aka undir merkjum Strætó héðan í frá,“ segir Guðmundur.Undantekning Guðmundur segir að um undantekningu sé að ræða og því hvetur hann fólk til að halda áfram að taka Strætó. „Við förum hundruð ferða á hverjum einasta degi og eru Strætó og Hópbílar almennt séð mjög öruggir valkostir. Ég hvet fólk til að halda áfram að taka strætó því ef svona mál koma upp þá tökum við á þeim og við tökum hratt á þeim,“ segir Guðmundur. Ekki vitað hvort bílstjórinn muni starfa áfram hjá Hópbílum, en framkvæmdastjóri Hópbíla neitaði að tjá sig um málið.
Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Strætó harmar framúraksturinn: Setjast niður með bílstjóra strætisvagnsins í dag Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið harma glannalegan framúrakstur strætisvagns í Þrengslum á föstudag. Rætt verður við bílstjórann í dag. 13. ágúst 2018 11:30 Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. 13. ágúst 2018 09:37 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Strætó harmar framúraksturinn: Setjast niður með bílstjóra strætisvagnsins í dag Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið harma glannalegan framúrakstur strætisvagns í Þrengslum á föstudag. Rætt verður við bílstjórann í dag. 13. ágúst 2018 11:30
Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. 13. ágúst 2018 09:37