Leiðsögumanni blöskrar "forljótir kamrar“ á Þingvöllum Bergþór Másson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 14. ágúst 2018 21:00 Friðrik Rafnsson leiðsögumaður vakti athygli á slæmri umgengni á almenningskömrum á Þingvöllum í Facebook-færslu í gær. Mynd/Friðrik Rafnsson Friðrik Rafnsson, leiðsögumaður og þýðandi, setti í gær inn færslu á Facebook þar sem hann vakti athygli á slæmri umgengni og óþrifnaði á almenningskömrum á Þingvöllum. Fleiri tóku undir með Friðrik, meðal annars sjónvarpsfólkið Kristinn R. Ólafsson og Gerður B. Bjarklind sem kallar salernin hreina skömm. Friðrik var staddur á Þingvöllum með hóp ferðamanna, en hann segist fara um svæðið tvisvar til þrisvar í viku.Segir ástandið skammarlegt Fréttastofa náði tali af Friðriki sem kvaðst ekki ánægður með ástandið. „Þingvellir eru náttúrulega þessi glæsilegi staður eins og við vitum og það er bara til skammar hvað þessir kamrar eru daunillir og ljótir. Þeir eru raunverulega á krossgötum, þar sem fólk gengur annars vegar niður að Almannagjá og svo er það líka stígurinn sem liggur upp að fossinum. Það er ekki eins og þetta sé afvikinn staður.“ Aðspurður hvort færslan hafi vakið viðbrögð stjórnar Þingvallaþjóðgarðs sagði Friðrik svo ekki vera. „Aðstaðan uppi á Hakinu er náttúrulega mjög fín og allt til fyrirmyndar þar, en svo kemur maður niður þar sem er álíka mikil umferð en þá blasir við fólki þessi skelfing.“Ferðamenn voru hneykslaðir Friðrik kveðst þá hafa farið með frönskum og breskum ferðamönnum um svæðið í síðustu viku, og segir þá hafa verið hneykslaða. „Ég var með einn sem sagðist hafa ferðast víða, en hann sagðist aldrei hafa séð annað eins ógeð og hann var mjög sjokkeraður eftir að hafa verið alveg heillaður af Þingvöllum að öðru leyti. Þetta kemur svolítið eins og blaut tuska framan í fólk þegar það kemur úr þessari fallegu gönguferð.“ Í færslunni segist Friðrik telja að orsök vandans sé líklega „hugsunar- eða skipulagsleysi sem er okkur öllum til skammar og hefur sennilega eyðilagt annars dásamlega upplifun fólks á þessum dýrlega stað,“ en í samtali við fréttastofu sagðist hann engu að síður vonast eftir breytingum sem fyrst. „Þessu þarf að breyta strax, þetta hefur verið lengi svona og þetta er auðvitað til háborinnar skammar.“Þjóðgarðsverði Þingvalla meinilla við kamranna. Einar Á Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir í samtali við Vísi að kamrarnir verði ekki þarna til langs tíma og að honum og starfsfólki Þingvalla sé „meinilla við þessa kamra“. „Við erum sjálf orðin hundleið á þeim en það hefur tafist að koma upp salernum þarna.“ Einar segir að það muni vera komin almennileg salerni á svæðið næsta vor og bendir að lokum á að það séu „30 salerni uppi á gestastofunni og þar í kring.“ Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Friðrik Rafnsson, leiðsögumaður og þýðandi, setti í gær inn færslu á Facebook þar sem hann vakti athygli á slæmri umgengni og óþrifnaði á almenningskömrum á Þingvöllum. Fleiri tóku undir með Friðrik, meðal annars sjónvarpsfólkið Kristinn R. Ólafsson og Gerður B. Bjarklind sem kallar salernin hreina skömm. Friðrik var staddur á Þingvöllum með hóp ferðamanna, en hann segist fara um svæðið tvisvar til þrisvar í viku.Segir ástandið skammarlegt Fréttastofa náði tali af Friðriki sem kvaðst ekki ánægður með ástandið. „Þingvellir eru náttúrulega þessi glæsilegi staður eins og við vitum og það er bara til skammar hvað þessir kamrar eru daunillir og ljótir. Þeir eru raunverulega á krossgötum, þar sem fólk gengur annars vegar niður að Almannagjá og svo er það líka stígurinn sem liggur upp að fossinum. Það er ekki eins og þetta sé afvikinn staður.“ Aðspurður hvort færslan hafi vakið viðbrögð stjórnar Þingvallaþjóðgarðs sagði Friðrik svo ekki vera. „Aðstaðan uppi á Hakinu er náttúrulega mjög fín og allt til fyrirmyndar þar, en svo kemur maður niður þar sem er álíka mikil umferð en þá blasir við fólki þessi skelfing.“Ferðamenn voru hneykslaðir Friðrik kveðst þá hafa farið með frönskum og breskum ferðamönnum um svæðið í síðustu viku, og segir þá hafa verið hneykslaða. „Ég var með einn sem sagðist hafa ferðast víða, en hann sagðist aldrei hafa séð annað eins ógeð og hann var mjög sjokkeraður eftir að hafa verið alveg heillaður af Þingvöllum að öðru leyti. Þetta kemur svolítið eins og blaut tuska framan í fólk þegar það kemur úr þessari fallegu gönguferð.“ Í færslunni segist Friðrik telja að orsök vandans sé líklega „hugsunar- eða skipulagsleysi sem er okkur öllum til skammar og hefur sennilega eyðilagt annars dásamlega upplifun fólks á þessum dýrlega stað,“ en í samtali við fréttastofu sagðist hann engu að síður vonast eftir breytingum sem fyrst. „Þessu þarf að breyta strax, þetta hefur verið lengi svona og þetta er auðvitað til háborinnar skammar.“Þjóðgarðsverði Þingvalla meinilla við kamranna. Einar Á Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir í samtali við Vísi að kamrarnir verði ekki þarna til langs tíma og að honum og starfsfólki Þingvalla sé „meinilla við þessa kamra“. „Við erum sjálf orðin hundleið á þeim en það hefur tafist að koma upp salernum þarna.“ Einar segir að það muni vera komin almennileg salerni á svæðið næsta vor og bendir að lokum á að það séu „30 salerni uppi á gestastofunni og þar í kring.“
Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira