Omarosa í vandræðum vegna upptöku Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2018 12:07 Omarosa Manigault Newman. Vísir/AP Omarosa Manigault Newman. fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hún opinberaði upptökur sem hún tók í Hvíta húsinu. Minnst eina slíka tók hún í einu mikilvægasta herbergi Hvíta hússins en bannað er að fara þar inn með síma eða önnur raftæki. Sjálf segir Omarosa að hún hafi tekið upp ýmis samtöl með því markmiði að „verja sig“. „Þú verður að verja eigið bak, því annars lítur þú við og sérð 17 rýtinga í bakinu á þér,“ sagði hún í sjónvarpsviðtali í gær. Talið er að hún hafi brotið bæði öryggis- og siðferðisreglur Hvíta hússins með upptökunum. Hún gæti þó hafa stungið sjálfa sig í bakið.Segir Trump rasista Omarosa er nú í kynningarherferð til að kynna nýja bók sína og hefur hún verið í fjölda viðtala. Hún hefur sagt Trump vera rasista og hann segir hana vera skítseiði. Ein upptakan hefur verið opinberuð en á henni má heyra John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins reka Omarosa. Sú upptaka var tekin í ástands-herbergi Hvíta hússins, sem á að vera eitt þeirra öruggustu innan hússins. Bannað er að fara með raftæki þar inn og er það að fara með síma þar inn og taka upp samtöl í sjálfu sér brottrekstrarsök. Stórar ákvarðanir eru teknar í ástandsherberginu og fara viðkvæmar umræður þar fram.Heimildarmenn Politico innan Hvíta hússins segja eina af ástæðum þess að Kelly valdi ástandsherbergið svokallaða til að segja Omarosu upp vera að marga starfsmenn Hvíta hússins grunaði að hún væri að taka upp samtöl. Hann hefði því valið herbergi þar sem bannað væri að hafa raftæki.Einkasímar víða bannaðir Á upptökunni má heyra Kelly segja að hann hafi áhyggjur af því sem hann hafi heyrt um Omarosu. Hún hefði brotið reglur og því væri hann að segja henni upp. Hún segir Kelly hafa hótað sér undir rós og hún hefði tekið samtalið upp til að sanna það. Á upptökunni má heyra Kelly segja að ef hún fari ekki með góðu móti gæti það reynst henni erfitt. Eftir að hún var rekin hafa einkasímar starfsmanna verið bannaðir í stórum hluta Hvíta hússins. Ned Price, fyrrverandi talsmaður þjóðaröryggisráðs Barack Obama, segir í samtali við AP að hann hafi aldrei heyrt af því að einhver hafi brotið svo gróflega gegn reglum Hvíta hússins áður. Upptökur Omarosu séu án fordæmis. Hann segir sömuleiðis að ekki sé leitað á fólki við komuna í ástandsherbergið hins vegar séu skilti þar fyrir utan sem geri öllum ljóst að raftæki eru bönnuð þar.Price sagði einnig að það væri verulega óvenjulegt að Kelly hefði valið að eiga áðurnefnt samtal í ástandsherberginu. Donald Trump Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Omarosa Manigault Newman. fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hún opinberaði upptökur sem hún tók í Hvíta húsinu. Minnst eina slíka tók hún í einu mikilvægasta herbergi Hvíta hússins en bannað er að fara þar inn með síma eða önnur raftæki. Sjálf segir Omarosa að hún hafi tekið upp ýmis samtöl með því markmiði að „verja sig“. „Þú verður að verja eigið bak, því annars lítur þú við og sérð 17 rýtinga í bakinu á þér,“ sagði hún í sjónvarpsviðtali í gær. Talið er að hún hafi brotið bæði öryggis- og siðferðisreglur Hvíta hússins með upptökunum. Hún gæti þó hafa stungið sjálfa sig í bakið.Segir Trump rasista Omarosa er nú í kynningarherferð til að kynna nýja bók sína og hefur hún verið í fjölda viðtala. Hún hefur sagt Trump vera rasista og hann segir hana vera skítseiði. Ein upptakan hefur verið opinberuð en á henni má heyra John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins reka Omarosa. Sú upptaka var tekin í ástands-herbergi Hvíta hússins, sem á að vera eitt þeirra öruggustu innan hússins. Bannað er að fara með raftæki þar inn og er það að fara með síma þar inn og taka upp samtöl í sjálfu sér brottrekstrarsök. Stórar ákvarðanir eru teknar í ástandsherberginu og fara viðkvæmar umræður þar fram.Heimildarmenn Politico innan Hvíta hússins segja eina af ástæðum þess að Kelly valdi ástandsherbergið svokallaða til að segja Omarosu upp vera að marga starfsmenn Hvíta hússins grunaði að hún væri að taka upp samtöl. Hann hefði því valið herbergi þar sem bannað væri að hafa raftæki.Einkasímar víða bannaðir Á upptökunni má heyra Kelly segja að hann hafi áhyggjur af því sem hann hafi heyrt um Omarosu. Hún hefði brotið reglur og því væri hann að segja henni upp. Hún segir Kelly hafa hótað sér undir rós og hún hefði tekið samtalið upp til að sanna það. Á upptökunni má heyra Kelly segja að ef hún fari ekki með góðu móti gæti það reynst henni erfitt. Eftir að hún var rekin hafa einkasímar starfsmanna verið bannaðir í stórum hluta Hvíta hússins. Ned Price, fyrrverandi talsmaður þjóðaröryggisráðs Barack Obama, segir í samtali við AP að hann hafi aldrei heyrt af því að einhver hafi brotið svo gróflega gegn reglum Hvíta hússins áður. Upptökur Omarosu séu án fordæmis. Hann segir sömuleiðis að ekki sé leitað á fólki við komuna í ástandsherbergið hins vegar séu skilti þar fyrir utan sem geri öllum ljóst að raftæki eru bönnuð þar.Price sagði einnig að það væri verulega óvenjulegt að Kelly hefði valið að eiga áðurnefnt samtal í ástandsherberginu.
Donald Trump Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira